Forsvarsmaður Syrian Observatory for Human Rights, sem rekur umfangsmikið net tengiliða í Sýrlandi, segir árásina hafa beinst að rútu sem notuð var til að flytja vopnaðar sveitir sjíta. Rami Abdurahman gerir ráð fyrir frekari árásum á svæðinu þar sem samtökin Hezbolla halda svæðinu.
Forsvarsmenn ríkisstjórnar Sýrlands og hina fjölmörgu uppreisnar- og vígahópa funda nú í Genf. Þar reyna þeir að stilla til friðar í Sýrlandi en þetta eru fyrstu viðræður þeirra á milli í tvö ár.
Bashar Jaafari, formaður sendinefndar ríkisstjórnarinnar, sagði sprengingarnar vera til marks um tengsl á milli á hryðjuverkahópa og Sádi-Arabíu.
Nánar tiltekið var sprengingin gerð í hverfinu Sayyida Zeinab í suðurhluta Damaskus, en það er vinsælla viðkomustaður pílagríma sjíta frá Íran og Líbanon. Þúsundir sækja hverfið heim á hverju ári. Fyrstu ár borgarastríðsins var hart barist um svæðið en stjórnarherinn og Hezbollah hafa nú haldið svæðinu um nokkurt skeið.