Erlent

Bloomberg íhugar forsetaframboð

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Michael Bloomberg.
Michael Bloomberg. vísir/epa
Milljarðamæringurinn og fyrrum borgarstjóri New York, Michael Bloomberg, segist íhuga að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hann gagnrýnir aðra frambjóðendur fyrir lélegar rökræður og segir Bandaríkjamenn eiga mun betra skilið.

Frá þessu er greint í blaðinu Financial Times en þar segist Bloomberg vera að skoða alla möguleika fyrir hugsanlegt framboð. Hann myndi þá bjóða sig fram sjálfstætt, en fari svo að hann vinni sigur í baráttunni, yrði það í fyrsta sinn sem aðili utan flokka verður forseti Bandaríkjanna.

Bloomberg er 73 ára. Hann er eigandi og stofnandi fjölmiðlaveldisins Bloomberg. Hann er fyrrverandi meðlimur í bæði Repúblikanaflokknum og Demókrataflokknum, en er nú óháður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×