Aukaatriði að SALEK-ákvæði hafi ekki fylgt með samningum Bjarki Ármannsson skrifar 5. febrúar 2016 10:43 Loftmynd af Akranesi. Vísir/GVA Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) segir Verkalýðsfélag Akraness hafa gengist undir launastefnu SALEK rammasamkomulagsins með undirritun nýrra kjarasamninga. Það sé aukaatriði hvort SALEK samkomulagið sé fylgiskjal samningsins eða ekki. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem sambandið sendir frá sér vegna yfirlýsinga Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, í fjölmiðlum um skuldbindingargildi nýju samninganna.Gátu ekki fallist á að hafa SALEK með sem fylgiskjal Vilhjálmur hefur ítrekað gagnrýnt SALEK-samkomulagið og krafðist þess við gerð kjarasamninganna að samkomulagið yrði ekki hluti af samningunum. SALEK geri ráð fyrir að launabreytingar í öðrum samningum, sem félagið eigi eftir að gera, verði með þeim hætti sem kveðið er á um í samkomulaginu.Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.„Við getum ekkert fallist á það að við ákveðum í þessum samningi hvernig við göngum frá öðrum kjarasamningum sem við eigum eftir að gera,“ sagði Vilhjálmur í samtali við fréttastofu fyrir undirritun samningana. „Það bara stenst enga skoðun.“ Vilhjálmur sagði svo eftir undirritun samninganna að félagið hefði fallist á þá þar sem SÍS hefði fallið frá því að SALEK-samkomulagið væri fylgiskjal með samningnum, sem hefði gert það að ígildi kjarasamnings. Í tilkynningunni frá SÍS segir þó að það sé aukaatriði hvort SALEK sé fylgiskjal eður ei þar sem skuldbinding við þá launastefnu sem samkomulagið felur í sér felist í inngangi kjarasamningsins. Þar segir að samningurinn byggi á launastefnu SALEK. „Með undirskrift kjarasamningsins hefur Vilhjálmur Birgisson því undirgengist launastefnu SALEK rammasamkomulagsins og þegið þær launahækkanir sem stefnunni fylgja,“ segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Máli Verkalýðsfélags Akraness vegna SALEK vísað frá Félagsdómur vísaði í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag frá máli Verkalýðsfélags Akraness gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga. 29. janúar 2016 17:23 Skrifað undir samning án ákvæðis um SALEK Í veginum var ekki annað en ákvæðið um SALEK sem sveitarfélögin höfðu viljað hafa tengt nýjum samningi. 5. febrúar 2016 07:00 Sakar Samband íslenskra sveitarfélaga um að hafa breytt málflutningi sínum fyrir dómi „Forsvarsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga verða að eiga það við sína samvisku að hafa breytt vitnisburði sínum frá því sem þeir hafa áður sagt,“ segir Vilhjálmur Birgisson. 3. febrúar 2016 13:29 Deilan um Salek gæti endað fyrir héraðsdómi Verkalýðsfélag Akraness (VLFA) skrifar ekki undir kjarasamning við sveitarfélögin þar sem svonefnt SALEK-samkomulag er með sem fylgiskjal, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA. 2. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) segir Verkalýðsfélag Akraness hafa gengist undir launastefnu SALEK rammasamkomulagsins með undirritun nýrra kjarasamninga. Það sé aukaatriði hvort SALEK samkomulagið sé fylgiskjal samningsins eða ekki. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem sambandið sendir frá sér vegna yfirlýsinga Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, í fjölmiðlum um skuldbindingargildi nýju samninganna.Gátu ekki fallist á að hafa SALEK með sem fylgiskjal Vilhjálmur hefur ítrekað gagnrýnt SALEK-samkomulagið og krafðist þess við gerð kjarasamninganna að samkomulagið yrði ekki hluti af samningunum. SALEK geri ráð fyrir að launabreytingar í öðrum samningum, sem félagið eigi eftir að gera, verði með þeim hætti sem kveðið er á um í samkomulaginu.Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.„Við getum ekkert fallist á það að við ákveðum í þessum samningi hvernig við göngum frá öðrum kjarasamningum sem við eigum eftir að gera,“ sagði Vilhjálmur í samtali við fréttastofu fyrir undirritun samningana. „Það bara stenst enga skoðun.“ Vilhjálmur sagði svo eftir undirritun samninganna að félagið hefði fallist á þá þar sem SÍS hefði fallið frá því að SALEK-samkomulagið væri fylgiskjal með samningnum, sem hefði gert það að ígildi kjarasamnings. Í tilkynningunni frá SÍS segir þó að það sé aukaatriði hvort SALEK sé fylgiskjal eður ei þar sem skuldbinding við þá launastefnu sem samkomulagið felur í sér felist í inngangi kjarasamningsins. Þar segir að samningurinn byggi á launastefnu SALEK. „Með undirskrift kjarasamningsins hefur Vilhjálmur Birgisson því undirgengist launastefnu SALEK rammasamkomulagsins og þegið þær launahækkanir sem stefnunni fylgja,“ segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Máli Verkalýðsfélags Akraness vegna SALEK vísað frá Félagsdómur vísaði í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag frá máli Verkalýðsfélags Akraness gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga. 29. janúar 2016 17:23 Skrifað undir samning án ákvæðis um SALEK Í veginum var ekki annað en ákvæðið um SALEK sem sveitarfélögin höfðu viljað hafa tengt nýjum samningi. 5. febrúar 2016 07:00 Sakar Samband íslenskra sveitarfélaga um að hafa breytt málflutningi sínum fyrir dómi „Forsvarsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga verða að eiga það við sína samvisku að hafa breytt vitnisburði sínum frá því sem þeir hafa áður sagt,“ segir Vilhjálmur Birgisson. 3. febrúar 2016 13:29 Deilan um Salek gæti endað fyrir héraðsdómi Verkalýðsfélag Akraness (VLFA) skrifar ekki undir kjarasamning við sveitarfélögin þar sem svonefnt SALEK-samkomulag er með sem fylgiskjal, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA. 2. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Sjá meira
Máli Verkalýðsfélags Akraness vegna SALEK vísað frá Félagsdómur vísaði í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag frá máli Verkalýðsfélags Akraness gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga. 29. janúar 2016 17:23
Skrifað undir samning án ákvæðis um SALEK Í veginum var ekki annað en ákvæðið um SALEK sem sveitarfélögin höfðu viljað hafa tengt nýjum samningi. 5. febrúar 2016 07:00
Sakar Samband íslenskra sveitarfélaga um að hafa breytt málflutningi sínum fyrir dómi „Forsvarsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga verða að eiga það við sína samvisku að hafa breytt vitnisburði sínum frá því sem þeir hafa áður sagt,“ segir Vilhjálmur Birgisson. 3. febrúar 2016 13:29
Deilan um Salek gæti endað fyrir héraðsdómi Verkalýðsfélag Akraness (VLFA) skrifar ekki undir kjarasamning við sveitarfélögin þar sem svonefnt SALEK-samkomulag er með sem fylgiskjal, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA. 2. febrúar 2016 07:00