Erlent

Deildu um Wall Street og utanríkisstefnu

Samúel Karl Ólason skrifar
bernie Sanders og Hillary Clinton.
bernie Sanders og Hillary Clinton. Vísir/Getty
Bernie Sanders og Hillary Clinton tókust á í kappræðum Demókrata í gær. Þetta voru fyrstu kappræðurnar fyrir forsetakosningarnar þar sem einungis tveir frambjóðendur tóku þátt. Að mestu deildu þau Sanders og Clinton um Wall Street og Utanríkisstefnu Bandaríkjanna.

Clinton sagði Sanders vera hugsjónamann sem myndi ekki koma hlutunum í verk. Hann sagði hana vera of innvolaða í kerfið til að breyta því.

Fjölmiðlar ytra eru sammála um að Clinton hafi gengið hart fram gegn Sanders. Hún sagði áætlanir hans um ríkisrekið heilbrigðiskerfi vera of dýrar og óframkvæmanlegar. Hún gerði einnig lítið úr hugmyndum hans um ókeypis háskólanám og dómgreind hans í utanríkismálum.

Sanders sagði að Hillary stæði fyrir elítuna en hann fyrir hefðbundna Bandaríkjamenn. Hann myndi skipta upp bönkunum og koma taumum á Wall Street.

Þrátt fyrir að mikið kapp hafi verið í kappræðunum enduðu þær á ljúfum nótum. Clinton sagði að fengi hún tilnefningu Demókrata væri Sanders fyrsti maðurinn sem hún myndi hringja í og fá hann til að vinna með sér.

Kappræðurnar í heild sinni. AP Fact Check



Fleiri fréttir

Sjá meira


×