Vilja taka ISIS af netinu Samúel Karl Ólason skrifar 4. febrúar 2016 14:02 Vísir/EPA Áróðursvél Íslamska ríkisins keyrir á internetinu. Hryðjuverkasamtökin beita samfélagsmiðlum til að koma áróðri sínum og upplýsingum á framfæri sem og til þess að laða að ungt og áhrifagjarnt fólk. Þar að auki nota samtökin netið til að hvetja öfgafólk víða um heim til að fremja árásir í heimalöndum sínum. Stjórnvöld Írak biðla nú til gervihnattafyrirtækja að stöðva streymi internetsins til yfirráðasvæðis ISIS. Þannig megi stöðva áróðursvélina áhrifaríku. Starfsmenn miðla eins og Twitter og Telegram standa í ströngu við að elta uppi útsendara ISIS og eyða reikningum þeirra. Það er þó nánast endalaus eltingaleikur, þar sem fólkið opnar einfaldlega nýja reikninga og það jafnvel samdægurs. Lítið er um virka senda sem hægt er að flytja gögn um í þeim hluta Írak sem ISIS stjórnar. Þess í stað notast vígamenn við gervihnattadiska og örbylgjudiska til að nýta þráðlaust net á yfirráðasvæði stjórnvalda. Samkvæmt frétt Reuters yrði þó erfitt að verða við bón ríkisstjórnarinnar þar sem enginn gerir greinarmun á því hverjir nota þjónustu fyrirtækjanna. Landamæri yfirráðasvæðis ISIS færist reglulega til og flókið net milliliða gerir erfitt að finna út hvaða fyrirtæki séu að selja ISIS aðgang að netinu. Mið-Austurlönd Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira
Áróðursvél Íslamska ríkisins keyrir á internetinu. Hryðjuverkasamtökin beita samfélagsmiðlum til að koma áróðri sínum og upplýsingum á framfæri sem og til þess að laða að ungt og áhrifagjarnt fólk. Þar að auki nota samtökin netið til að hvetja öfgafólk víða um heim til að fremja árásir í heimalöndum sínum. Stjórnvöld Írak biðla nú til gervihnattafyrirtækja að stöðva streymi internetsins til yfirráðasvæðis ISIS. Þannig megi stöðva áróðursvélina áhrifaríku. Starfsmenn miðla eins og Twitter og Telegram standa í ströngu við að elta uppi útsendara ISIS og eyða reikningum þeirra. Það er þó nánast endalaus eltingaleikur, þar sem fólkið opnar einfaldlega nýja reikninga og það jafnvel samdægurs. Lítið er um virka senda sem hægt er að flytja gögn um í þeim hluta Írak sem ISIS stjórnar. Þess í stað notast vígamenn við gervihnattadiska og örbylgjudiska til að nýta þráðlaust net á yfirráðasvæði stjórnvalda. Samkvæmt frétt Reuters yrði þó erfitt að verða við bón ríkisstjórnarinnar þar sem enginn gerir greinarmun á því hverjir nota þjónustu fyrirtækjanna. Landamæri yfirráðasvæðis ISIS færist reglulega til og flókið net milliliða gerir erfitt að finna út hvaða fyrirtæki séu að selja ISIS aðgang að netinu.
Mið-Austurlönd Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira