Frávísunarkröfu Bill Cosby hafnað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. febrúar 2016 23:43 Cosby skömmu eftir að dómarinn hvað upp úrskurð sinn. vísir/getty Dómari í Norristown í Pennsilvaníu hefur hafnað kröfu Bill Cosby þess efnis að fella skuli sakamál á hendur honum niður. Cosby er grunaður um að hafa byrlað Andreu Constand ólyfjan og að hafa síðar misnotað hana á heimili sínu í úthverfi Philadelphia árið 2004. Verði hann sakfelldur getur hann átt von á allt að tíu ára fangelsi. Þetta kemur fram á vef AP. Frávísunarkrafa Cosby byggði á því að árið 2005 hefði sama mál verið fellt niður af þáverandi saksóknara sýslunnar þar sem sönnunargögn þóttu ekki fullnægjandi. Málið var tekið fyrir að nýju eftir að vitnisburður Constand, úr einkamáli sem hún höfðaði gegn Cosby, var gerður opinber í kjölfar þess að tugir kvenna stigu fram og lýstu ofbeldi Cosby gegn sér. Meðal vitna varnarinnar var saksóknarinn sem felldi málið niður árið 2005, Bruce Castor. Castor sagði meðal annars að hann teldi að ekki ætti að saksækja Cosby þar sem málið hefði verið fellt niður. „Þetta mál ætti að vera stöðvað hið snarasta. Það var gerður samningur sem ber að halda,“ sagði Castor meðal annars. Kevin Steele, núverandi saksóknari, sagði hins vegar að ekkert slíkt samkomulag væri að finna í gögnum málsins. Hann sagði einnig að slík samkomulög væru oft gerð þegar sakborningur væri auðugur og þyrfti að komast undan réttlætinu. Ekki var hægt að kalla þáverandi verjanda Cosby sem vitni þar sem hann er dáinn. Mál Constand gegn Cosby er hið eina sem sjónvarpsstjarnan hefur verið ákærð fyrir. Dómarinn sagði að það væri ólíklegt að áþekkt mál væri til þar sem grunaður maður, sem aldrei hlaut ákæru, hafi fengið loforð um að verða aldrei sóttur til saka. Hann hafnaði málflutningi varnarinnar og sagði að málið myndi halda áfram fyrir réttinum. Óvíst er hve langan tíma rekstur þess mun taka. Bill Cosby Tengdar fréttir Konurnar 35 sem ásaka Bill Cosby stíga fram á áhrifamikilli forsíðu New York Magazine birtir sögur 35 kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu Bill Cosby. 27. júlí 2015 14:15 Mál Cosby hefði fyrnst innan nokkurra daga „Það var aldrei spurning að hefja rannsókn að nýju, okkur bar skylda til þess.“ 30. desember 2015 22:54 Cosby ákærður fyrir kynferðisbrot Bill Cosby er sakaður um að hafa byrlað Andrea Constand ólyfjan og beitt hana kynferðislegu ofbeldi á heimili Cosby í Philadelphia árið 2004. 30. desember 2015 15:28 Cosby viðurkenndi árið 2005 að hafa byrlað konu lyf og misnotað hana Hefur undanfarna mánuði neitað ásökunum tuga kvenna um að hafa nauðgað þeim. 7. júlí 2015 07:03 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Dómari í Norristown í Pennsilvaníu hefur hafnað kröfu Bill Cosby þess efnis að fella skuli sakamál á hendur honum niður. Cosby er grunaður um að hafa byrlað Andreu Constand ólyfjan og að hafa síðar misnotað hana á heimili sínu í úthverfi Philadelphia árið 2004. Verði hann sakfelldur getur hann átt von á allt að tíu ára fangelsi. Þetta kemur fram á vef AP. Frávísunarkrafa Cosby byggði á því að árið 2005 hefði sama mál verið fellt niður af þáverandi saksóknara sýslunnar þar sem sönnunargögn þóttu ekki fullnægjandi. Málið var tekið fyrir að nýju eftir að vitnisburður Constand, úr einkamáli sem hún höfðaði gegn Cosby, var gerður opinber í kjölfar þess að tugir kvenna stigu fram og lýstu ofbeldi Cosby gegn sér. Meðal vitna varnarinnar var saksóknarinn sem felldi málið niður árið 2005, Bruce Castor. Castor sagði meðal annars að hann teldi að ekki ætti að saksækja Cosby þar sem málið hefði verið fellt niður. „Þetta mál ætti að vera stöðvað hið snarasta. Það var gerður samningur sem ber að halda,“ sagði Castor meðal annars. Kevin Steele, núverandi saksóknari, sagði hins vegar að ekkert slíkt samkomulag væri að finna í gögnum málsins. Hann sagði einnig að slík samkomulög væru oft gerð þegar sakborningur væri auðugur og þyrfti að komast undan réttlætinu. Ekki var hægt að kalla þáverandi verjanda Cosby sem vitni þar sem hann er dáinn. Mál Constand gegn Cosby er hið eina sem sjónvarpsstjarnan hefur verið ákærð fyrir. Dómarinn sagði að það væri ólíklegt að áþekkt mál væri til þar sem grunaður maður, sem aldrei hlaut ákæru, hafi fengið loforð um að verða aldrei sóttur til saka. Hann hafnaði málflutningi varnarinnar og sagði að málið myndi halda áfram fyrir réttinum. Óvíst er hve langan tíma rekstur þess mun taka.
Bill Cosby Tengdar fréttir Konurnar 35 sem ásaka Bill Cosby stíga fram á áhrifamikilli forsíðu New York Magazine birtir sögur 35 kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu Bill Cosby. 27. júlí 2015 14:15 Mál Cosby hefði fyrnst innan nokkurra daga „Það var aldrei spurning að hefja rannsókn að nýju, okkur bar skylda til þess.“ 30. desember 2015 22:54 Cosby ákærður fyrir kynferðisbrot Bill Cosby er sakaður um að hafa byrlað Andrea Constand ólyfjan og beitt hana kynferðislegu ofbeldi á heimili Cosby í Philadelphia árið 2004. 30. desember 2015 15:28 Cosby viðurkenndi árið 2005 að hafa byrlað konu lyf og misnotað hana Hefur undanfarna mánuði neitað ásökunum tuga kvenna um að hafa nauðgað þeim. 7. júlí 2015 07:03 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Konurnar 35 sem ásaka Bill Cosby stíga fram á áhrifamikilli forsíðu New York Magazine birtir sögur 35 kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu Bill Cosby. 27. júlí 2015 14:15
Mál Cosby hefði fyrnst innan nokkurra daga „Það var aldrei spurning að hefja rannsókn að nýju, okkur bar skylda til þess.“ 30. desember 2015 22:54
Cosby ákærður fyrir kynferðisbrot Bill Cosby er sakaður um að hafa byrlað Andrea Constand ólyfjan og beitt hana kynferðislegu ofbeldi á heimili Cosby í Philadelphia árið 2004. 30. desember 2015 15:28
Cosby viðurkenndi árið 2005 að hafa byrlað konu lyf og misnotað hana Hefur undanfarna mánuði neitað ásökunum tuga kvenna um að hafa nauðgað þeim. 7. júlí 2015 07:03