Segir margt með fáum tónum Jónas Sen skrifar 4. febrúar 2016 10:30 Caput hópurinn stóð að tónleikum á Myrkum músíkdögum. Tónlist Kammertónleikar Caput hópurinn Verk eftir Svein Lúðvík Björnsson, Hallvarð Ásgeirsson, Guðmund Stein Gunnarsson, Þráin Hjálmarsson og Gunnar Karel Másson. Norðurljós í Hörpu Föstudaginn 29. janúar Sveinn Lúðvík Björnsson er vaxandi tónskáld. Skemmst er að minnast einstaklega hrífandi klarinettukonserts eftir hann sem var frumfluttur á Sinfóníutónleikum í fyrra. Hann kann þá list að segja margt með fáum tónum, einföldum hendingum og markvissum endurtekningum. Verk sem bar nafnið Dropakast og var frumflutt á tónleikum Caput hópsins á Myrkum músíkdögum olli ekki vonbrigðum. Tónsmíðin var í sex köflum. Hún var eins konar konsert þar sem einleikarinn var slagverksleikarinn Steef van Oosterhout en hljómsveitin eingöngu fjórir blásarar. Andrúmsloftið var grípandi. Ýmist var tónlistin svo innhverf að hún heyrðist varla, eða þá alsett vélrænum, hvössum, síendurteknum tónum. Þessi mikla breidd í skáldskapnum var mögnuð; útkoman var dásamlega margræð. Samspil einleikarans og blásaranna var litríkt. Stundum var blásturinn kröftugur, eða bara andvarp. En hann rammaði ávallt einleikinn inn á athyglisverðan hátt og lyfti honum upp í hæstu hæðir. Einleikurinn sjálfur var pottþéttur, taktfastur og akkúrat, en líka fínlega mótaður. Infernal Oscillation eftir Hallvarð Ásgeirsson kom ekki eins vel út. Tónlistin sjálf var þó eftirtektarverð, en hún leið fyrir slakan flutning. Þar bar mest á samspili bassaklarinettu og sellós, sem var oft ónákvæmt. Útkoman missti óneitanlega marks. Influence of Buildings on Musical Tone fyrir sex hljóðfæraleikara eftir Þráin Hjálmarsson var hins vegar spennandi. Í tónleikaskránni var sagt að verkið væri „óður til hljómburðar torfhúsa sem voru algengustu hljóðvistarrými Íslendinga um aldir“. Tónlistin samanstóð sumpart af þruski og óljósum tónum sem var raðað upp á smekklegan máta. Heildarmyndin var þrungin stemningu og fallegum blæbrigðum sem voru heillandi. Einleikskonsert fyrir túbu og sinfóníettu (stóra kammersveit) eftir Gunnar Karel Másson var líka dálítið spúkí. Túban er ákaflega gróft hljóðfæri og tónlistin var groddaleg, bæði einleikurinn og hljómsveitarspilið. Framvindan var einbeitt og tónmálið blátt áfram. Einleikarinn Nimrod Ron lék af festu og öryggi, og hljómsveitin var með allt sitt á hreinu. Niðurstaða: Megnið var gott, sumt frábært, annað ekki. Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Kammertónleikar Caput hópurinn Verk eftir Svein Lúðvík Björnsson, Hallvarð Ásgeirsson, Guðmund Stein Gunnarsson, Þráin Hjálmarsson og Gunnar Karel Másson. Norðurljós í Hörpu Föstudaginn 29. janúar Sveinn Lúðvík Björnsson er vaxandi tónskáld. Skemmst er að minnast einstaklega hrífandi klarinettukonserts eftir hann sem var frumfluttur á Sinfóníutónleikum í fyrra. Hann kann þá list að segja margt með fáum tónum, einföldum hendingum og markvissum endurtekningum. Verk sem bar nafnið Dropakast og var frumflutt á tónleikum Caput hópsins á Myrkum músíkdögum olli ekki vonbrigðum. Tónsmíðin var í sex köflum. Hún var eins konar konsert þar sem einleikarinn var slagverksleikarinn Steef van Oosterhout en hljómsveitin eingöngu fjórir blásarar. Andrúmsloftið var grípandi. Ýmist var tónlistin svo innhverf að hún heyrðist varla, eða þá alsett vélrænum, hvössum, síendurteknum tónum. Þessi mikla breidd í skáldskapnum var mögnuð; útkoman var dásamlega margræð. Samspil einleikarans og blásaranna var litríkt. Stundum var blásturinn kröftugur, eða bara andvarp. En hann rammaði ávallt einleikinn inn á athyglisverðan hátt og lyfti honum upp í hæstu hæðir. Einleikurinn sjálfur var pottþéttur, taktfastur og akkúrat, en líka fínlega mótaður. Infernal Oscillation eftir Hallvarð Ásgeirsson kom ekki eins vel út. Tónlistin sjálf var þó eftirtektarverð, en hún leið fyrir slakan flutning. Þar bar mest á samspili bassaklarinettu og sellós, sem var oft ónákvæmt. Útkoman missti óneitanlega marks. Influence of Buildings on Musical Tone fyrir sex hljóðfæraleikara eftir Þráin Hjálmarsson var hins vegar spennandi. Í tónleikaskránni var sagt að verkið væri „óður til hljómburðar torfhúsa sem voru algengustu hljóðvistarrými Íslendinga um aldir“. Tónlistin samanstóð sumpart af þruski og óljósum tónum sem var raðað upp á smekklegan máta. Heildarmyndin var þrungin stemningu og fallegum blæbrigðum sem voru heillandi. Einleikskonsert fyrir túbu og sinfóníettu (stóra kammersveit) eftir Gunnar Karel Másson var líka dálítið spúkí. Túban er ákaflega gróft hljóðfæri og tónlistin var groddaleg, bæði einleikurinn og hljómsveitarspilið. Framvindan var einbeitt og tónmálið blátt áfram. Einleikarinn Nimrod Ron lék af festu og öryggi, og hljómsveitin var með allt sitt á hreinu. Niðurstaða: Megnið var gott, sumt frábært, annað ekki.
Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira