Samningi landað við ríkið eftir 27 ára bið Óli Kristján Ármannsson skrifar 3. febrúar 2016 07:00 Verkfall vélstjóra og skipstjórnarmanna hefði haft áhrif á hluta skipaflota bæði Eimskips og Samskipa. vísir/gva Samningar náðust í þremur kjaradeilum hjá ríkissáttasemjara aðfaranótt þriðjudags. Verkfalli vélstjóra og skipstjórnarmanna á kaupskipum sem boðað var til frá miðnætti var frestað og verkfalli flugvirkja sem starfa hjá Samgöngustofu, sem staðið hefur frá 11. janúar, hefur verið aflýst. Flugvirkjafélag Íslands fagnar því að samningur sé í höfn, en sóst hafi verið eftir samningi við ríkið vegna flugvirkja sem starfa hjá Samgöngustofu (áður Flugmálastjórn) allt frá árinu 1989. Birkir Halldórsson, formaður samninganefndar Flugvirkjafélagsins, segir ráð fyrir því gert að niðurstaða kosningar um nýjan samning liggi fyrir eftir hálfan mánuð, en hjá Samgöngustofu starfa sex flugvirkjar. Hann segir að nýi samningurinn nái vel utan um það sem farið hafi verið fram á, en kjör flugvirkjanna taki eftir sem áður mið af starfskjörum annarra flugvirkja sem hjá ríkinu starfi. Helsta baráttumálið hafi verið að ná fram samningi til handa þessum starfsmönnum. Hann sé því bjartsýnn á að samningurinn verði samþykktur. „Ég veit eiginlega ekki á hverju hefur strandað, kannski viljaleysi af hálfu ríkisins að semja,“ segir hann um af hverju þessi hópur hafi verið án samnings í 27 ár. „Því miður þurfti verkfall til að fá þetta fram, en nú er það komið.“ Þá greinir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, frá því á vef félagsins að unnið sé að því að ganga frá nýjum kjarasamningi eftir að samningar náðust á fjórða tímanum aðfaranótt þriðjudagsins í kjaradeildu vélstjóra og skipstjórnarmanna á kaupskipum. Verkfalli sem hófst þá á miðnætti var frestað til fimmtánda þessa mánaðar, en stefnt er að því að atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning verði lokið fyrir föstudaginn tólfta. Samningurinn var unninn á grunni SALEK-samkomulagsins. Þriðji samningurinn, sem undirritaður var í Karphúsinu á mánudag, var á milli SFR og SÁÁ og nær til áfengis- og vímuefnaráðgjafar og dagskrárstjórnar. Á vef SFR er samningurinn sagður á „svipuðum nótum“ og samningar sem þegar hafi verið gerðir. Hann verður borinn undir félagsmenn og niðurstaða á að liggja fyrir tólfta þessa mánaðar. Verkfall 2016 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Samningar náðust í þremur kjaradeilum hjá ríkissáttasemjara aðfaranótt þriðjudags. Verkfalli vélstjóra og skipstjórnarmanna á kaupskipum sem boðað var til frá miðnætti var frestað og verkfalli flugvirkja sem starfa hjá Samgöngustofu, sem staðið hefur frá 11. janúar, hefur verið aflýst. Flugvirkjafélag Íslands fagnar því að samningur sé í höfn, en sóst hafi verið eftir samningi við ríkið vegna flugvirkja sem starfa hjá Samgöngustofu (áður Flugmálastjórn) allt frá árinu 1989. Birkir Halldórsson, formaður samninganefndar Flugvirkjafélagsins, segir ráð fyrir því gert að niðurstaða kosningar um nýjan samning liggi fyrir eftir hálfan mánuð, en hjá Samgöngustofu starfa sex flugvirkjar. Hann segir að nýi samningurinn nái vel utan um það sem farið hafi verið fram á, en kjör flugvirkjanna taki eftir sem áður mið af starfskjörum annarra flugvirkja sem hjá ríkinu starfi. Helsta baráttumálið hafi verið að ná fram samningi til handa þessum starfsmönnum. Hann sé því bjartsýnn á að samningurinn verði samþykktur. „Ég veit eiginlega ekki á hverju hefur strandað, kannski viljaleysi af hálfu ríkisins að semja,“ segir hann um af hverju þessi hópur hafi verið án samnings í 27 ár. „Því miður þurfti verkfall til að fá þetta fram, en nú er það komið.“ Þá greinir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, frá því á vef félagsins að unnið sé að því að ganga frá nýjum kjarasamningi eftir að samningar náðust á fjórða tímanum aðfaranótt þriðjudagsins í kjaradeildu vélstjóra og skipstjórnarmanna á kaupskipum. Verkfalli sem hófst þá á miðnætti var frestað til fimmtánda þessa mánaðar, en stefnt er að því að atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning verði lokið fyrir föstudaginn tólfta. Samningurinn var unninn á grunni SALEK-samkomulagsins. Þriðji samningurinn, sem undirritaður var í Karphúsinu á mánudag, var á milli SFR og SÁÁ og nær til áfengis- og vímuefnaráðgjafar og dagskrárstjórnar. Á vef SFR er samningurinn sagður á „svipuðum nótum“ og samningar sem þegar hafi verið gerðir. Hann verður borinn undir félagsmenn og niðurstaða á að liggja fyrir tólfta þessa mánaðar.
Verkfall 2016 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira