Veljum formann Kjartan Valgarðsson skrifar 19. febrúar 2016 11:45 Við jafnaðarmenn erum í smávanda með forystumál. Búið er að flýta landsfundi, gagngert til að eyða allri óvissu um forystuna, varaformaðurinn hefur ákveðið að bjóða sig ekki aftur fram til þings og núverandi formaður hefur ekki ákveðið hvort hann gefi kost á sér aftur. Og hvað gerum við jafnaðarmenn við slíkar aðstæður? Margir gera ráð fyrir að fram fari almenn atkvæðagreiðsla um nýjan formann. Sú aðferð hefur marga ókosti, hún setur flokksmenn í skotgrafir þar sem hver berst fyrir sinn mann með þeim spilltu smölunaraðferðum, peningum og auglýsingamennsku sem því fylgir. Slíkur leðjuslagur er það sem við þurfum síst á að halda núna. Leysum okkar forystumál eins og við myndum leysa vandamál heima hjá okkur. Setjumst niður og ræðum saman um hver er heppilegastur eða heppilegust til að leiða jafnaðarmenn í næstu kosningum. Verum ákveðin í að komast að sameiginlegri niðurstöðu, leyfum okkur að vera minna vandlát en venjulega, hengjum okkur ekki á okkar eina rétta kandidat, verum tilbúin til að gefa eftir til að ná sameiginlegri niðurstöðu. Gerum val á formanni flokksins að sameinandi ferli sem gerir okkur sterkari eftir, ánægð og stolt yfir að hafa náð sameiginlegri niðurstöðu. Eftir því sem næst verður komist koma helst fjórir einstaklingar til geina til að veita jafnaðarmannahreyfingunni forystu: Árni Páll Árnason, Helgi Hjörvar, Magnús Orri Schram og Oddný Harðardóttir. Ræðum kost og löst á þeim. Hvert þeirra er heppilegasti formaðurinn og líklegast til að auka jafnaðarmannahreyfingunni fylgi og koma því í verk sem við öll stefnum að: Bæta kjör fólks, koma á réttlátri skiptingu auðlindaarðsins, stöðva vaxtaokrið, tryggja réttlátar stjórnarskrárbreytingar, leysa húsnæðisvanda ungs fólks, auka jöfnuð. Vandi fylgir vegsemd hverri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Valgarðsson Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Sjá meira
Við jafnaðarmenn erum í smávanda með forystumál. Búið er að flýta landsfundi, gagngert til að eyða allri óvissu um forystuna, varaformaðurinn hefur ákveðið að bjóða sig ekki aftur fram til þings og núverandi formaður hefur ekki ákveðið hvort hann gefi kost á sér aftur. Og hvað gerum við jafnaðarmenn við slíkar aðstæður? Margir gera ráð fyrir að fram fari almenn atkvæðagreiðsla um nýjan formann. Sú aðferð hefur marga ókosti, hún setur flokksmenn í skotgrafir þar sem hver berst fyrir sinn mann með þeim spilltu smölunaraðferðum, peningum og auglýsingamennsku sem því fylgir. Slíkur leðjuslagur er það sem við þurfum síst á að halda núna. Leysum okkar forystumál eins og við myndum leysa vandamál heima hjá okkur. Setjumst niður og ræðum saman um hver er heppilegastur eða heppilegust til að leiða jafnaðarmenn í næstu kosningum. Verum ákveðin í að komast að sameiginlegri niðurstöðu, leyfum okkur að vera minna vandlát en venjulega, hengjum okkur ekki á okkar eina rétta kandidat, verum tilbúin til að gefa eftir til að ná sameiginlegri niðurstöðu. Gerum val á formanni flokksins að sameinandi ferli sem gerir okkur sterkari eftir, ánægð og stolt yfir að hafa náð sameiginlegri niðurstöðu. Eftir því sem næst verður komist koma helst fjórir einstaklingar til geina til að veita jafnaðarmannahreyfingunni forystu: Árni Páll Árnason, Helgi Hjörvar, Magnús Orri Schram og Oddný Harðardóttir. Ræðum kost og löst á þeim. Hvert þeirra er heppilegasti formaðurinn og líklegast til að auka jafnaðarmannahreyfingunni fylgi og koma því í verk sem við öll stefnum að: Bæta kjör fólks, koma á réttlátri skiptingu auðlindaarðsins, stöðva vaxtaokrið, tryggja réttlátar stjórnarskrárbreytingar, leysa húsnæðisvanda ungs fólks, auka jöfnuð. Vandi fylgir vegsemd hverri.
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar