Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. febrúar 2016 22:00 Allt niður í 9 ára gömul börn voru á ísnum í fylgd foreldra sinna. Mynd/Ingólfur Bruun „Þetta er bara tifandi tímasprengja og við þurfum að átta okkur á breyttum veruleika,“ segir leiðsögumaðurinn Ingólfur Bruun sem varð vitni að því þegar tugir ferðamanna hættu sér út á ísjaka í Jökulsárlóni í dag. Ingólfur tók meðfylgjandi myndir og myndskeið sem sýna hversu langt ferðamennirnir voru komnir út á ísilagt lónið. Reyndi Ingólfur að kalla til þeirra en ferðamennirnir voru komnir svo langt út að það reyndist ekki hægt að ná til þeirra. „Þau voru 200-300 metra frá landi. Þarna eru tveir stórir flekar og á milli þeirra, svona 150 metra frá landi er ísinn brotinn. Þar var fólkið, svona 30-40 manns, að tipla yfir,“ segir Ingólfur. Líkt og kom fram á Vísi fyrr í dag vakti selahópur forvitni ferðamannanna sem komu sér í land þegar þeim var bent á hættuna sem því fylgdi að ganga á ísilögðu lóninu.Sjá einnig: Ferðamennirnir ætluðu að skoða selaþyrpingu í bongóblíðuEkki hefði þurft að spyrja að leikslokum ef einhver hefði fallið í lónið eða í gegnum ísinn svo langt frá landi en á meðfylgjandi myndskeiði má sjá hvernig ferðamennirnir tipla á ísjökum til þess að komast í land. Ingólfur er leiðsögumaður og tíður gestur á Jökulsárlóni og segir það ljóst að gríðarleg sprenging hafi orðið í ferðamannastraumi til landsins. „Fyrir þremur árum voru kannski að koma sjö eða átta manns þarna á dag á þessum árstíma. Nú eru þarna mörg hundruð manns á hverjum degi.“ Myndskeiðið hér að neðan sýnir hversu langt hópurinn var kominn út á lóniðMyndskeiðið hér að neðan sýnir hvernig tipla þurfti á ísjökum til þess að komast í land.Meðfylgjandi myndir tók Ingólfur Bruun.Mynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur Bruun Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Kenna ferðamönnum ábyrga hegðun Ný markaðsherferð Íslandsstofu miðar að því að kenna ferðamönnum ábyrga hegðun. 18. febrúar 2016 07:00 Ferðamennirnir ætluðu að skoða selaþyrpingu í bongóblíðu "Að mörgu leyti skil ég túristana eins og veðrið er,“ segir Friðrik Jónas Friðriksson hjá Björgunarsveit Hornafjarðar. 18. febrúar 2016 16:23 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
„Þetta er bara tifandi tímasprengja og við þurfum að átta okkur á breyttum veruleika,“ segir leiðsögumaðurinn Ingólfur Bruun sem varð vitni að því þegar tugir ferðamanna hættu sér út á ísjaka í Jökulsárlóni í dag. Ingólfur tók meðfylgjandi myndir og myndskeið sem sýna hversu langt ferðamennirnir voru komnir út á ísilagt lónið. Reyndi Ingólfur að kalla til þeirra en ferðamennirnir voru komnir svo langt út að það reyndist ekki hægt að ná til þeirra. „Þau voru 200-300 metra frá landi. Þarna eru tveir stórir flekar og á milli þeirra, svona 150 metra frá landi er ísinn brotinn. Þar var fólkið, svona 30-40 manns, að tipla yfir,“ segir Ingólfur. Líkt og kom fram á Vísi fyrr í dag vakti selahópur forvitni ferðamannanna sem komu sér í land þegar þeim var bent á hættuna sem því fylgdi að ganga á ísilögðu lóninu.Sjá einnig: Ferðamennirnir ætluðu að skoða selaþyrpingu í bongóblíðuEkki hefði þurft að spyrja að leikslokum ef einhver hefði fallið í lónið eða í gegnum ísinn svo langt frá landi en á meðfylgjandi myndskeiði má sjá hvernig ferðamennirnir tipla á ísjökum til þess að komast í land. Ingólfur er leiðsögumaður og tíður gestur á Jökulsárlóni og segir það ljóst að gríðarleg sprenging hafi orðið í ferðamannastraumi til landsins. „Fyrir þremur árum voru kannski að koma sjö eða átta manns þarna á dag á þessum árstíma. Nú eru þarna mörg hundruð manns á hverjum degi.“ Myndskeiðið hér að neðan sýnir hversu langt hópurinn var kominn út á lóniðMyndskeiðið hér að neðan sýnir hvernig tipla þurfti á ísjökum til þess að komast í land.Meðfylgjandi myndir tók Ingólfur Bruun.Mynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur Bruun
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Kenna ferðamönnum ábyrga hegðun Ný markaðsherferð Íslandsstofu miðar að því að kenna ferðamönnum ábyrga hegðun. 18. febrúar 2016 07:00 Ferðamennirnir ætluðu að skoða selaþyrpingu í bongóblíðu "Að mörgu leyti skil ég túristana eins og veðrið er,“ segir Friðrik Jónas Friðriksson hjá Björgunarsveit Hornafjarðar. 18. febrúar 2016 16:23 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Kenna ferðamönnum ábyrga hegðun Ný markaðsherferð Íslandsstofu miðar að því að kenna ferðamönnum ábyrga hegðun. 18. febrúar 2016 07:00
Ferðamennirnir ætluðu að skoða selaþyrpingu í bongóblíðu "Að mörgu leyti skil ég túristana eins og veðrið er,“ segir Friðrik Jónas Friðriksson hjá Björgunarsveit Hornafjarðar. 18. febrúar 2016 16:23
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent