Tónlistarkonan Karó sendir frá sér nýtt lag Gunnar Leó Pálsson skrifar 19. febrúar 2016 09:00 Karó sigraði meðal annars Söngvakeppni framhaldsskólanna í fyrra. mynd/hlynur snær andrason Tónlistarkonan Karó sendir í dag frá sér nýtt lag sem ber titilinn Wolfbaby en það er samið af henni og Loga Pedro, sem pródúserar lagið einnig. „Þetta er annað lagið sem ég sendi frá mér eftir Silhouette sem kom út í lok ágúst 2015. Þetta lag fjallar í rauninni um að hætta að leyfa einhverjum sem skiptir mann engu máli að hafa áhrif á sig og það dregur nafn sitt af því. Wolfbaby er orð sem ég var kölluð í niðrandi tilgangi en ég ákvað að leyfa því ekki að hafa neikvæð áhrif á mig og mér fannst skemmtilega írónískt að nefna lagið það,“ segir Karó. Lagið Silhouette hefur vakið mikla athygli og er komið með yfir sjötíu þúsund spilanir á Spotify. Karó, sem heitir fullu nafni Karólína Jóhannsdóttir, kom fram á sjónarsviðið á síðasta ári þegar hún sigraði í Söngvakeppni framhaldsskólanna. Hún kemur fram á Sónar annað kvöld. „Sónar leggst ótrúlega vel í mig. Ég hef hvorki spilað né farið á hátíðina áður þannig að þetta verður mögnuð reynsla. Ég er að spila í Norðurljósum klukkan 20.00 annað kvöld sem er frábær staður og stund og Logi, Arnar Ingi og Þorbjörg Roach spila með mér og verða mér til halds og trausts. Síðan verður líka svona „visual“ sýning sem Hlynur Snær skapaði. Ég held að þetta verði frekar brjálað, þó ég segi sjálf frá,“ útskýrir Karó. Hún ætlar jafnframt að frumflytja fjögur ný lög á Sónar. Sónar Tónlist Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Tónlistarkonan Karó sendir í dag frá sér nýtt lag sem ber titilinn Wolfbaby en það er samið af henni og Loga Pedro, sem pródúserar lagið einnig. „Þetta er annað lagið sem ég sendi frá mér eftir Silhouette sem kom út í lok ágúst 2015. Þetta lag fjallar í rauninni um að hætta að leyfa einhverjum sem skiptir mann engu máli að hafa áhrif á sig og það dregur nafn sitt af því. Wolfbaby er orð sem ég var kölluð í niðrandi tilgangi en ég ákvað að leyfa því ekki að hafa neikvæð áhrif á mig og mér fannst skemmtilega írónískt að nefna lagið það,“ segir Karó. Lagið Silhouette hefur vakið mikla athygli og er komið með yfir sjötíu þúsund spilanir á Spotify. Karó, sem heitir fullu nafni Karólína Jóhannsdóttir, kom fram á sjónarsviðið á síðasta ári þegar hún sigraði í Söngvakeppni framhaldsskólanna. Hún kemur fram á Sónar annað kvöld. „Sónar leggst ótrúlega vel í mig. Ég hef hvorki spilað né farið á hátíðina áður þannig að þetta verður mögnuð reynsla. Ég er að spila í Norðurljósum klukkan 20.00 annað kvöld sem er frábær staður og stund og Logi, Arnar Ingi og Þorbjörg Roach spila með mér og verða mér til halds og trausts. Síðan verður líka svona „visual“ sýning sem Hlynur Snær skapaði. Ég held að þetta verði frekar brjálað, þó ég segi sjálf frá,“ útskýrir Karó. Hún ætlar jafnframt að frumflytja fjögur ný lög á Sónar.
Sónar Tónlist Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira