Tónlistarkonan Karó sendir frá sér nýtt lag Gunnar Leó Pálsson skrifar 19. febrúar 2016 09:00 Karó sigraði meðal annars Söngvakeppni framhaldsskólanna í fyrra. mynd/hlynur snær andrason Tónlistarkonan Karó sendir í dag frá sér nýtt lag sem ber titilinn Wolfbaby en það er samið af henni og Loga Pedro, sem pródúserar lagið einnig. „Þetta er annað lagið sem ég sendi frá mér eftir Silhouette sem kom út í lok ágúst 2015. Þetta lag fjallar í rauninni um að hætta að leyfa einhverjum sem skiptir mann engu máli að hafa áhrif á sig og það dregur nafn sitt af því. Wolfbaby er orð sem ég var kölluð í niðrandi tilgangi en ég ákvað að leyfa því ekki að hafa neikvæð áhrif á mig og mér fannst skemmtilega írónískt að nefna lagið það,“ segir Karó. Lagið Silhouette hefur vakið mikla athygli og er komið með yfir sjötíu þúsund spilanir á Spotify. Karó, sem heitir fullu nafni Karólína Jóhannsdóttir, kom fram á sjónarsviðið á síðasta ári þegar hún sigraði í Söngvakeppni framhaldsskólanna. Hún kemur fram á Sónar annað kvöld. „Sónar leggst ótrúlega vel í mig. Ég hef hvorki spilað né farið á hátíðina áður þannig að þetta verður mögnuð reynsla. Ég er að spila í Norðurljósum klukkan 20.00 annað kvöld sem er frábær staður og stund og Logi, Arnar Ingi og Þorbjörg Roach spila með mér og verða mér til halds og trausts. Síðan verður líka svona „visual“ sýning sem Hlynur Snær skapaði. Ég held að þetta verði frekar brjálað, þó ég segi sjálf frá,“ útskýrir Karó. Hún ætlar jafnframt að frumflytja fjögur ný lög á Sónar. Sónar Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónlistarkonan Karó sendir í dag frá sér nýtt lag sem ber titilinn Wolfbaby en það er samið af henni og Loga Pedro, sem pródúserar lagið einnig. „Þetta er annað lagið sem ég sendi frá mér eftir Silhouette sem kom út í lok ágúst 2015. Þetta lag fjallar í rauninni um að hætta að leyfa einhverjum sem skiptir mann engu máli að hafa áhrif á sig og það dregur nafn sitt af því. Wolfbaby er orð sem ég var kölluð í niðrandi tilgangi en ég ákvað að leyfa því ekki að hafa neikvæð áhrif á mig og mér fannst skemmtilega írónískt að nefna lagið það,“ segir Karó. Lagið Silhouette hefur vakið mikla athygli og er komið með yfir sjötíu þúsund spilanir á Spotify. Karó, sem heitir fullu nafni Karólína Jóhannsdóttir, kom fram á sjónarsviðið á síðasta ári þegar hún sigraði í Söngvakeppni framhaldsskólanna. Hún kemur fram á Sónar annað kvöld. „Sónar leggst ótrúlega vel í mig. Ég hef hvorki spilað né farið á hátíðina áður þannig að þetta verður mögnuð reynsla. Ég er að spila í Norðurljósum klukkan 20.00 annað kvöld sem er frábær staður og stund og Logi, Arnar Ingi og Þorbjörg Roach spila með mér og verða mér til halds og trausts. Síðan verður líka svona „visual“ sýning sem Hlynur Snær skapaði. Ég held að þetta verði frekar brjálað, þó ég segi sjálf frá,“ útskýrir Karó. Hún ætlar jafnframt að frumflytja fjögur ný lög á Sónar.
Sónar Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira