Ferðamennirnir ætluðu að skoða selaþyrpingu í bongóblíðu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2016 16:23 Ferðamenn úti á ísnum á Jökulsárlóni um síðustu helgi. mynd/gylfi blöndal Friðrik Jónas Friðriksson, rafvirki og formaður svæðistjórnar Björgunarsveitar Hornafjarðar, var fyrstur á vettvang í Jökulsárlóni upp úr klukkan fjögur þar sem á milli fjörutíu og fimmtíu ferðamenn voru komnir langt út á ísjaka.Fyrstu fregnir bentu til þess að ferðamennirnir væru strandaglópar en svo reyndist ekki vera. Þeir reyndust ætla að skoða seli og fóru í land þegar þeir var bent á hve hættulegt geti verið að vera úti á ísnum. Jónas lýsir því þannig að hann hafi verið staddur skammt frá þegar kallið barst en hringt hafði verið í neyðarlínuna vegna málsins. Þegar Jónas mætti á svæðið blöstu ferðamennirnir við honum, komnir langt út á ísinn.Fleiri hundruð ferðamanna á svæðinu „Þetta voru erlendir ferðamenn sem voru að rölta út á lónið sem er ísilagt að hluta. Þeir voru að reyna að komast að um þrjátíu selum sem voru þarna,“ segir Jónas. Hann hafi strax gengið í að koma fólkinu af jakanum en um 200-300 metrar eru frá landi og að þeim stað þar sem selirnir voru að spóka sig. Fólkið hafi látið segjast. „Að mörgu leyti skil ég túristana eins og veðrið er. Það er heiðskírt, stafalogn og sól. Það er dásamlegt að vera hérna,“ segir Jónas. Fyrir utan ferðamennina 40-50 úti á jakanum hafi örugglega í kringum 300 verið í landi.Engin skilti en stendur til Veitingaaðstaða á svæðinu er opin en annars eru engir starfsmenn á svæðinu. Þá eru engar merkingar á svæðinu sem bendi á hve hættulegt geti verið að fara út á ísinn. „Mér skilst að það sé komið í ferli hjá lögreglu,“ segir Jónas og öskraði svo vel heyrðist í símann: „Halló“ og gaf ferðamönnum bendingu um að fara ekki út á ísinn. Aðspurður sagðist hann ekki ætla að standa vaktina fram á kvöld. „Lögreglan er á leiðinni. Ég læt hana um það,“ sagði Jónas í léttum tón. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tugir ferðamanna fastir á ísjaka sem rak út á Jökulsárlón Björgunarsveitir eru á leið á vettvang. 18. febrúar 2016 15:55 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Fleiri fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Sjá meira
Friðrik Jónas Friðriksson, rafvirki og formaður svæðistjórnar Björgunarsveitar Hornafjarðar, var fyrstur á vettvang í Jökulsárlóni upp úr klukkan fjögur þar sem á milli fjörutíu og fimmtíu ferðamenn voru komnir langt út á ísjaka.Fyrstu fregnir bentu til þess að ferðamennirnir væru strandaglópar en svo reyndist ekki vera. Þeir reyndust ætla að skoða seli og fóru í land þegar þeir var bent á hve hættulegt geti verið að vera úti á ísnum. Jónas lýsir því þannig að hann hafi verið staddur skammt frá þegar kallið barst en hringt hafði verið í neyðarlínuna vegna málsins. Þegar Jónas mætti á svæðið blöstu ferðamennirnir við honum, komnir langt út á ísinn.Fleiri hundruð ferðamanna á svæðinu „Þetta voru erlendir ferðamenn sem voru að rölta út á lónið sem er ísilagt að hluta. Þeir voru að reyna að komast að um þrjátíu selum sem voru þarna,“ segir Jónas. Hann hafi strax gengið í að koma fólkinu af jakanum en um 200-300 metrar eru frá landi og að þeim stað þar sem selirnir voru að spóka sig. Fólkið hafi látið segjast. „Að mörgu leyti skil ég túristana eins og veðrið er. Það er heiðskírt, stafalogn og sól. Það er dásamlegt að vera hérna,“ segir Jónas. Fyrir utan ferðamennina 40-50 úti á jakanum hafi örugglega í kringum 300 verið í landi.Engin skilti en stendur til Veitingaaðstaða á svæðinu er opin en annars eru engir starfsmenn á svæðinu. Þá eru engar merkingar á svæðinu sem bendi á hve hættulegt geti verið að fara út á ísinn. „Mér skilst að það sé komið í ferli hjá lögreglu,“ segir Jónas og öskraði svo vel heyrðist í símann: „Halló“ og gaf ferðamönnum bendingu um að fara ekki út á ísinn. Aðspurður sagðist hann ekki ætla að standa vaktina fram á kvöld. „Lögreglan er á leiðinni. Ég læt hana um það,“ sagði Jónas í léttum tón.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tugir ferðamanna fastir á ísjaka sem rak út á Jökulsárlón Björgunarsveitir eru á leið á vettvang. 18. febrúar 2016 15:55 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Fleiri fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Sjá meira
Tugir ferðamanna fastir á ísjaka sem rak út á Jökulsárlón Björgunarsveitir eru á leið á vettvang. 18. febrúar 2016 15:55