Heppinn aðdáandi náði mynd af sér með Ed Sheeran á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 18. febrúar 2016 10:41 Sheeran skellti í sig steikarsamloku í gær. vísir/getty/gamlafjósið Enski tónlistarmaðurinn geðþekki, Ed Sheeran, er staddur á Íslandi og fagnaði afmælisdegi sínum í Gamla Fjósinu undir Eyjafjöllum í gær. Sheeran skellti í sig steikarsamloku en hann var á ferð með kærustunni sinni og var honum færð afmæliskaka frá starfsmanni staðarins í tilefni dagsins. „Svo fréttum við að hann ætti afmæli þannig að við gáfum honum afmælisköku og óskuðum honum til hamingju með daginn,“ segir Karlotta Laufey, starfsmaður Gamla fjóssins, í samtali við Fréttablaðið í dag. Hún segir þó starfsfólkið einungis hafa áttað sig á því að poppstjarnan var á svæðinu fyrir tilstilli annars gests í salnum. „Við föttuðum ekkert hver þetta var fyrr en það var einn kúnni sem tók mynd af sér með honum. Þá litum við betur framan í hann og föttuðum hver hann var,“ segir hún glöð í bragði. Hér að neðan má sjá Facebookfærslu frá Gamla Fjósinu þar sem sjá má dyggan aðdáanda og Sheeran í Gamla Fjósinu. Það er spurning hvort þetta sé sami kúnni og Karlotta talar um. Yitzchak Luster, heitir þessi aðdáandi og er hann frá Bandaríkjunum. Þeir félagarnir voru flottir saman á staðnum í gær. Einstaklega ljúfur og kurteis í framkomu.. Takk fyri komun í Gamla fjósið Ed Sheeran og Yitzchak Luster....!!!Posted by Gamla fjósið - Old Cowhouse on 17. febrúar 2016Ed Sheeran varð 25 ára í gær. Samkvæmt árslista Facebook árið 2015 var Sheeran heitasti skemmtikrafturinn í heiminum. Hann var staddur í L.A. á mánudagskvöldið þar sem Grammy verðlaunin fóru fram. Þar fékk hann tvenn verðlaun, fyrir besta lag ársins og sem besti sólópopparinn. Á Twitter kemur fram að Sheeran hafi meðal annars sést í Bláa lóninu fyrr í gær. Sheeran var í þætti Jimmy Kimmel á dögunum og las þar upp ógeðsleg tíst sem hafa verið skrifuð um hann. Það atriði má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Ed Sheeran fagnar 25 ára afmælinu á Íslandi í dag Fékk sér steikarsamloku á Gamla fjósinu á Hvolsvelli. Starfsfólkið gaf honum köku í tilefni dagsins. 17. febrúar 2016 16:10 Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Sjá meira
Enski tónlistarmaðurinn geðþekki, Ed Sheeran, er staddur á Íslandi og fagnaði afmælisdegi sínum í Gamla Fjósinu undir Eyjafjöllum í gær. Sheeran skellti í sig steikarsamloku en hann var á ferð með kærustunni sinni og var honum færð afmæliskaka frá starfsmanni staðarins í tilefni dagsins. „Svo fréttum við að hann ætti afmæli þannig að við gáfum honum afmælisköku og óskuðum honum til hamingju með daginn,“ segir Karlotta Laufey, starfsmaður Gamla fjóssins, í samtali við Fréttablaðið í dag. Hún segir þó starfsfólkið einungis hafa áttað sig á því að poppstjarnan var á svæðinu fyrir tilstilli annars gests í salnum. „Við föttuðum ekkert hver þetta var fyrr en það var einn kúnni sem tók mynd af sér með honum. Þá litum við betur framan í hann og föttuðum hver hann var,“ segir hún glöð í bragði. Hér að neðan má sjá Facebookfærslu frá Gamla Fjósinu þar sem sjá má dyggan aðdáanda og Sheeran í Gamla Fjósinu. Það er spurning hvort þetta sé sami kúnni og Karlotta talar um. Yitzchak Luster, heitir þessi aðdáandi og er hann frá Bandaríkjunum. Þeir félagarnir voru flottir saman á staðnum í gær. Einstaklega ljúfur og kurteis í framkomu.. Takk fyri komun í Gamla fjósið Ed Sheeran og Yitzchak Luster....!!!Posted by Gamla fjósið - Old Cowhouse on 17. febrúar 2016Ed Sheeran varð 25 ára í gær. Samkvæmt árslista Facebook árið 2015 var Sheeran heitasti skemmtikrafturinn í heiminum. Hann var staddur í L.A. á mánudagskvöldið þar sem Grammy verðlaunin fóru fram. Þar fékk hann tvenn verðlaun, fyrir besta lag ársins og sem besti sólópopparinn. Á Twitter kemur fram að Sheeran hafi meðal annars sést í Bláa lóninu fyrr í gær. Sheeran var í þætti Jimmy Kimmel á dögunum og las þar upp ógeðsleg tíst sem hafa verið skrifuð um hann. Það atriði má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Ed Sheeran fagnar 25 ára afmælinu á Íslandi í dag Fékk sér steikarsamloku á Gamla fjósinu á Hvolsvelli. Starfsfólkið gaf honum köku í tilefni dagsins. 17. febrúar 2016 16:10 Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Sjá meira
Ed Sheeran fagnar 25 ára afmælinu á Íslandi í dag Fékk sér steikarsamloku á Gamla fjósinu á Hvolsvelli. Starfsfólkið gaf honum köku í tilefni dagsins. 17. febrúar 2016 16:10