Pína á álverið að samningaborðinu Óli Kristján Ármannsson skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Hér bíður ál uppskipunar í Straumsvík. Hætt er við að um þrengist dragist boðað verkfall Hlífar í næstu viku á langinn. vísir/gva Að sögn talsmanna starfsmanna verður nú reynt til þrautar að knýja fram nýjan kjarasamning við ÍSAL, álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Að óbreyttu hefst ótímabundið útflutningsbann á áli þaðan 24. þessa mánaðar. „Annaðhvort ætla þeir að koma að samningsborðinu til að leysa þetta eða þá að það fer bara allt í harðasta hnút sem hægt er,“ segir Gylfi Ingvarsson, talsmaður samninganefndar starfsmanna. Ekki hafði enn verið boðað til fundar í deilunni seinni partinn í gær, en samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara stóð til að funda einhvern næstu daga. Unnið var að því að finna tímasetningu. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara um miðjan apríl í fyrra, en samningar hafa verið lausir í 14 mánuði. Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, sem í fyrradag boðaði aðgerðir, vonast eftir fundi fyrir helgi. „Sjálfsagt ganga menn í að koma einhverju saman til að missa deiluna ekki út í aðgerðir,“ segir hann. Álverinu gæti orðið dýrt að láta framleiðsluna safnast upp á hafnarbakkanum. Kolbeinn segir starfsmenn búna að fá feikinóg, krafan sé um sömu launahækkanir og aðrir hafi samið um.Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SAÞá segir Gylfi stöðuna sem upp sé komin mjög sérstaka því Samtök atvinnulífsins (SA) fari með samningsumboð fyrirtækisins. „Síðan gerist það að aðalforstjóri samsteypunnar tekur hér fram í fyrir stjórn fyrirtækisins og SA og tekur allt úr sambandi,“ segir hann og vísar til yfirlýsingar frá því í janúar um launahækkanafrystingu út árið hjá Rio Tinto Alcan. „Það er mjög sérstakt að SA skuli láta þetta yfir sig ganga.“ Gylfi segir tvennt í stöðunni, að ÍSAL gangi til samninga á þeim forsendum sem um hefur verið samið á almennum markaði, eða að Rio Tinto dragi fyrirtækið út úr SA. Fyrir liggi hins vegar að starfsmenn ætli að taka slaginn þar til komið hefur verið á samningi. „Menn eru komnir með upp í kok og ætla að leita allra leiða til að klára þetta.“Kolbeinn Gunnarsson formaður HlífarÞorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir boðun aðgerða í næstu viku endurspegla mjög snúna stöðu í deilunni. „Við erum að fara yfir þær aðgerðir núna en í sjálfu sér er ekki tímabært að tjá sig um þær,“ segir hann. Yfirlýsing forstjóra Rio Tinto í janúar hafi átt við heiminn allan, en enn sé óljóst með hvaða hætti hún gildi hér á landi. „En auðvitað þurfa menn að taka mið af nærumhverfi sínu og það er eitt af því sem unnið er að því að skýra, hvaða áhrif þetta hefur. En þessi deila hefur verið í mjög hörðum hnút um allnokkurt skeið og sú staða hefur ekkert breyst.“ Engin svör bárust frá ÍSAL þegar þar var leitað upplýsinga í gær. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Að sögn talsmanna starfsmanna verður nú reynt til þrautar að knýja fram nýjan kjarasamning við ÍSAL, álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Að óbreyttu hefst ótímabundið útflutningsbann á áli þaðan 24. þessa mánaðar. „Annaðhvort ætla þeir að koma að samningsborðinu til að leysa þetta eða þá að það fer bara allt í harðasta hnút sem hægt er,“ segir Gylfi Ingvarsson, talsmaður samninganefndar starfsmanna. Ekki hafði enn verið boðað til fundar í deilunni seinni partinn í gær, en samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara stóð til að funda einhvern næstu daga. Unnið var að því að finna tímasetningu. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara um miðjan apríl í fyrra, en samningar hafa verið lausir í 14 mánuði. Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, sem í fyrradag boðaði aðgerðir, vonast eftir fundi fyrir helgi. „Sjálfsagt ganga menn í að koma einhverju saman til að missa deiluna ekki út í aðgerðir,“ segir hann. Álverinu gæti orðið dýrt að láta framleiðsluna safnast upp á hafnarbakkanum. Kolbeinn segir starfsmenn búna að fá feikinóg, krafan sé um sömu launahækkanir og aðrir hafi samið um.Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SAÞá segir Gylfi stöðuna sem upp sé komin mjög sérstaka því Samtök atvinnulífsins (SA) fari með samningsumboð fyrirtækisins. „Síðan gerist það að aðalforstjóri samsteypunnar tekur hér fram í fyrir stjórn fyrirtækisins og SA og tekur allt úr sambandi,“ segir hann og vísar til yfirlýsingar frá því í janúar um launahækkanafrystingu út árið hjá Rio Tinto Alcan. „Það er mjög sérstakt að SA skuli láta þetta yfir sig ganga.“ Gylfi segir tvennt í stöðunni, að ÍSAL gangi til samninga á þeim forsendum sem um hefur verið samið á almennum markaði, eða að Rio Tinto dragi fyrirtækið út úr SA. Fyrir liggi hins vegar að starfsmenn ætli að taka slaginn þar til komið hefur verið á samningi. „Menn eru komnir með upp í kok og ætla að leita allra leiða til að klára þetta.“Kolbeinn Gunnarsson formaður HlífarÞorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir boðun aðgerða í næstu viku endurspegla mjög snúna stöðu í deilunni. „Við erum að fara yfir þær aðgerðir núna en í sjálfu sér er ekki tímabært að tjá sig um þær,“ segir hann. Yfirlýsing forstjóra Rio Tinto í janúar hafi átt við heiminn allan, en enn sé óljóst með hvaða hætti hún gildi hér á landi. „En auðvitað þurfa menn að taka mið af nærumhverfi sínu og það er eitt af því sem unnið er að því að skýra, hvaða áhrif þetta hefur. En þessi deila hefur verið í mjög hörðum hnút um allnokkurt skeið og sú staða hefur ekkert breyst.“ Engin svör bárust frá ÍSAL þegar þar var leitað upplýsinga í gær.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira