Erlent

Kannanir sýna að Clinton og Sanders eru hnífjöfn

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Demókratarnir Bernie Sanders og Hillary Clinton.
Demókratarnir Bernie Sanders og Hillary Clinton. vísir/epa
Ný skoðanakönnun sýnir að bandarískir kjósendur skiptast nánast í tvo jafna hópa eftir því hvort þeir myndu kjósa demókratana Hillary Clinton eða Bernie Sanders til forseta.

Clinton hefur þó yfirhöndina, með 44 prósenta fylgi, en Sanders er skammt undan með 42 prósent samkvæmt þessari skoðanakönnun, sem gerð var á vegum Quinnipiac-háskólans. Til þessa hefur Clinton haft mun meira fylgi en Sanders á landsvísu, en Sanders hefur verið að vinna mjög á undanfarnar vikur.

Munurinn á samsetningu fylgis þeirra er einkum sá, að konur hneigjast frekar til að kjósa Clinton en unga fólkið Sanders.

Næstu forkosningar flokkanna verða haldnar á laugardaginn, þegar repúblikanar í Suður-Karólínu og demókratar í Nevada velja sér forsetaefni. Viku síðar er röðin komin að demókrötum í Suður-Karólínu en repúblikönum í Nevada. 


Tengdar fréttir

Trump og Sanders rúlluðu upp New Hampshire

Repúblikaninn Donald Trump og Demókratinn Bernie Sanders unnu báðir stórsigra í forvölum flokka sinna í New Hampshire í nótt. Sanders fékk um sextíu prósent atkvæða í ríkinu á meðan Hillary Clinton fékk um fjörutíu prósent og Trump er langt á undan hinum frambjóðendunum hjá Repúblikönum með 35 prósent atkvæða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×