Umsvif Kínverja vekja hörð viðbrögð Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Kínversk mannvirki á eynni Yongxing. vísir/epa Kínverjar hafa sett upp loftvarnarbúnað með flugskeytaskotstöð á lítilli eyju í Suður-Kínahafi, Sjálfir segja Kínverjar ekkert athugavert við þessar framkvæmdir. Þær séu allar í góðu samræmi við lög. Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, sagði á blaðamannafundi í Peking að Kínverjar hefðu staðið í margvíslegum framkvæmdum á eyjum í Suður-Kínahafi til að þjónusta almenning, þar á meðal reist vita og veðurstöðvar. Að auki hafi þeir komið sér upp takmarkaðri en nauðsynlegri varnaraðstöðu, sem sé í fullu samræmi við sjálfsvarnarrétt Kína samkvæmt alþjóðalögum. „Það ætti ekki að vera nein spurning um það,“ sagði Wang. Tsai Ing-wen, nýkjörinn forseti Taívans, segir spennuna vera vaxandi en hvetur samt til stillingar. Það var bandaríska fréttastöðin Fox News, sem skýrði fyrst frá því á þriðjudag að í síðustu viku hefðu Kínverjar flutt öflugan flugskeytabúnað til eyjunnar Yongxing, og birti myndir af búnaðinum. „Við teljum að þetta sé tilraun af hálfu ákveðinna vestrænna fjölmiðla til þess að búa til fréttir,“ sagði Wang, en neitaði því ekki að búnaðinum hefði verið komið þarna upp. Eyjan Yongxing er partur af Paracel-eyjaklasanum í Suður-Kyrrahafi. Mikill ágreiningur er um yfirráðarétt yfir þessu hafsvæði. Kínverjar gera tilkall til stærsta hluta hafsins en Taívan, Malasía, Víetnam og Filippseyjar gera einnig tilkall til hluta þess. Þessi tiltekna eyja, sem einnig er nefnd Woody-eyja og Phu Lam-eyja, hefur verið undir kínverskum yfirráðum frá árinu 1974. Bæði Taívan og Víetnam gera tilkall til hennar. Aukin umsvif Kínverja á eyjunum hafa vakið mikla tortryggni og hörð viðbrögð nágrannalandanna, sem saka Kínverja um yfirgang og hótanir. Meðal annars hafa Kínverjar byggt upp litlar eyjar til að stækka þær og tryggja að þær verði frekar marktækar, þegar skorið er úr um yfirráð samkvæmt alþjóðasáttmálum. Kínverjar hafa sjálfir sakað Bandaríkin um ólöglegar skipaferðir um hafsvæðið, enda njóti tilkall Kína til þess ekki alþjóðlegrar viðurkenningar. „Bandaríkin munu halda áfram að fljúga, sigla og athafna sig hvar sem alþjóðalög leyfa,“ sagði Barack Obama forseti nú í vikunni. Hann sagði Bandaríkin sömuleiðis styðja rétt annarra þjóða til slíks. Suður-Kínahaf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Kínverjar hafa sett upp loftvarnarbúnað með flugskeytaskotstöð á lítilli eyju í Suður-Kínahafi, Sjálfir segja Kínverjar ekkert athugavert við þessar framkvæmdir. Þær séu allar í góðu samræmi við lög. Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, sagði á blaðamannafundi í Peking að Kínverjar hefðu staðið í margvíslegum framkvæmdum á eyjum í Suður-Kínahafi til að þjónusta almenning, þar á meðal reist vita og veðurstöðvar. Að auki hafi þeir komið sér upp takmarkaðri en nauðsynlegri varnaraðstöðu, sem sé í fullu samræmi við sjálfsvarnarrétt Kína samkvæmt alþjóðalögum. „Það ætti ekki að vera nein spurning um það,“ sagði Wang. Tsai Ing-wen, nýkjörinn forseti Taívans, segir spennuna vera vaxandi en hvetur samt til stillingar. Það var bandaríska fréttastöðin Fox News, sem skýrði fyrst frá því á þriðjudag að í síðustu viku hefðu Kínverjar flutt öflugan flugskeytabúnað til eyjunnar Yongxing, og birti myndir af búnaðinum. „Við teljum að þetta sé tilraun af hálfu ákveðinna vestrænna fjölmiðla til þess að búa til fréttir,“ sagði Wang, en neitaði því ekki að búnaðinum hefði verið komið þarna upp. Eyjan Yongxing er partur af Paracel-eyjaklasanum í Suður-Kyrrahafi. Mikill ágreiningur er um yfirráðarétt yfir þessu hafsvæði. Kínverjar gera tilkall til stærsta hluta hafsins en Taívan, Malasía, Víetnam og Filippseyjar gera einnig tilkall til hluta þess. Þessi tiltekna eyja, sem einnig er nefnd Woody-eyja og Phu Lam-eyja, hefur verið undir kínverskum yfirráðum frá árinu 1974. Bæði Taívan og Víetnam gera tilkall til hennar. Aukin umsvif Kínverja á eyjunum hafa vakið mikla tortryggni og hörð viðbrögð nágrannalandanna, sem saka Kínverja um yfirgang og hótanir. Meðal annars hafa Kínverjar byggt upp litlar eyjar til að stækka þær og tryggja að þær verði frekar marktækar, þegar skorið er úr um yfirráð samkvæmt alþjóðasáttmálum. Kínverjar hafa sjálfir sakað Bandaríkin um ólöglegar skipaferðir um hafsvæðið, enda njóti tilkall Kína til þess ekki alþjóðlegrar viðurkenningar. „Bandaríkin munu halda áfram að fljúga, sigla og athafna sig hvar sem alþjóðalög leyfa,“ sagði Barack Obama forseti nú í vikunni. Hann sagði Bandaríkin sömuleiðis styðja rétt annarra þjóða til slíks.
Suður-Kínahaf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira