Minnisvarði um ríkisstjórn vestur á Melum skjóðan skrifar 17. febrúar 2016 10:30 Vestur á Melum er hola ein mikil og stór. Þar átti, og á kannski enn, að rísa Hús íslenskra fræða en ekki var varið meiri peningum til verkefnisins en svo að dugði fyrir grunninum, sem í daglegu tali er nefndur Hola íslenskra fræða. Lengra náði ekki metnaður íslenskra ráðamanna. Í sitjandi ríkisstjórn er ofurkapp lagt á að vernda hvers kyns hluti og halda ásjónu höfuðborgarinnar sem líkastri því sem var á fyrri hluta síðustu aldar. Forsætisráðherrann hefur varið hálfum milljarði til að varðveita grjótgarð sem var hluti af ásýnd Reykjavíkurhafnar, séð frá sjó, í örfá ár um svipað leyti og Jónas frá Hriflu gegndi ráðherraembætti í kringum 1930. Því er haldið fram að kostnaðurinn við þessa varðveislu geti numið tveimur milljörðum eða meira þegar upp er staðið. Ríkisstjórnin ætlar að verja a.m.k. 135 milljörðum næsta áratuginn til að viðhalda og vernda landbúnaðarkerfi, sem hefur fært matvælaverð í hæstu hæðir hér á landi á sama tíma og bændur flosna frá búum vegna örbirgðar, enda fer ekki nema fjórða hver króna sem varið er í landbúnaðarstyrki til bænda. Restin fer í milliliði og kerfið sjálft. Stjórnvöld færa örfáum aðilum tugi milljarða á silfurfati með því að veita þeim stórlega niðurgreiddan aðgang að dýrmætustu auðlindum þjóðarinnar. Á sama tíma gapir Hola íslenskra fræða vestur á Melum sem minnisvarði um einstaklega rislága leiðtoga þjóðarinnar. Á sama tíma liggja fárveikir sjúklingar á göngum myglaðs þjóðarsjúkrahúss og gleymast á skurðstofum vegna þess að fjármálaráðherranum er í mun að skila „hallalausum“ fjárlögum. Ríkisbankinn færir útvöldum vinum bankastjórnenda og vandamönnum ráðamanna eignir ríkisins nánast að gjöf og hagnaður þeirra á kostnað ríkisbankans er svo gríðarlegur að ef aðeins er litið til Borgunar og Setbergslandsins myndi hann duga til að fylla holuna vestur á Melum og reisa þar Hús íslenskra fræða. En ráðamenn hafa engan áhuga á að vernda neitt lifandi. Steinhrúga í löngu horfnum hafnarkanti sem öllum er sama um nema forsætisráðherra er vernduð, enda hefur hún ekkert menningarsögulegt gildi. En lifandi menning getur átt sig. Handritin, sjálfur bókmenntaarfur þjóðarinnar, sem á hátíðisdögum kennir sig við bækur og bókmenntir, eru best niðurkomin ofan í skúffu. Best ef sú skúffa væri í húsi sem löngu látinn húsameistari ríkisins teiknaði einhvern tímann í fyrndinni. Stjórnarþingmenn hneykslast á að opinberu fé sé varið til skapandi lista hér á landi þó að sannað sé að þeir peningar skili sér margfalt til baka í ríkiskassann og skapandi listir beri hróður landsins lengra en búvörusamningar og hafnarkantar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Vestur á Melum er hola ein mikil og stór. Þar átti, og á kannski enn, að rísa Hús íslenskra fræða en ekki var varið meiri peningum til verkefnisins en svo að dugði fyrir grunninum, sem í daglegu tali er nefndur Hola íslenskra fræða. Lengra náði ekki metnaður íslenskra ráðamanna. Í sitjandi ríkisstjórn er ofurkapp lagt á að vernda hvers kyns hluti og halda ásjónu höfuðborgarinnar sem líkastri því sem var á fyrri hluta síðustu aldar. Forsætisráðherrann hefur varið hálfum milljarði til að varðveita grjótgarð sem var hluti af ásýnd Reykjavíkurhafnar, séð frá sjó, í örfá ár um svipað leyti og Jónas frá Hriflu gegndi ráðherraembætti í kringum 1930. Því er haldið fram að kostnaðurinn við þessa varðveislu geti numið tveimur milljörðum eða meira þegar upp er staðið. Ríkisstjórnin ætlar að verja a.m.k. 135 milljörðum næsta áratuginn til að viðhalda og vernda landbúnaðarkerfi, sem hefur fært matvælaverð í hæstu hæðir hér á landi á sama tíma og bændur flosna frá búum vegna örbirgðar, enda fer ekki nema fjórða hver króna sem varið er í landbúnaðarstyrki til bænda. Restin fer í milliliði og kerfið sjálft. Stjórnvöld færa örfáum aðilum tugi milljarða á silfurfati með því að veita þeim stórlega niðurgreiddan aðgang að dýrmætustu auðlindum þjóðarinnar. Á sama tíma gapir Hola íslenskra fræða vestur á Melum sem minnisvarði um einstaklega rislága leiðtoga þjóðarinnar. Á sama tíma liggja fárveikir sjúklingar á göngum myglaðs þjóðarsjúkrahúss og gleymast á skurðstofum vegna þess að fjármálaráðherranum er í mun að skila „hallalausum“ fjárlögum. Ríkisbankinn færir útvöldum vinum bankastjórnenda og vandamönnum ráðamanna eignir ríkisins nánast að gjöf og hagnaður þeirra á kostnað ríkisbankans er svo gríðarlegur að ef aðeins er litið til Borgunar og Setbergslandsins myndi hann duga til að fylla holuna vestur á Melum og reisa þar Hús íslenskra fræða. En ráðamenn hafa engan áhuga á að vernda neitt lifandi. Steinhrúga í löngu horfnum hafnarkanti sem öllum er sama um nema forsætisráðherra er vernduð, enda hefur hún ekkert menningarsögulegt gildi. En lifandi menning getur átt sig. Handritin, sjálfur bókmenntaarfur þjóðarinnar, sem á hátíðisdögum kennir sig við bækur og bókmenntir, eru best niðurkomin ofan í skúffu. Best ef sú skúffa væri í húsi sem löngu látinn húsameistari ríkisins teiknaði einhvern tímann í fyrndinni. Stjórnarþingmenn hneykslast á að opinberu fé sé varið til skapandi lista hér á landi þó að sannað sé að þeir peningar skili sér margfalt til baka í ríkiskassann og skapandi listir beri hróður landsins lengra en búvörusamningar og hafnarkantar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira