Milos: Því fylgir ábyrgð að fá mann eins og Gary Martin Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. febrúar 2016 21:23 Milos Milojevic, þjálfari Víkings í Pepsi-deild karla í fótbolta, var brosið eitt á blaðamannafundi Fossvogsfélagsins í kvöld þar sem Gary Martin var kynntur sem nýr leikmaður félagsins. Enski framherjinn kom til Víkings frá KR eftir þrjú og hálft ár í Vesturbænum og Milos viðrkenndi fúslega að hann væri í skýjunum. „Það er engin spurning og ég er ekkert að fela það,“ sagði Milos við Vísis í kvöld, en hvað ætlar hann stjörnuframherjanum að gera fyrir liðið?Sjá einnig:Gary Martin: Get ekki lýst áhuganum sem Víkingur sýndi mér „Fyrst og fremst sé ég Gary sem mjög góðan leikmann. Ég hef þekkt hann mjög lengi, eða síðan hann var að spila með góðvini mínum, Igor Pesic, hjá ÍA.“ „Ég veit allt um Gary og finnst hann frábær karakter. Hann er líka öðruvísi en karakter en leikmennirnir sem eru fyrir í liðinu. Hann kemur okkur á næsta stig og gefur okkur þá greddu sem vantar,“ sagði Milos.Gary Martin er kominn í svart og rautt úr svörtu og hvítu.vísir/ernirGott að fá Robba og Gary Víkingur fékk fyrr í vetur Róbert Örn Óskarsson, markvörð Íslandsmeistara FH, og nú Gary Martin sem hefur verið einn besti framherji deildarinnar. Eru þetta skilaboð um hvað Víkingar ætla sér í sumar? „Við erum ekkert að fela neitt. Að fá þessa tvo fylgir mikil ábyrgð og ég er mjög ánægður með það. Ég vil mikla ábyrgð og mikla pressu. Það fylgir þessu starfi,“ sagði Milos. „Ég vil reyna að berjast um alla leikmenn sem eru bestir á Íslandi. Það er gott að fá Robba og Gary. Þetta eru menn sem eru vanir að spila um titla með stórum liðum og við ætlum okkur að koma Víkingi aftur á þá braut sem félagið var á fyrir rúmum 20 árum.“ Gary Martin hefur ekki alltaf verið barnanna bestur og er duglegur að tala opinskátt um hlutina ef hann er ósáttur. Hann getur stundum verið svolítið erfiður. „Leikmenn sem eru með egó geta verið erfiðir en það er spurning hvernig þjálfari ræður við það. Ég er ekki að fara í stríð við Gary heldur erum við að fara saman í skemmtilegt verkefni,“ sagði Milos, en ætla Víkingar að bæta við sig fleiri leikmönnum? „Við erum að skoða í kringum okkur. Fyrst er ég hrifinn af því að fá leikmenn sem ég þekki vel sem persónur og fótboltamenn. Þess vegna vanda ég mig og því erum við ekkert að kaupa í einhverju stressi.“ „Okkur vantar kannski í eina stöðu í viðbót og við erum að skoða í kringum okkur bæði hér og erlendis,“ sagði Milos Milojevic. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gary Martin gerði þriggja ára samning við Víking Enski framherjinn spilar með Fossvogsliðinu í Pepsi-deildinni næstu þrjú árin. 15. febrúar 2016 20:34 Gary Martin: Get ekki lýst áhuganum sem Víkingur sýndi mér Framherjinn segist ekki hafa verið alveg metinn að verðleikum hjá KR. 15. febrúar 2016 20:50 Nokkur tilboð komin í Gary Martin KR fer í æfingaferð til Bandaríkjanna á morgun og reiknað með því að Gary Martin fari með. 15. febrúar 2016 10:58 Gary Martin samdi við Víking Enski framherjinn færir sig úr Vesturbænum í Fossvoginn og spilar með Víkingum í Pepsi-deildinni næsta sumar. 15. febrúar 2016 18:30 Bjarni vill ekki tjá sig um stöðu Gary Martin KR fer í æfingaferð til Bandaríkjanna á morgun og óvíst hvort að Gary Martin verði með í för. 15. febrúar 2016 14:22 Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Milos Milojevic, þjálfari Víkings í Pepsi-deild karla í fótbolta, var brosið eitt á blaðamannafundi Fossvogsfélagsins í kvöld þar sem Gary Martin var kynntur sem nýr leikmaður félagsins. Enski framherjinn kom til Víkings frá KR eftir þrjú og hálft ár í Vesturbænum og Milos viðrkenndi fúslega að hann væri í skýjunum. „Það er engin spurning og ég er ekkert að fela það,“ sagði Milos við Vísis í kvöld, en hvað ætlar hann stjörnuframherjanum að gera fyrir liðið?Sjá einnig:Gary Martin: Get ekki lýst áhuganum sem Víkingur sýndi mér „Fyrst og fremst sé ég Gary sem mjög góðan leikmann. Ég hef þekkt hann mjög lengi, eða síðan hann var að spila með góðvini mínum, Igor Pesic, hjá ÍA.“ „Ég veit allt um Gary og finnst hann frábær karakter. Hann er líka öðruvísi en karakter en leikmennirnir sem eru fyrir í liðinu. Hann kemur okkur á næsta stig og gefur okkur þá greddu sem vantar,“ sagði Milos.Gary Martin er kominn í svart og rautt úr svörtu og hvítu.vísir/ernirGott að fá Robba og Gary Víkingur fékk fyrr í vetur Róbert Örn Óskarsson, markvörð Íslandsmeistara FH, og nú Gary Martin sem hefur verið einn besti framherji deildarinnar. Eru þetta skilaboð um hvað Víkingar ætla sér í sumar? „Við erum ekkert að fela neitt. Að fá þessa tvo fylgir mikil ábyrgð og ég er mjög ánægður með það. Ég vil mikla ábyrgð og mikla pressu. Það fylgir þessu starfi,“ sagði Milos. „Ég vil reyna að berjast um alla leikmenn sem eru bestir á Íslandi. Það er gott að fá Robba og Gary. Þetta eru menn sem eru vanir að spila um titla með stórum liðum og við ætlum okkur að koma Víkingi aftur á þá braut sem félagið var á fyrir rúmum 20 árum.“ Gary Martin hefur ekki alltaf verið barnanna bestur og er duglegur að tala opinskátt um hlutina ef hann er ósáttur. Hann getur stundum verið svolítið erfiður. „Leikmenn sem eru með egó geta verið erfiðir en það er spurning hvernig þjálfari ræður við það. Ég er ekki að fara í stríð við Gary heldur erum við að fara saman í skemmtilegt verkefni,“ sagði Milos, en ætla Víkingar að bæta við sig fleiri leikmönnum? „Við erum að skoða í kringum okkur. Fyrst er ég hrifinn af því að fá leikmenn sem ég þekki vel sem persónur og fótboltamenn. Þess vegna vanda ég mig og því erum við ekkert að kaupa í einhverju stressi.“ „Okkur vantar kannski í eina stöðu í viðbót og við erum að skoða í kringum okkur bæði hér og erlendis,“ sagði Milos Milojevic. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gary Martin gerði þriggja ára samning við Víking Enski framherjinn spilar með Fossvogsliðinu í Pepsi-deildinni næstu þrjú árin. 15. febrúar 2016 20:34 Gary Martin: Get ekki lýst áhuganum sem Víkingur sýndi mér Framherjinn segist ekki hafa verið alveg metinn að verðleikum hjá KR. 15. febrúar 2016 20:50 Nokkur tilboð komin í Gary Martin KR fer í æfingaferð til Bandaríkjanna á morgun og reiknað með því að Gary Martin fari með. 15. febrúar 2016 10:58 Gary Martin samdi við Víking Enski framherjinn færir sig úr Vesturbænum í Fossvoginn og spilar með Víkingum í Pepsi-deildinni næsta sumar. 15. febrúar 2016 18:30 Bjarni vill ekki tjá sig um stöðu Gary Martin KR fer í æfingaferð til Bandaríkjanna á morgun og óvíst hvort að Gary Martin verði með í för. 15. febrúar 2016 14:22 Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Gary Martin gerði þriggja ára samning við Víking Enski framherjinn spilar með Fossvogsliðinu í Pepsi-deildinni næstu þrjú árin. 15. febrúar 2016 20:34
Gary Martin: Get ekki lýst áhuganum sem Víkingur sýndi mér Framherjinn segist ekki hafa verið alveg metinn að verðleikum hjá KR. 15. febrúar 2016 20:50
Nokkur tilboð komin í Gary Martin KR fer í æfingaferð til Bandaríkjanna á morgun og reiknað með því að Gary Martin fari með. 15. febrúar 2016 10:58
Gary Martin samdi við Víking Enski framherjinn færir sig úr Vesturbænum í Fossvoginn og spilar með Víkingum í Pepsi-deildinni næsta sumar. 15. febrúar 2016 18:30
Bjarni vill ekki tjá sig um stöðu Gary Martin KR fer í æfingaferð til Bandaríkjanna á morgun og óvíst hvort að Gary Martin verði með í för. 15. febrúar 2016 14:22