Fyrstu hugmyndir Stjórnstöðvar ferðamála kynntar á vormánuðum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 15. febrúar 2016 19:30 Tæplega 1,3 milljónir ferðamanna komu hingað til lands í gegnum Keflavíkurflugvöll á síðasta ári sem er um þrjátíu prósenta fjölgun frá árinu áður. Stefnt er að því að kynna fyrstu hugmyndir nýstofnaðrar Stjórnstöðvar ferðamála í vor. Fjöldamet voru slegin í öllum mánuðum ársins 2015 á Keflavíkurflugvelli. Aukning milli ára fór yfir 30% átta mánuði ársins en hlutfallslega var hún mest milli ára í október, tæp 50 prósent. Flestir eru ferðamennirnir eru tíu mismunandi þjóðernum; Bretar og Bandaríkjamenn voru fjölmennastir eða 38,3 prósent af heildarfjölda ferðamanna. Þar á eftir komu ferðamenn frá Þýskalandi og Frakklandi. En aukin fjöldi ferðamanna kallar á aðgerðir stjórnvalda. Stjórnstöð ferðamála var komið á fót í nóvember á síðasta ári og mun starfa til ársins 2020. Sem stendur er Hörður Þórhallsson eini fastráðni starfsmaður stjórnstöðvarinnar en til stendur að stækka starfsemina. „Stjórnstöðin vinnur eftir vegvísi í ferðaþjónustu sem var kynnt núna á haustmánuðum og er í rauninni Biblía stjórnstöðvar. Þar er talað um sjö áhersluþætti og margir þeirra koma inn á nákvæmlega þennan aukna fjölda ferðamanna,“ segir Hörður. Ljóst er að Stjórnstöð ferðamála stendur frammi fyrir stóru verkefni en stefnt er að því að kynna fyrstu hugmyndirnar vormánuðunum. „Nú er það þannig að það er kannski erfitt að fara í einhverjar drastískar aðgerðir hvað varðar stýringu ferðamanna á þessu ári, en það er um að gera að fara að vinna í þeim áætlunum. Við skulum hafa það í huga að það eru til þjóðgarðar víða um heim sem eru að flatarmáli miklu minni en Ísland þar sem eru miklu fleiri ferðamenn. Þannig ég held að þetta gangi svolítið mikið út á það hvernig við stjórnum umferð ferðamanna á landinu,“ segir Hörður Þórhalsson framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ungir sjálfstæðismenn leggjast gegn Stjórnstöð ferðamála Hópurinn leggur fram fjölda tillagna svo flokkurinn geti orðið raunhæfur valkostur fyrir ungt fólk. 23. október 2015 12:53 Össur um Stjórnstöð ferðamála: „Örugglega eitthvað rotið á ferðinni“ "Þegar við Vigdís Hauksdóttir föllumst í faðma og erum innilega sammála er örugglega eitthvað rotið á ferðinni,“ segir ráðherrann fyrrverandi. 12. október 2015 10:25 Ný ferðamálastefna kynnt: Hörður mun veita Stjórnstöð ferðamála forystu Ragnheiður Elín Árnadóttir og Grímur Sæmundsen kynntu nýja ferðamálastefnu Íslands fyrr í dag. 6. október 2015 14:53 Boða tíma framkvæmda í ferðamálum Ríkið, sveitarfélögin og Samtök ferðaþjónustunnar sameinast um nýja Stjórnstöð ferðamála. Hún á að fá 140 milljónir á ári í fimm ár. Á að höggva á hnút framkvæmdaleysis og gríðarlegs flækjustigs í ákvörðunum. 7. október 2015 07:00 Ráðherra ferðamála segir að verið sé að vinna að því að tryggja öryggi ferðamanna Ljóst er að bæta þarf verulega úr öryggismálum ferðamanna en fjórir erlendir ferðamenn hafa látist af slysförum hér á landi á síðustu tveimur mánuðum. 11. febrúar 2016 22:30 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Tæplega 1,3 milljónir ferðamanna komu hingað til lands í gegnum Keflavíkurflugvöll á síðasta ári sem er um þrjátíu prósenta fjölgun frá árinu áður. Stefnt er að því að kynna fyrstu hugmyndir nýstofnaðrar Stjórnstöðvar ferðamála í vor. Fjöldamet voru slegin í öllum mánuðum ársins 2015 á Keflavíkurflugvelli. Aukning milli ára fór yfir 30% átta mánuði ársins en hlutfallslega var hún mest milli ára í október, tæp 50 prósent. Flestir eru ferðamennirnir eru tíu mismunandi þjóðernum; Bretar og Bandaríkjamenn voru fjölmennastir eða 38,3 prósent af heildarfjölda ferðamanna. Þar á eftir komu ferðamenn frá Þýskalandi og Frakklandi. En aukin fjöldi ferðamanna kallar á aðgerðir stjórnvalda. Stjórnstöð ferðamála var komið á fót í nóvember á síðasta ári og mun starfa til ársins 2020. Sem stendur er Hörður Þórhallsson eini fastráðni starfsmaður stjórnstöðvarinnar en til stendur að stækka starfsemina. „Stjórnstöðin vinnur eftir vegvísi í ferðaþjónustu sem var kynnt núna á haustmánuðum og er í rauninni Biblía stjórnstöðvar. Þar er talað um sjö áhersluþætti og margir þeirra koma inn á nákvæmlega þennan aukna fjölda ferðamanna,“ segir Hörður. Ljóst er að Stjórnstöð ferðamála stendur frammi fyrir stóru verkefni en stefnt er að því að kynna fyrstu hugmyndirnar vormánuðunum. „Nú er það þannig að það er kannski erfitt að fara í einhverjar drastískar aðgerðir hvað varðar stýringu ferðamanna á þessu ári, en það er um að gera að fara að vinna í þeim áætlunum. Við skulum hafa það í huga að það eru til þjóðgarðar víða um heim sem eru að flatarmáli miklu minni en Ísland þar sem eru miklu fleiri ferðamenn. Þannig ég held að þetta gangi svolítið mikið út á það hvernig við stjórnum umferð ferðamanna á landinu,“ segir Hörður Þórhalsson framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ungir sjálfstæðismenn leggjast gegn Stjórnstöð ferðamála Hópurinn leggur fram fjölda tillagna svo flokkurinn geti orðið raunhæfur valkostur fyrir ungt fólk. 23. október 2015 12:53 Össur um Stjórnstöð ferðamála: „Örugglega eitthvað rotið á ferðinni“ "Þegar við Vigdís Hauksdóttir föllumst í faðma og erum innilega sammála er örugglega eitthvað rotið á ferðinni,“ segir ráðherrann fyrrverandi. 12. október 2015 10:25 Ný ferðamálastefna kynnt: Hörður mun veita Stjórnstöð ferðamála forystu Ragnheiður Elín Árnadóttir og Grímur Sæmundsen kynntu nýja ferðamálastefnu Íslands fyrr í dag. 6. október 2015 14:53 Boða tíma framkvæmda í ferðamálum Ríkið, sveitarfélögin og Samtök ferðaþjónustunnar sameinast um nýja Stjórnstöð ferðamála. Hún á að fá 140 milljónir á ári í fimm ár. Á að höggva á hnút framkvæmdaleysis og gríðarlegs flækjustigs í ákvörðunum. 7. október 2015 07:00 Ráðherra ferðamála segir að verið sé að vinna að því að tryggja öryggi ferðamanna Ljóst er að bæta þarf verulega úr öryggismálum ferðamanna en fjórir erlendir ferðamenn hafa látist af slysförum hér á landi á síðustu tveimur mánuðum. 11. febrúar 2016 22:30 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Ungir sjálfstæðismenn leggjast gegn Stjórnstöð ferðamála Hópurinn leggur fram fjölda tillagna svo flokkurinn geti orðið raunhæfur valkostur fyrir ungt fólk. 23. október 2015 12:53
Össur um Stjórnstöð ferðamála: „Örugglega eitthvað rotið á ferðinni“ "Þegar við Vigdís Hauksdóttir föllumst í faðma og erum innilega sammála er örugglega eitthvað rotið á ferðinni,“ segir ráðherrann fyrrverandi. 12. október 2015 10:25
Ný ferðamálastefna kynnt: Hörður mun veita Stjórnstöð ferðamála forystu Ragnheiður Elín Árnadóttir og Grímur Sæmundsen kynntu nýja ferðamálastefnu Íslands fyrr í dag. 6. október 2015 14:53
Boða tíma framkvæmda í ferðamálum Ríkið, sveitarfélögin og Samtök ferðaþjónustunnar sameinast um nýja Stjórnstöð ferðamála. Hún á að fá 140 milljónir á ári í fimm ár. Á að höggva á hnút framkvæmdaleysis og gríðarlegs flækjustigs í ákvörðunum. 7. október 2015 07:00
Ráðherra ferðamála segir að verið sé að vinna að því að tryggja öryggi ferðamanna Ljóst er að bæta þarf verulega úr öryggismálum ferðamanna en fjórir erlendir ferðamenn hafa látist af slysförum hér á landi á síðustu tveimur mánuðum. 11. febrúar 2016 22:30
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent