Bitrustu kappræður Repúblikana til þessa Birgir Olgeirsson skrifar 14. febrúar 2016 10:23 Jeb Bush, Ted Cruz og Donald Trump skiptust á föstum skotum í nótt. Vísir/Getty Þeir sem berjast um að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins skiptust á föstum skotum um utanríkisstefnu og framtíð Hæstaréttar Bandaríkjanna í óstýrilátum og óreiðukenndum kappræðum vestanhafs í nótt. Forval hefur nú þegar farið fram í Iowa og New Hampshire en nú er slagurinn kominn til Suður-Karólínu þar sem forval fer fram næstkomandi laugardag. Bæði Repúblikanar og Demókratar munu tilkynna um frambjóðendur sína til forseta Bandaríkjanna í júlí næstkomandi, fjórum mánuðum fyrir forsetakosningarnar. Auðkýfingurinn Donald Trump reifst ítrekað við þingmanninn Ted Cruz og fyrrverandi ríkisstjórann Jeb Bush en á meðan frambjóðendurnir hrópuðu á hvorn annan og trufluðu tal hvors annars varaði sá sem stjórnaði kappræðunum, John Dickerson hjá CBS-sjónvarpsstöðinni, við því að ekki mætti fara með umræðuna í einhvern leðjuslag. Fráfall hæstaréttardómarans Antonin Scalia olli miklum umræðum um framtíð réttarins. Scalia var mikill íhaldsmaður en nú þegar skipa þarf nýjan dómara við réttinn hefur verið bent á að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, fái þar með tækifæri á að skipa fimmta frjálslynda dómarann og þá yrðu frjálslyndir í fyrsta skipti með meirihluta í hæstarétti Bandaríkjanna. Frambjóðendurnir voru á því að Obama ætti ekki að skipa nýjan dómara, það ætti að verða hlutverk næsta forseta. Trump sagði að Obama myndi að öllum líkindum skipa nýjan dómara en hvatti þingið til að tefja þá framkvæmd.Ted Cruz hélt því fram að Trump, sem áður studdi Demókrata, myndi tilnefna frjálslyndan dómara við Hæstarétt ef hann yrði kjörinn forseti. „Þú ert mesti lygari sem ég veit um,“ sagði Trump um Cruz. „Þessi gaur segir hvað sem er.“ Umræður frambjóðendanna í nótt um hæstarétt snerust fljótlega út í samfélagsmál líkt og réttindi samkynhneigðra og fóstureyðingar. Donald Trump og Jeb Bush rifust um Íraksstríðið og frammistöðu George Bush, þáverandi forseta Bandaríkjanna og bróður Jebs, þegar árásirnar voru gerðar á Tvíburaturnana 11. september árið 2001. „Við áttum aldrei að fara inn í Írak,“ sagði Trump. „Þeir lugu. Þeir sögðu að það hefðu verið gjöreyðingarvopn í landinu. Svo var ekki og þeir vissu það,“ sagði Trump en Jeb Bush mótmælti þessu kröftuglega. „Ég er orðinn dauðþreyttur á Barack Obama sem kennir bróður mínum um öll sín vandamál og í sannleika sagt gæti mér ekki verið meira sama um móðganir Donalds Trump,“ sagði Jeb Bush.Fjölmiðlar ytra eru þeirrar skoðunar að enginn hafi í raun skarað fram úr í þessum kappræðum, þess í stað hafi áhorfendur orðið vitni að bitrustu rifrildum kosningabaráttunnar til þessa. Donald Trump Tengdar fréttir Repúblikanar gerðu grín að Trump í fjarveru hans Sjöundu og síðustu kappræður frambjóðenda Repúblikana fóru fram í Des Moines í nótt. 29. janúar 2016 07:13 Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forkosningar Demókrata og Repúblikana hefjast í Iowa í dag en framundan er langt og strangt kapphlaup um hver hlýtur tilnefningu síns flokks. 1. febrúar 2016 14:00 Minnihlutahópar í brennidepli í kappræðum Demókrata í nótt Næstu forkosningar fara fram í Nevada og Suður-Karólínu. Íbúar þessara ríkja eru að stórum hluta spænskumælandi eða svartir. 11. febrúar 2016 23:45 Tekist á um málefni minnihlutahópa: „Aðeins annað okkar bauð sig fram gegn Obama“ Sjöundu kappræður forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Bernie Sanders fóru fram í nótt. 12. febrúar 2016 10:23 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Þeir sem berjast um að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins skiptust á föstum skotum um utanríkisstefnu og framtíð Hæstaréttar Bandaríkjanna í óstýrilátum og óreiðukenndum kappræðum vestanhafs í nótt. Forval hefur nú þegar farið fram í Iowa og New Hampshire en nú er slagurinn kominn til Suður-Karólínu þar sem forval fer fram næstkomandi laugardag. Bæði Repúblikanar og Demókratar munu tilkynna um frambjóðendur sína til forseta Bandaríkjanna í júlí næstkomandi, fjórum mánuðum fyrir forsetakosningarnar. Auðkýfingurinn Donald Trump reifst ítrekað við þingmanninn Ted Cruz og fyrrverandi ríkisstjórann Jeb Bush en á meðan frambjóðendurnir hrópuðu á hvorn annan og trufluðu tal hvors annars varaði sá sem stjórnaði kappræðunum, John Dickerson hjá CBS-sjónvarpsstöðinni, við því að ekki mætti fara með umræðuna í einhvern leðjuslag. Fráfall hæstaréttardómarans Antonin Scalia olli miklum umræðum um framtíð réttarins. Scalia var mikill íhaldsmaður en nú þegar skipa þarf nýjan dómara við réttinn hefur verið bent á að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, fái þar með tækifæri á að skipa fimmta frjálslynda dómarann og þá yrðu frjálslyndir í fyrsta skipti með meirihluta í hæstarétti Bandaríkjanna. Frambjóðendurnir voru á því að Obama ætti ekki að skipa nýjan dómara, það ætti að verða hlutverk næsta forseta. Trump sagði að Obama myndi að öllum líkindum skipa nýjan dómara en hvatti þingið til að tefja þá framkvæmd.Ted Cruz hélt því fram að Trump, sem áður studdi Demókrata, myndi tilnefna frjálslyndan dómara við Hæstarétt ef hann yrði kjörinn forseti. „Þú ert mesti lygari sem ég veit um,“ sagði Trump um Cruz. „Þessi gaur segir hvað sem er.“ Umræður frambjóðendanna í nótt um hæstarétt snerust fljótlega út í samfélagsmál líkt og réttindi samkynhneigðra og fóstureyðingar. Donald Trump og Jeb Bush rifust um Íraksstríðið og frammistöðu George Bush, þáverandi forseta Bandaríkjanna og bróður Jebs, þegar árásirnar voru gerðar á Tvíburaturnana 11. september árið 2001. „Við áttum aldrei að fara inn í Írak,“ sagði Trump. „Þeir lugu. Þeir sögðu að það hefðu verið gjöreyðingarvopn í landinu. Svo var ekki og þeir vissu það,“ sagði Trump en Jeb Bush mótmælti þessu kröftuglega. „Ég er orðinn dauðþreyttur á Barack Obama sem kennir bróður mínum um öll sín vandamál og í sannleika sagt gæti mér ekki verið meira sama um móðganir Donalds Trump,“ sagði Jeb Bush.Fjölmiðlar ytra eru þeirrar skoðunar að enginn hafi í raun skarað fram úr í þessum kappræðum, þess í stað hafi áhorfendur orðið vitni að bitrustu rifrildum kosningabaráttunnar til þessa.
Donald Trump Tengdar fréttir Repúblikanar gerðu grín að Trump í fjarveru hans Sjöundu og síðustu kappræður frambjóðenda Repúblikana fóru fram í Des Moines í nótt. 29. janúar 2016 07:13 Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forkosningar Demókrata og Repúblikana hefjast í Iowa í dag en framundan er langt og strangt kapphlaup um hver hlýtur tilnefningu síns flokks. 1. febrúar 2016 14:00 Minnihlutahópar í brennidepli í kappræðum Demókrata í nótt Næstu forkosningar fara fram í Nevada og Suður-Karólínu. Íbúar þessara ríkja eru að stórum hluta spænskumælandi eða svartir. 11. febrúar 2016 23:45 Tekist á um málefni minnihlutahópa: „Aðeins annað okkar bauð sig fram gegn Obama“ Sjöundu kappræður forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Bernie Sanders fóru fram í nótt. 12. febrúar 2016 10:23 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Repúblikanar gerðu grín að Trump í fjarveru hans Sjöundu og síðustu kappræður frambjóðenda Repúblikana fóru fram í Des Moines í nótt. 29. janúar 2016 07:13
Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forkosningar Demókrata og Repúblikana hefjast í Iowa í dag en framundan er langt og strangt kapphlaup um hver hlýtur tilnefningu síns flokks. 1. febrúar 2016 14:00
Minnihlutahópar í brennidepli í kappræðum Demókrata í nótt Næstu forkosningar fara fram í Nevada og Suður-Karólínu. Íbúar þessara ríkja eru að stórum hluta spænskumælandi eða svartir. 11. febrúar 2016 23:45
Tekist á um málefni minnihlutahópa: „Aðeins annað okkar bauð sig fram gegn Obama“ Sjöundu kappræður forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Bernie Sanders fóru fram í nótt. 12. febrúar 2016 10:23