Finnur Freyr: Skrifað í skýin með Helga eftir skotin í fyrra Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. febrúar 2016 19:27 Finnur Freyr Stefánsson tolleraður eftir sigurinn í dag. vísir/hanna Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var í dag aðeins annar maðurinn frá 1991 sem kemur með bikarmeistaratitilinn í Vesturbæinn. KR vann Þór úr Þorlákshöfn, 95-79, og varð bikarmeistari í ellefta sinn. Þetta er fyrsti bikarmeistaratitilinn Finns Freys sem þjálfari KR en hann gerði liðið að Íslandsmeistara undanfarin tvö tímabili. "Ég er ansi glaður og ánægður. Sérstaklega fyrir hönd félaga míns, Helga Más. Þvílíkur leikur hjá honum," sagði Finnur Freyr um gamla manninn Helga Má sem var kjörinn besti leikmaðurinn í bikarúrslitunum. Helgi Már klúðraði tveimur skotum á síðustu sekúndum úrslitaleiksins í fyrra á móti Stjörnunni þar sem KR tapaði fimmta úrslitaleiknum af sex síðan 1991. "Þetta var skrifað í skýin með Helga. Eftir þessi tvö skot hans í fyrra þá var eiginlega engin spurning um að hann myndi klára þetta í dag. Hann er búinn að vera einstaklega óheppinn með meiðsli á sínu síðasta ári en er að komast í betra stand," sagði Finnur. "Þegar hann er í lagi er hann einn allra besti leikmaður þessarar deildar." Finnur sagði KR-ingana ekkert hafa pælt í martröðum fortíðar fyrir leikinn. Það voru aðrir í því. "Það er alltaf verið að reyna að búa til umfjöllun í kringum okkur um einhverja fortíð til að eyðileggja fyrir okkur daginn með einhverju bulli. Við vorum ekkert að spá í þessu. Maður heyrði bara eitthvað um fortíðina í spjalli við fjölmiðlamenn eða aðra fyrir utan KR," sagði Finnur, en hvað þýðir það fyrir hann að koma með bikarinn heim í Vesturbæ? "Ég elska að vinna og elska að vinna með mínu félagi. Við vorum sárir og svekktir í fyrra. Þetta var titill sem við ætluðum að vinna." "Þetta var sérstaklega ánægjulegt fyrir Helga þar sem þetta var hans síðasti bikarúrslitaleikur. Ég ætla að vinna þennan bikar aftur og aftur og aftur en fyrir þessa eldri menn var virkilega gaman að klára þetta," sagði Finnur Freyr. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 95-79 | KR bikarmeistari í ellefta sinn KR vann Þór Þorlákshöfn í bikarúrslitum karla í Laugardalshöll og er bikarmeistari í 11. sinn í sögu félagsins. 13. febrúar 2016 19:30 Helgi Már: Hefði verið mannskemmandi að tapa í dag Helgi Már Magnússon vann bikarinn í fimmtu tilraun og var kjörinn maður leiksins. 13. febrúar 2016 19:02 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var í dag aðeins annar maðurinn frá 1991 sem kemur með bikarmeistaratitilinn í Vesturbæinn. KR vann Þór úr Þorlákshöfn, 95-79, og varð bikarmeistari í ellefta sinn. Þetta er fyrsti bikarmeistaratitilinn Finns Freys sem þjálfari KR en hann gerði liðið að Íslandsmeistara undanfarin tvö tímabili. "Ég er ansi glaður og ánægður. Sérstaklega fyrir hönd félaga míns, Helga Más. Þvílíkur leikur hjá honum," sagði Finnur Freyr um gamla manninn Helga Má sem var kjörinn besti leikmaðurinn í bikarúrslitunum. Helgi Már klúðraði tveimur skotum á síðustu sekúndum úrslitaleiksins í fyrra á móti Stjörnunni þar sem KR tapaði fimmta úrslitaleiknum af sex síðan 1991. "Þetta var skrifað í skýin með Helga. Eftir þessi tvö skot hans í fyrra þá var eiginlega engin spurning um að hann myndi klára þetta í dag. Hann er búinn að vera einstaklega óheppinn með meiðsli á sínu síðasta ári en er að komast í betra stand," sagði Finnur. "Þegar hann er í lagi er hann einn allra besti leikmaður þessarar deildar." Finnur sagði KR-ingana ekkert hafa pælt í martröðum fortíðar fyrir leikinn. Það voru aðrir í því. "Það er alltaf verið að reyna að búa til umfjöllun í kringum okkur um einhverja fortíð til að eyðileggja fyrir okkur daginn með einhverju bulli. Við vorum ekkert að spá í þessu. Maður heyrði bara eitthvað um fortíðina í spjalli við fjölmiðlamenn eða aðra fyrir utan KR," sagði Finnur, en hvað þýðir það fyrir hann að koma með bikarinn heim í Vesturbæ? "Ég elska að vinna og elska að vinna með mínu félagi. Við vorum sárir og svekktir í fyrra. Þetta var titill sem við ætluðum að vinna." "Þetta var sérstaklega ánægjulegt fyrir Helga þar sem þetta var hans síðasti bikarúrslitaleikur. Ég ætla að vinna þennan bikar aftur og aftur og aftur en fyrir þessa eldri menn var virkilega gaman að klára þetta," sagði Finnur Freyr.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 95-79 | KR bikarmeistari í ellefta sinn KR vann Þór Þorlákshöfn í bikarúrslitum karla í Laugardalshöll og er bikarmeistari í 11. sinn í sögu félagsins. 13. febrúar 2016 19:30 Helgi Már: Hefði verið mannskemmandi að tapa í dag Helgi Már Magnússon vann bikarinn í fimmtu tilraun og var kjörinn maður leiksins. 13. febrúar 2016 19:02 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 95-79 | KR bikarmeistari í ellefta sinn KR vann Þór Þorlákshöfn í bikarúrslitum karla í Laugardalshöll og er bikarmeistari í 11. sinn í sögu félagsins. 13. febrúar 2016 19:30
Helgi Már: Hefði verið mannskemmandi að tapa í dag Helgi Már Magnússon vann bikarinn í fimmtu tilraun og var kjörinn maður leiksins. 13. febrúar 2016 19:02
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum