Rakel: Leiðinlegt að hætta þegar þú gerir það ekki á þínum eigin forsendum Anton Ingi Leifsson úr TM-höllinni skrifar 12. febrúar 2016 21:56 Rakel er ánægð með að vera mætt aftur. Frábær tíðindi. vísir/valli „Tilfinningin er mjög góð fyrir utan þetta tap. Það er samt sem áður mjög gaman að vera komin aftur,” sagði Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Stjörnunnar, sem snéri aftur á handboltavöllinn í dag eftir langa fjarveru vegna höfuðmeiðsla. Rakel spilaði með Stjörnunni í níu marka tapi gegn Haukum, en leikur Stjörnunnar var afleitur. Það eru hins vegar frábærar fréttir fyrir Stjörnuna og Rakel sjálfa að hún sé mætt á völlinn aftur, en meira má lesa um leikinn hér. „Ég er mjög spennt og það eru mjög skemmtilegar tímar framundan. Mér finnst mjög gaman að taka þátt,” en hvað kom til að Rakel Dögg kom aftur? „Ég er búin að taka miklum framförum með höfuðið og gengið ótrúlega vel eftir að ég átti barn fyrir sex mánuðum og ég prófaði að byrja æfa. Það gekk fínt og svo byrjaði ég að mæta á handboltaæfingu og það gekk vel.” Samkvæmt öruggum heimildum eru tvö ár og þrír mánuðir síðan að Rakel spilaði síðast, en hún er gífurlega ánægð með að vera komin aftur. „Mér fannst ég pínu skulda sjálfum mér að mæta og prófa vera með. Það er leiðinlegt að hætta þegar þú gerir það ekki á þínum eigin forsendum og ég ákvað að slá til. Ég er ótrúlega ánægð og vona að það gangi aðeins betur í næsta leik, en þetta er rosa gaman.” Næst barst tal blaðamannns að því hvort Rakel Dögg væri mætt aftur endanlega, en hún vildi ekki ganga svo langt. „Ég vil ekki kalla þetta “comeback” þar sem ég er búin að vera mjög “discreet” með þetta. Ef allt gengur vel þá verður það þannig, en ég er bara að taka einn dag í einu og skoða og hvernig ég verð. Ef allt gengur vel verð ég með út tímabilið,” sagði Rakel. „Ég byrjaði aðeins að hreyfa mig í desember, en svo fór ég að detta inn á handboltaæfingar fljótlega upp úr því. Ég hef svo sem ekkert verið alltof mikið á æfingum,” sagði Rakel að lokum, en sex mánaða sonur hennar grét í fangi hennar, hræddur við blaðamann og vildi meira athygli mömmu. Frábært að sjá Rakel á vellinum aftur. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Rakel Dögg hætt: Ég ber alls engan kala til hennar Rakel Dögg Bragadóttir, ein besta handboltakona landsins, tilkynnti í gær að hún væri hætt í handbolta vegna alvarlegra höfuðmeiðsla. "Áttaði mig á því eftir á hversu þungt höggið var í raun og veru,“ sagði hún. 31. janúar 2014 08:00 Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira
„Tilfinningin er mjög góð fyrir utan þetta tap. Það er samt sem áður mjög gaman að vera komin aftur,” sagði Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Stjörnunnar, sem snéri aftur á handboltavöllinn í dag eftir langa fjarveru vegna höfuðmeiðsla. Rakel spilaði með Stjörnunni í níu marka tapi gegn Haukum, en leikur Stjörnunnar var afleitur. Það eru hins vegar frábærar fréttir fyrir Stjörnuna og Rakel sjálfa að hún sé mætt á völlinn aftur, en meira má lesa um leikinn hér. „Ég er mjög spennt og það eru mjög skemmtilegar tímar framundan. Mér finnst mjög gaman að taka þátt,” en hvað kom til að Rakel Dögg kom aftur? „Ég er búin að taka miklum framförum með höfuðið og gengið ótrúlega vel eftir að ég átti barn fyrir sex mánuðum og ég prófaði að byrja æfa. Það gekk fínt og svo byrjaði ég að mæta á handboltaæfingu og það gekk vel.” Samkvæmt öruggum heimildum eru tvö ár og þrír mánuðir síðan að Rakel spilaði síðast, en hún er gífurlega ánægð með að vera komin aftur. „Mér fannst ég pínu skulda sjálfum mér að mæta og prófa vera með. Það er leiðinlegt að hætta þegar þú gerir það ekki á þínum eigin forsendum og ég ákvað að slá til. Ég er ótrúlega ánægð og vona að það gangi aðeins betur í næsta leik, en þetta er rosa gaman.” Næst barst tal blaðamannns að því hvort Rakel Dögg væri mætt aftur endanlega, en hún vildi ekki ganga svo langt. „Ég vil ekki kalla þetta “comeback” þar sem ég er búin að vera mjög “discreet” með þetta. Ef allt gengur vel þá verður það þannig, en ég er bara að taka einn dag í einu og skoða og hvernig ég verð. Ef allt gengur vel verð ég með út tímabilið,” sagði Rakel. „Ég byrjaði aðeins að hreyfa mig í desember, en svo fór ég að detta inn á handboltaæfingar fljótlega upp úr því. Ég hef svo sem ekkert verið alltof mikið á æfingum,” sagði Rakel að lokum, en sex mánaða sonur hennar grét í fangi hennar, hræddur við blaðamann og vildi meira athygli mömmu. Frábært að sjá Rakel á vellinum aftur.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Rakel Dögg hætt: Ég ber alls engan kala til hennar Rakel Dögg Bragadóttir, ein besta handboltakona landsins, tilkynnti í gær að hún væri hætt í handbolta vegna alvarlegra höfuðmeiðsla. "Áttaði mig á því eftir á hversu þungt höggið var í raun og veru,“ sagði hún. 31. janúar 2014 08:00 Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira
Rakel Dögg hætt: Ég ber alls engan kala til hennar Rakel Dögg Bragadóttir, ein besta handboltakona landsins, tilkynnti í gær að hún væri hætt í handbolta vegna alvarlegra höfuðmeiðsla. "Áttaði mig á því eftir á hversu þungt höggið var í raun og veru,“ sagði hún. 31. janúar 2014 08:00