Er Afturelding búin að finna annan Gintaras? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. febrúar 2016 11:30 Pinnonen skoraði níu mörk í góðum sigri Aftureldingar á Fram í gær. vísir/stefán Eistneski leikstjórnandinn Mikk Pinnonen átti stórleik þegar Afturelding vann fimm marka sigur, 29-24, á Fram í N1-höllinni í Mosfellsbæ í gær. Pinnonen, sem er 25 ára, skoraði níu mörk, úr aðeins 12 skotum, og átti auk þess fjölda stoðsendinga á félaga sína í sínum þriðja leik fyrir Aftureldingu en hann kom til liðsins í janúar. „Hann er gífurlega snöggur á fótunum og frábært að hafa hann í svona leik, hann hjálpar svo mikið til. Hann er frábær viðbót við hópinn okkar,“ sagði Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar, aðspurður um Pinnonen eftir leikinn í gær. Afturelding hefur verið í vandræðum með leikstjórnandastöðuna í vetur. Örn Ingi Bjarkason, sem var einn besti leikmaður Mosfellinga í fyrra, fór til Hammarby í Svíþjóð í sumar og þá sleit Elvar Ásgeirsson krossband í hné sem heldur honum frá keppni þetta tímabilið. Guðni Már Kristinsson var fenginn til að fylla þeirra skarð en hann hefur sjálfur átt við meiðsli að stríða.Sjá einnig: Eistlendingur með íslenska tengingu í Mosfellsbæinn En nú virðist Afturelding hins vegar hafa fundið leikstjórnandann sem liðið vantaði. Pinnonen, sem var síðast á mála hjá Dormagen í Þýskalandi, var upp og ofan í fyrstu tveimur leikjum sínum með Aftureldingu, sem voru báðir gegn Haukum, en hann sýndi sparihliðarnar gegn Fram í gær.Varnarmenn Fram áttu í mestu vandræðum með Pinnonen í leiknum í gær.vísir/stefánÞetta er raunar ekki í fyrsta skipti sem Afturelding fær leikstjórnanda frá Eystrasaltsríkjunum sem reynist liðinu vel. Í kringum aldamótin komu tveir litháískir landsliðsmenn í Mosfellsbæinn; Gintas Galkauskas og Gintaras Savukynas. Sá síðarnefndi var leikstjórnandi og var lykilmaður á gullaldartímabili í sögu Aftureldingar. Gintaras lék þrjú tímabil með Aftureldingu, frá 1998 til 2001. Fyrsta tímabilið varð liðið þrefaldur meistari; deildar-, bikar- og Íslandsmeistari og átti Litháinn stóran þátt í þeim frábæra árangri sem liðið náði. Afturelding varð aftur deildarmeistari árið á eftir en féll úr leik fyrir Haukum í undanúrslitum úrslitakeppninnar og tókst ekki að verja bikarmeistaratitilinn. Síðasta tímabil Gintaras á Íslandi endaði Afturelding í 4. sæti í deildinni og féll aftur úr leik í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Gintaras yfirgaf Aftureldingu eftir tímabilið 2000-01 en hann átti síðar eftir að þjálfa lið ÍBV hér á landi, á árunum 2005-07. Pinnonen er auðvitað langt frá því að vera kominn á sama stall og Gintaras er á Mosfellsbænum en það verður spennandi að sjá hvað hann gerir með liði Aftureldingar á næstu mánuðum. Byrjunin lofar allavega góðu. Olís-deild karla Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Eistneski leikstjórnandinn Mikk Pinnonen átti stórleik þegar Afturelding vann fimm marka sigur, 29-24, á Fram í N1-höllinni í Mosfellsbæ í gær. Pinnonen, sem er 25 ára, skoraði níu mörk, úr aðeins 12 skotum, og átti auk þess fjölda stoðsendinga á félaga sína í sínum þriðja leik fyrir Aftureldingu en hann kom til liðsins í janúar. „Hann er gífurlega snöggur á fótunum og frábært að hafa hann í svona leik, hann hjálpar svo mikið til. Hann er frábær viðbót við hópinn okkar,“ sagði Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar, aðspurður um Pinnonen eftir leikinn í gær. Afturelding hefur verið í vandræðum með leikstjórnandastöðuna í vetur. Örn Ingi Bjarkason, sem var einn besti leikmaður Mosfellinga í fyrra, fór til Hammarby í Svíþjóð í sumar og þá sleit Elvar Ásgeirsson krossband í hné sem heldur honum frá keppni þetta tímabilið. Guðni Már Kristinsson var fenginn til að fylla þeirra skarð en hann hefur sjálfur átt við meiðsli að stríða.Sjá einnig: Eistlendingur með íslenska tengingu í Mosfellsbæinn En nú virðist Afturelding hins vegar hafa fundið leikstjórnandann sem liðið vantaði. Pinnonen, sem var síðast á mála hjá Dormagen í Þýskalandi, var upp og ofan í fyrstu tveimur leikjum sínum með Aftureldingu, sem voru báðir gegn Haukum, en hann sýndi sparihliðarnar gegn Fram í gær.Varnarmenn Fram áttu í mestu vandræðum með Pinnonen í leiknum í gær.vísir/stefánÞetta er raunar ekki í fyrsta skipti sem Afturelding fær leikstjórnanda frá Eystrasaltsríkjunum sem reynist liðinu vel. Í kringum aldamótin komu tveir litháískir landsliðsmenn í Mosfellsbæinn; Gintas Galkauskas og Gintaras Savukynas. Sá síðarnefndi var leikstjórnandi og var lykilmaður á gullaldartímabili í sögu Aftureldingar. Gintaras lék þrjú tímabil með Aftureldingu, frá 1998 til 2001. Fyrsta tímabilið varð liðið þrefaldur meistari; deildar-, bikar- og Íslandsmeistari og átti Litháinn stóran þátt í þeim frábæra árangri sem liðið náði. Afturelding varð aftur deildarmeistari árið á eftir en féll úr leik fyrir Haukum í undanúrslitum úrslitakeppninnar og tókst ekki að verja bikarmeistaratitilinn. Síðasta tímabil Gintaras á Íslandi endaði Afturelding í 4. sæti í deildinni og féll aftur úr leik í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Gintaras yfirgaf Aftureldingu eftir tímabilið 2000-01 en hann átti síðar eftir að þjálfa lið ÍBV hér á landi, á árunum 2005-07. Pinnonen er auðvitað langt frá því að vera kominn á sama stall og Gintaras er á Mosfellsbænum en það verður spennandi að sjá hvað hann gerir með liði Aftureldingar á næstu mánuðum. Byrjunin lofar allavega góðu.
Olís-deild karla Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira