Tekist á um málefni minnihlutahópa: „Aðeins annað okkar bauð sig fram gegn Obama“ Bjarki Ármannsson skrifar 12. febrúar 2016 10:23 Einvígis þeirra Sanders og Clinton var beðið með mikilli eftirvæntingu. Vísir/EPA Sjöundu kappræður forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Bernie Sanders voru sýndar í beinni á sjónvarpsstöðinni PBS í nótt. Einvígisins var beðið með mikilli eftirvæntingu vestanhafs, ekki síst í ljósi stórsigurs Sanders í forvalinu í New Hampshire í vikunni. Sá sigur, sem og úrslit fyrsta forvalsins í Iowa, þar sem Clinton sigraði með miklum naumindum, gaf til kynna að öldungadeildarþingmaðurinn Sanders gæti reynst Clinton talsvert erfiðari keppinautur en nokkur hafði í raun gert ráð fyrir.Sjá einnig: Lofar stjórnmálabyltingu verði hann kjörinn forseti Utanríkisráðherrann umdeildi nýtur þó enn mikils forskots á Sanders í fylgiskönnunum um land allt og þó Sanders eigi sér eldheita stuðningsmenn er Clinton mun þekktara nafn innan Demókrataflokksins. Staða hennar þykir sömuleiðis mjög góð í ríkjunum þar sem næstu forkosningarnar fara fram, Nevada og Suður-Karólínu, en íbúar þeirra eru að stórum hluta svartir eða spænskumælandi.Það kom því ekki á óvart að sjá frambjóðendurna tvo beina máli sínu oft að minnihlutahópum í nótt. Meðal annars lofuðu bæði Sanders og Clinton afrek Barack Obama, sitjandi forseta, sem nýtur mikilla vinsælda meðal minnihlutahópa í Bandaríkjunum. Clinton, sem gegnir stöðu ráðherra í ríkisstjórn Obama, dró fram gagnrýni Sanders á forsetann í gegnum tíðina en Sanders stóð fastur á því að hann teldi forsetann vin sinn og benti á að „aðeins annað okkar bauð sig fram gegn Obama. Það var ekki ég.“ Þá beindu forsetaefnin athyglinni á kerfisbundið óréttlæti innan lögreglu og dómstóla gagnvart bandarískum minnihlutahópum.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forskosningarnar í Bandaríkjunum „Svartur drengur sem fæðist í Bandaríkjunum í dag á fjórðungslíkur á því að verða fangelsaður á lífsleiðinni,“ benti Sanders á. „Þetta er einn stærsti harmur þjóðarinnar okkar og við getum ekki lengur sópað þessu vandamáli undir teppið.“ Bent hefur verið á að þó skriðþunginn í kapphlaupinu um útnefningu Demókrataflokksins sé klárlega með Sanders þessa stundina, eru stuðningsmenn hans fyrst og fremst hvítt fólk. Hann gerði slæma stöðu minnihluta í bandarísku samfélagi að umfjöllunarefni í nótt en Clinton þótti hafa komið á hann sterku höggi í lokaorðum sínum þegar hún gerði lítið úr því hve mikið Sanders einblínir á vandamál í fjármálageiranum í málflutningi sínum.„Ég er ekki eins málefnis frambjóðandi,“ sagði Clinton. „Og ég trúi því ekki að við búum í eins málefnis ríki.“ Þar á eftir dró hún fram afstöðu sína í málefnum LGBT-fólks, kvenna og annarra minnihlutahópa, sem Sanders virðist almennt ekki jafn hrifinn af því að ræða og þörfina á því að draga úr áhrifum stórra fjármálafyrirtækja í Bandaríkjunum. Sanders hefur þó komið ítrekað á óvart í kosningabaráttunni með þessum skilaboðum sínum og forskot Clinton ekki talið nærri því jafn öruggt og það var. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Deildu um Wall Street og utanríkisstefnu Bernie Sanders og Hillary Clinton tókust á í kappræðum í gær. 5. febrúar 2016 10:23 Hillary Clinton rétt marði Sanders með minnsta mun Demókratar gengu að kjörborðinu í Iowa til að velja sinn frambjóðanda fyrir næstu forsetakosningar í nótt. Þar var spennan gríðarleg og þegar búið er að telja 99,2 prósent atkvæða er munurinn á Bernie Sanders og Hillary Clinton of lítill til að hægt sé að úrskurða sigurvegara. 2. febrúar 2016 07:06 „Ég tek ekki við fé fyrir að halda ræður hjá Goldman Sachs“ Hillary Clinton og Bernie Sanders tókust á í kappræðum forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins. 18. janúar 2016 12:51 Vilja bæði draga úr áhrifum auðkýfinga Frambjóðendurnir Bernie Sanders og Hillary Clinton vilja bæði losna við pólitísk fjármögnunarfélög, sem beita auðæfum sínum til að hafa áhrif á kosningabaráttuna í Bandaríkjunum. Úrskurður Hæstaréttar frá 2010 stendur í veginum. 6. febrúar 2016 07:00 Forskot Clinton á Sanders nærri hverfur í nýrri skoðanakönnun Samkvæmt könnuninni nýtur Clinton nú stuðnings 43 prósenta líklegra kjósenda en Sanders 39 prósenta. 12. janúar 2016 07:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Sjöundu kappræður forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Bernie Sanders voru sýndar í beinni á sjónvarpsstöðinni PBS í nótt. Einvígisins var beðið með mikilli eftirvæntingu vestanhafs, ekki síst í ljósi stórsigurs Sanders í forvalinu í New Hampshire í vikunni. Sá sigur, sem og úrslit fyrsta forvalsins í Iowa, þar sem Clinton sigraði með miklum naumindum, gaf til kynna að öldungadeildarþingmaðurinn Sanders gæti reynst Clinton talsvert erfiðari keppinautur en nokkur hafði í raun gert ráð fyrir.Sjá einnig: Lofar stjórnmálabyltingu verði hann kjörinn forseti Utanríkisráðherrann umdeildi nýtur þó enn mikils forskots á Sanders í fylgiskönnunum um land allt og þó Sanders eigi sér eldheita stuðningsmenn er Clinton mun þekktara nafn innan Demókrataflokksins. Staða hennar þykir sömuleiðis mjög góð í ríkjunum þar sem næstu forkosningarnar fara fram, Nevada og Suður-Karólínu, en íbúar þeirra eru að stórum hluta svartir eða spænskumælandi.Það kom því ekki á óvart að sjá frambjóðendurna tvo beina máli sínu oft að minnihlutahópum í nótt. Meðal annars lofuðu bæði Sanders og Clinton afrek Barack Obama, sitjandi forseta, sem nýtur mikilla vinsælda meðal minnihlutahópa í Bandaríkjunum. Clinton, sem gegnir stöðu ráðherra í ríkisstjórn Obama, dró fram gagnrýni Sanders á forsetann í gegnum tíðina en Sanders stóð fastur á því að hann teldi forsetann vin sinn og benti á að „aðeins annað okkar bauð sig fram gegn Obama. Það var ekki ég.“ Þá beindu forsetaefnin athyglinni á kerfisbundið óréttlæti innan lögreglu og dómstóla gagnvart bandarískum minnihlutahópum.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forskosningarnar í Bandaríkjunum „Svartur drengur sem fæðist í Bandaríkjunum í dag á fjórðungslíkur á því að verða fangelsaður á lífsleiðinni,“ benti Sanders á. „Þetta er einn stærsti harmur þjóðarinnar okkar og við getum ekki lengur sópað þessu vandamáli undir teppið.“ Bent hefur verið á að þó skriðþunginn í kapphlaupinu um útnefningu Demókrataflokksins sé klárlega með Sanders þessa stundina, eru stuðningsmenn hans fyrst og fremst hvítt fólk. Hann gerði slæma stöðu minnihluta í bandarísku samfélagi að umfjöllunarefni í nótt en Clinton þótti hafa komið á hann sterku höggi í lokaorðum sínum þegar hún gerði lítið úr því hve mikið Sanders einblínir á vandamál í fjármálageiranum í málflutningi sínum.„Ég er ekki eins málefnis frambjóðandi,“ sagði Clinton. „Og ég trúi því ekki að við búum í eins málefnis ríki.“ Þar á eftir dró hún fram afstöðu sína í málefnum LGBT-fólks, kvenna og annarra minnihlutahópa, sem Sanders virðist almennt ekki jafn hrifinn af því að ræða og þörfina á því að draga úr áhrifum stórra fjármálafyrirtækja í Bandaríkjunum. Sanders hefur þó komið ítrekað á óvart í kosningabaráttunni með þessum skilaboðum sínum og forskot Clinton ekki talið nærri því jafn öruggt og það var.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Deildu um Wall Street og utanríkisstefnu Bernie Sanders og Hillary Clinton tókust á í kappræðum í gær. 5. febrúar 2016 10:23 Hillary Clinton rétt marði Sanders með minnsta mun Demókratar gengu að kjörborðinu í Iowa til að velja sinn frambjóðanda fyrir næstu forsetakosningar í nótt. Þar var spennan gríðarleg og þegar búið er að telja 99,2 prósent atkvæða er munurinn á Bernie Sanders og Hillary Clinton of lítill til að hægt sé að úrskurða sigurvegara. 2. febrúar 2016 07:06 „Ég tek ekki við fé fyrir að halda ræður hjá Goldman Sachs“ Hillary Clinton og Bernie Sanders tókust á í kappræðum forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins. 18. janúar 2016 12:51 Vilja bæði draga úr áhrifum auðkýfinga Frambjóðendurnir Bernie Sanders og Hillary Clinton vilja bæði losna við pólitísk fjármögnunarfélög, sem beita auðæfum sínum til að hafa áhrif á kosningabaráttuna í Bandaríkjunum. Úrskurður Hæstaréttar frá 2010 stendur í veginum. 6. febrúar 2016 07:00 Forskot Clinton á Sanders nærri hverfur í nýrri skoðanakönnun Samkvæmt könnuninni nýtur Clinton nú stuðnings 43 prósenta líklegra kjósenda en Sanders 39 prósenta. 12. janúar 2016 07:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Deildu um Wall Street og utanríkisstefnu Bernie Sanders og Hillary Clinton tókust á í kappræðum í gær. 5. febrúar 2016 10:23
Hillary Clinton rétt marði Sanders með minnsta mun Demókratar gengu að kjörborðinu í Iowa til að velja sinn frambjóðanda fyrir næstu forsetakosningar í nótt. Þar var spennan gríðarleg og þegar búið er að telja 99,2 prósent atkvæða er munurinn á Bernie Sanders og Hillary Clinton of lítill til að hægt sé að úrskurða sigurvegara. 2. febrúar 2016 07:06
„Ég tek ekki við fé fyrir að halda ræður hjá Goldman Sachs“ Hillary Clinton og Bernie Sanders tókust á í kappræðum forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins. 18. janúar 2016 12:51
Vilja bæði draga úr áhrifum auðkýfinga Frambjóðendurnir Bernie Sanders og Hillary Clinton vilja bæði losna við pólitísk fjármögnunarfélög, sem beita auðæfum sínum til að hafa áhrif á kosningabaráttuna í Bandaríkjunum. Úrskurður Hæstaréttar frá 2010 stendur í veginum. 6. febrúar 2016 07:00
Forskot Clinton á Sanders nærri hverfur í nýrri skoðanakönnun Samkvæmt könnuninni nýtur Clinton nú stuðnings 43 prósenta líklegra kjósenda en Sanders 39 prósenta. 12. janúar 2016 07:00