Borgunarmál í alvarlegri stöðu Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. febrúar 2016 07:00 Þeir Bjarni Benediktsson og Árni Páll Árnason eru sammála um að Borgunarmálið sé grafalvarlegt. Flokksformennirni tveir hittust á Viðskiptaþingi í gær. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að sú staða sem komin er upp varðandi Landsbankann og Borgunarmálið sé alvarleg. Landsbankinn sé í senn stærsta fjármálafyrirtæki landsins og verðmætasta félag íslenska ríkisins. Í bréfi til Bankasýslunnar vísar Bjarni til upplýsinga og gagna sem birst hafa í fjölmiðlum og benda til þess að það verð sem bankinn fékk fyrir eignarhlut sinn hafi verið mun lægra en eðlilegt getur talist. Forsvarsmenn Borgunar hafa sagt að þeir hafi fyrst fengið upplýsingar um greiðslur til fyrirtækisins vegna kaupa Visa International á Visa Europe hinn 21. desember. Samkvæmt þeim upplýsingum munu greiðslurnar samsvara 6,4 milljörðum króna, auk afkomutengdrar greiðslu sem berst árið 2020. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, hefur bent á að af þessum 6,4 milljörðum fari tveir milljarðar til hluthafa Borgunar sem keyptu 31 prósents hlut af Landsbankanum í fyrirtækinu fyrir 2,2 milljarða. Áður hafi sömu hluthafar fengið tæpar 250 milljónir í arðgreiðslur. Þannig að kaupendurnir hafi fengið allt kaupverðið til baka á einu ári.Lárus Blöndal lögmaðurÍ fyrrgreindu bréfi Bjarna til Bankasýslunnar rifjar hann upp að 8. janúar síðastliðinn hafi Bankasýslan birt stöðuskýrslu varðandi fyrirhugaða sölumeðferð á Landsbankanum í samræmi við heimild í fjárlögum. Í skýrslunni komi fram að Bankasýslan stefni að því að setja fram tillögu til ráðherra á fyrsta fjórðungi þessa árs um sölu á allt að 28,2 prósenta hlut í Landsbankanum. „Ákvörðun um næstu skref varðandi sölu eignarhluta í Landsbankanum verður fyrst tekin að fengnum tillögum Bankasýslunnar, en ljóst er að sú ákvörðun mun velta á fjölmörgum atriðum og mati á því hvernig heildarhagsmunum ríkisins er best fyrir komið. Það er mat ráðherra að umræða undanfarinna vikna vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun sé til þess fallin að skaða bankann,“ segir Bjarni í bréfinu. Því sé nauðsynlegt áður en lengra er haldið í því ferli að hvaðeina er máli skiptir og varði sölu Landsbankans á Borgun verði upplýst og málið afgreitt með þeim hætti að traust til bankans og stjórnenda hans verði tryggt. Lárus Blöndal, formaður stjórnar Bankasýslunnar, segist ekki túlka það sem svo að fjármálaráðherra sé að fara fram á það í bréfinu að söluferli Landsbankans verði frestað. „Ég les það nú ekki sem aðalskilaboðin allavega. Aðalskilaboðin eru þau að það þurfi að leysa úr þessu máli sem við erum að vinna í. Og það þarf að gera það með þeim hætti að traust og trúverðugleiki bankans sé heill eftir. En hann er allavega að segja að það sé mikilvæg forsenda fyrir því að hægt sé að halda áfram með ferlið,“ segir Lárus. Borgunarmálið Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að sú staða sem komin er upp varðandi Landsbankann og Borgunarmálið sé alvarleg. Landsbankinn sé í senn stærsta fjármálafyrirtæki landsins og verðmætasta félag íslenska ríkisins. Í bréfi til Bankasýslunnar vísar Bjarni til upplýsinga og gagna sem birst hafa í fjölmiðlum og benda til þess að það verð sem bankinn fékk fyrir eignarhlut sinn hafi verið mun lægra en eðlilegt getur talist. Forsvarsmenn Borgunar hafa sagt að þeir hafi fyrst fengið upplýsingar um greiðslur til fyrirtækisins vegna kaupa Visa International á Visa Europe hinn 21. desember. Samkvæmt þeim upplýsingum munu greiðslurnar samsvara 6,4 milljörðum króna, auk afkomutengdrar greiðslu sem berst árið 2020. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, hefur bent á að af þessum 6,4 milljörðum fari tveir milljarðar til hluthafa Borgunar sem keyptu 31 prósents hlut af Landsbankanum í fyrirtækinu fyrir 2,2 milljarða. Áður hafi sömu hluthafar fengið tæpar 250 milljónir í arðgreiðslur. Þannig að kaupendurnir hafi fengið allt kaupverðið til baka á einu ári.Lárus Blöndal lögmaðurÍ fyrrgreindu bréfi Bjarna til Bankasýslunnar rifjar hann upp að 8. janúar síðastliðinn hafi Bankasýslan birt stöðuskýrslu varðandi fyrirhugaða sölumeðferð á Landsbankanum í samræmi við heimild í fjárlögum. Í skýrslunni komi fram að Bankasýslan stefni að því að setja fram tillögu til ráðherra á fyrsta fjórðungi þessa árs um sölu á allt að 28,2 prósenta hlut í Landsbankanum. „Ákvörðun um næstu skref varðandi sölu eignarhluta í Landsbankanum verður fyrst tekin að fengnum tillögum Bankasýslunnar, en ljóst er að sú ákvörðun mun velta á fjölmörgum atriðum og mati á því hvernig heildarhagsmunum ríkisins er best fyrir komið. Það er mat ráðherra að umræða undanfarinna vikna vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun sé til þess fallin að skaða bankann,“ segir Bjarni í bréfinu. Því sé nauðsynlegt áður en lengra er haldið í því ferli að hvaðeina er máli skiptir og varði sölu Landsbankans á Borgun verði upplýst og málið afgreitt með þeim hætti að traust til bankans og stjórnenda hans verði tryggt. Lárus Blöndal, formaður stjórnar Bankasýslunnar, segist ekki túlka það sem svo að fjármálaráðherra sé að fara fram á það í bréfinu að söluferli Landsbankans verði frestað. „Ég les það nú ekki sem aðalskilaboðin allavega. Aðalskilaboðin eru þau að það þurfi að leysa úr þessu máli sem við erum að vinna í. Og það þarf að gera það með þeim hætti að traust og trúverðugleiki bankans sé heill eftir. En hann er allavega að segja að það sé mikilvæg forsenda fyrir því að hægt sé að halda áfram með ferlið,“ segir Lárus.
Borgunarmálið Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira