Stjórnmálavísir: Óttast að aukin umsvif hersins í Keflavík sé aðeins upphafið Aðalsteinn Kjartansson skrifar 11. febrúar 2016 21:05 Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna og fulltrúi í utanríkismálanefnd, segir að Ísland eigi að segja sig úr NATO og vill ekki að Bandaríkjaher auki umsvif sín hér á landi. Þetta segir hún í nýjasta þætti Stjórnmálavísis. „Ég fagnaði því óskaplega árið 2006 þegar herinn fór og mér hugnast það því mjög illa ef Bandaríkjaher ætlar nú að auka umsvif sín hér á landi og mun tala gegn því og hef gert,“ segir Steinunn Þóra um hvernig henni lýst á áformin.Vill umræðuna í dagsljósið Í morgun fór fram fundur í utanríkismálanefnd þingsins þar sem málið bar á góma.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra kom fyrir nefndina í morgun.Vísir/GVA„Við ræddum þessi mál. Utanríkisráðherra kom á fundinn ásamt starfsmönnum úr ráðuneytinu og við spurðum ráðherrann út í þetta mál og ræddum ýmislegt en líkt og svo oft þá eru fundir utanríkismálanefndar bundnir trúnaði þannig ég get ekki farið djúpt ofan í einstök atriði sem komu fram á fundinum,“ segir hún. „Það er nú einmitt þess vegna, vegna þess hvernig eðli utanríkismálanna er, að þau eru oft bundin trúnaði, þá hef ég lagt mikla áherslu á það að taka þessa umræðu líka í þinginu, hinum opna vettvangi. Þess vegna hef ég nú óskað eftir því að það verði sérstök umræða um þessa auknu viðveru hersins í Keflavík og ég vona að hún komist á dagskrá sem fyrst,“ segir hún. Þannig telur Steinunn að hægt sé að hafa opna umræðu þar sem almenningur geti fylgst með. En getur þingið hérna heima komið í veg fyrir þetta? „Já ég held að að sjálfsögðu sem fullvalda þjóð haft okkar að segja um það. Það er vissulega rétt að það er varnarsamningur í gangi sem er frá 1951 og það var líka gert samkomulag þegar herinn fór árið 2006 en það hlýtur að vera okkar sem þjóðar að segja til um það hvort að við viljum það að herinn komi aftur hingað með einhverskonar aukna viðveru.Aðeins upphafið Steinunn segir að ljóst sé að herinn stefni ekki að því að koma hingað til lands með fasta viðveru, ekkert í líkingu við það sem var hér á landi áður en herinn fór. „Núna er verið að tala um það að stækka þessi flugskýli til að geta komið inn með nýrri og öflugri véla og leysa þá eldri vélar af hólmi, en ég er hrædd um það að þetta sé upphafið að einhverju meiru,“ segir hún. Steinunn Þóra segir að þrátt fyrir aukin kulda í samskiptum vesturveldanna og Rússa, til að mynda vegna Úkraínu „Það er alveg rétt að Rússar eru mjög að sækja í sig veðrið og Rússar eru agressíft herveldi, og það er alveg að sanna sig, en ég tel að það sama gildi um Bandaríkin,“ segir hún. „Ég er þeirrar skoðunar að Ísland eigi ekki heima í NATO,“ segir hún. „Ég tel að öryggi okkar sé miklu betur borgið sem lítil herlaus þjóð sem tali máli friðar og pólitískra lausna á alþjóðavettvangi.“ Bandaríski herinn vill breyta hurð flugskýlis í Keflavík, uppfæra ýmsan búnað þar, styrkja gólf og dytta að flugplani við skýlið.Vísir/TeiturSteinunn telur okkur verða miklu trúverðugri í því ef við göngum úr NATO og tökum ekki þátt í auknum átökum á milli stórveldanna. Hún telur það raunhæft í því ástandi sem nú er í heiminum; lausnin felist ekki í aukinni vígvæðingu. „Heldur einmitt að vinda ofan af þessu og tala fyrir því að það verði fundnar pólitískar lausnir og mér finnst þetta vera skref í alveg þveröfuga átt því hernaður og vígvæðing síðustu ára hafa ekki beinlínis verið að gera heiminn friðsamlegri,“ segir hún.Skiptar skoðanir í þinginu Steinunn upplifir það sem svo að það séu bæði skiptar skoðanir innan utanríkismálanefndar og þingmanna almennt um þetta. Þess vegna telji hún líka mikilvægt að fá umræðuna inn í þingið og fá ólík viðhorf fram. „Það eru tíu ár síðan að herinn fór og við höfum ekki talað mikið um hvaða þátt við viljum að Ísland hafi í þessu spili stórveldanna. Núna er kominn tími til þess að þessi umræða sé tekin bæði á þingi og í samfélaginu,“ segir hún. „Maður finnur alveg að fólk er að lesa þessar fréttir og fólk er að spá í þessum málum og auðvitað spá og spekúlera í stöðu Íslands.“ Utanríkisstefna Íslands myndi taka grundvallarbreytingum gengi Ísland úr NATO en hvað með ef við myndum segja nei við bandalagsþjóðir um varnarsamstarf? „Það voru auðvitað sumir sem vildu alls ekki brotthvarf hersins á sínum tíma en herinn fór og ég var ánægð með það. Mér finnst við bara þurfa að taka umræðuna um hvort við viljum fá hann í auknu mæli aftur? Það er held ég hin stóra pólitíska spurning,“ segir hún. Stjórnmálavísir Tengdar fréttir Stjórnmálavísir: „Armslengd þýðir ekki ábyrgðarleysi“ Árni Páll Árnason vill búa til ábyrgðarkúltúr í kringum sölu ríkiseigna. Hann er gestur Stjórnmálavísis þessa vikuna. 28. janúar 2016 19:35 Stjórnmálavísir: „Ég hef áhyggjur af Rússum“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, ræðir um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi í fyrsta þættinum af Stjórnmálavísi. 21. janúar 2016 20:25 Stjórnmálavísir: „Við höfum augljóslega áhyggjur“ Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins, segir Framsóknarþingmenn langeyga eftir frumvarpi um afnám verðtryggingar. 4. febrúar 2016 20:28 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Sjá meira
Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna og fulltrúi í utanríkismálanefnd, segir að Ísland eigi að segja sig úr NATO og vill ekki að Bandaríkjaher auki umsvif sín hér á landi. Þetta segir hún í nýjasta þætti Stjórnmálavísis. „Ég fagnaði því óskaplega árið 2006 þegar herinn fór og mér hugnast það því mjög illa ef Bandaríkjaher ætlar nú að auka umsvif sín hér á landi og mun tala gegn því og hef gert,“ segir Steinunn Þóra um hvernig henni lýst á áformin.Vill umræðuna í dagsljósið Í morgun fór fram fundur í utanríkismálanefnd þingsins þar sem málið bar á góma.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra kom fyrir nefndina í morgun.Vísir/GVA„Við ræddum þessi mál. Utanríkisráðherra kom á fundinn ásamt starfsmönnum úr ráðuneytinu og við spurðum ráðherrann út í þetta mál og ræddum ýmislegt en líkt og svo oft þá eru fundir utanríkismálanefndar bundnir trúnaði þannig ég get ekki farið djúpt ofan í einstök atriði sem komu fram á fundinum,“ segir hún. „Það er nú einmitt þess vegna, vegna þess hvernig eðli utanríkismálanna er, að þau eru oft bundin trúnaði, þá hef ég lagt mikla áherslu á það að taka þessa umræðu líka í þinginu, hinum opna vettvangi. Þess vegna hef ég nú óskað eftir því að það verði sérstök umræða um þessa auknu viðveru hersins í Keflavík og ég vona að hún komist á dagskrá sem fyrst,“ segir hún. Þannig telur Steinunn að hægt sé að hafa opna umræðu þar sem almenningur geti fylgst með. En getur þingið hérna heima komið í veg fyrir þetta? „Já ég held að að sjálfsögðu sem fullvalda þjóð haft okkar að segja um það. Það er vissulega rétt að það er varnarsamningur í gangi sem er frá 1951 og það var líka gert samkomulag þegar herinn fór árið 2006 en það hlýtur að vera okkar sem þjóðar að segja til um það hvort að við viljum það að herinn komi aftur hingað með einhverskonar aukna viðveru.Aðeins upphafið Steinunn segir að ljóst sé að herinn stefni ekki að því að koma hingað til lands með fasta viðveru, ekkert í líkingu við það sem var hér á landi áður en herinn fór. „Núna er verið að tala um það að stækka þessi flugskýli til að geta komið inn með nýrri og öflugri véla og leysa þá eldri vélar af hólmi, en ég er hrædd um það að þetta sé upphafið að einhverju meiru,“ segir hún. Steinunn Þóra segir að þrátt fyrir aukin kulda í samskiptum vesturveldanna og Rússa, til að mynda vegna Úkraínu „Það er alveg rétt að Rússar eru mjög að sækja í sig veðrið og Rússar eru agressíft herveldi, og það er alveg að sanna sig, en ég tel að það sama gildi um Bandaríkin,“ segir hún. „Ég er þeirrar skoðunar að Ísland eigi ekki heima í NATO,“ segir hún. „Ég tel að öryggi okkar sé miklu betur borgið sem lítil herlaus þjóð sem tali máli friðar og pólitískra lausna á alþjóðavettvangi.“ Bandaríski herinn vill breyta hurð flugskýlis í Keflavík, uppfæra ýmsan búnað þar, styrkja gólf og dytta að flugplani við skýlið.Vísir/TeiturSteinunn telur okkur verða miklu trúverðugri í því ef við göngum úr NATO og tökum ekki þátt í auknum átökum á milli stórveldanna. Hún telur það raunhæft í því ástandi sem nú er í heiminum; lausnin felist ekki í aukinni vígvæðingu. „Heldur einmitt að vinda ofan af þessu og tala fyrir því að það verði fundnar pólitískar lausnir og mér finnst þetta vera skref í alveg þveröfuga átt því hernaður og vígvæðing síðustu ára hafa ekki beinlínis verið að gera heiminn friðsamlegri,“ segir hún.Skiptar skoðanir í þinginu Steinunn upplifir það sem svo að það séu bæði skiptar skoðanir innan utanríkismálanefndar og þingmanna almennt um þetta. Þess vegna telji hún líka mikilvægt að fá umræðuna inn í þingið og fá ólík viðhorf fram. „Það eru tíu ár síðan að herinn fór og við höfum ekki talað mikið um hvaða þátt við viljum að Ísland hafi í þessu spili stórveldanna. Núna er kominn tími til þess að þessi umræða sé tekin bæði á þingi og í samfélaginu,“ segir hún. „Maður finnur alveg að fólk er að lesa þessar fréttir og fólk er að spá í þessum málum og auðvitað spá og spekúlera í stöðu Íslands.“ Utanríkisstefna Íslands myndi taka grundvallarbreytingum gengi Ísland úr NATO en hvað með ef við myndum segja nei við bandalagsþjóðir um varnarsamstarf? „Það voru auðvitað sumir sem vildu alls ekki brotthvarf hersins á sínum tíma en herinn fór og ég var ánægð með það. Mér finnst við bara þurfa að taka umræðuna um hvort við viljum fá hann í auknu mæli aftur? Það er held ég hin stóra pólitíska spurning,“ segir hún.
Stjórnmálavísir Tengdar fréttir Stjórnmálavísir: „Armslengd þýðir ekki ábyrgðarleysi“ Árni Páll Árnason vill búa til ábyrgðarkúltúr í kringum sölu ríkiseigna. Hann er gestur Stjórnmálavísis þessa vikuna. 28. janúar 2016 19:35 Stjórnmálavísir: „Ég hef áhyggjur af Rússum“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, ræðir um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi í fyrsta þættinum af Stjórnmálavísi. 21. janúar 2016 20:25 Stjórnmálavísir: „Við höfum augljóslega áhyggjur“ Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins, segir Framsóknarþingmenn langeyga eftir frumvarpi um afnám verðtryggingar. 4. febrúar 2016 20:28 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Sjá meira
Stjórnmálavísir: „Armslengd þýðir ekki ábyrgðarleysi“ Árni Páll Árnason vill búa til ábyrgðarkúltúr í kringum sölu ríkiseigna. Hann er gestur Stjórnmálavísis þessa vikuna. 28. janúar 2016 19:35
Stjórnmálavísir: „Ég hef áhyggjur af Rússum“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, ræðir um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi í fyrsta þættinum af Stjórnmálavísi. 21. janúar 2016 20:25
Stjórnmálavísir: „Við höfum augljóslega áhyggjur“ Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins, segir Framsóknarþingmenn langeyga eftir frumvarpi um afnám verðtryggingar. 4. febrúar 2016 20:28