Náði óvart EM-lágmarki Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. febrúar 2016 06:00 Arna Stefanía Guðmundsdóttir keppir í tveimur greinum um helgina en Aníta Hinriksdóttir tekur einnig þátt og keppir í 800 metra hlaupi Fréttablaðið/Anton Brink Arna Stefanía Guðmundsdóttir, tvítug hlaupadrottning úr FH, verður á meðal íslenskra keppenda á Norðurlandamóti innanhúss í Växjö í Svíþjóð um helgina. Hún getur ekki keppt í sinni sterkustu grein, 400 metra grindahlaupi, innanhúss en keppir þess í stað í 400 metra hlaupi og 4x200 metra hlaupi ásamt dönskum stúlkum. Ísland og Danmörk mæta með sameiginlegt lið til leiks á mótið. „Þetta eru ógeðslega flottar stelpur sem ég fæ að hlaupa með. Ein þeirra varð í fjórða sæti á HM síðasta sumar þannig að þetta verður bara ótrúlega gaman,“ segir Arna Stefanía, en hún var að skoða úrvalið í Fríhöfninni þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Arna Stefanía er skráð til leiks í boðhlaupssveitina ásamt fjórum dönskum stúlkum en aðeins fjórar hlaupa og ein þeirra verður Arna. „Danirnir eru búnir að vera ansi frekir á sín sæti sem er svo sem eðlilegt. En það er alveg búið að samþykkja að ég muni hlaupa því ég er, held ég, með þriðja besta tímann,“ segir Arna sem hefur engar áhyggjur af tungumálaörðugleikum. „Ég er betri í dönsku en ensku ef eitthvað er. Aðallega ætla ég bara að einbeita mér að því að koma keflinu til skila,“ segir hún og hlær. Arna hefur verið á miklum skriði undanfarin misseri og gengið vel eftir að hún skipti frá ÍR til FH. Hún vann fern gullverðlaun á 89. Meistaramóti Íslands síðasta sumar og setti svo mótsmet í 400 metra hlaupi á Reykjavíkurleikunum á dögunum. „Ég er rosalega glöð hjá FH; ánægð með þjálfarann og allt sem er í gangi hjá félaginu. Ég finn að mér líður vel og þegar andlega hliðin er í lagi þá smellur allt hitt. Mér finnst alltaf gaman að mæta á æfingar og ég nýt þess að gera það sem ég er að gera. Ég er að gera þetta fyrir sjálfa mig og finn að mér líður vel. Ef manni líður vel þá stendur maður sig vel,“ segir Arna Stefanía. Þessi tvítuga stúlka stóð sig frábærlega á ungmennamóti í Belgíu í lok ágúst á síðasta ári. Hún setti aldursflokkamet í 400 metra grindahlaupi og vann hlaupið. Arna var ánægð með árangurinn en síðar um haustið kom í ljós að tíminn sem hún náði var EM-lágmark. „Þjálfarinn minn sagði mér bara frá þessu á æfingu. Ég fór aldrei þarna út til að ná EM-lágmarki en ég er búin að hlaupa tvisvar undir því. Ég pældi ekki einu sinni í þessu þegar ég kom heim eftir mótið en það er gott að vera komin með lágmark og þurfa ekkert að hugsa meira um þetta. Ég get bara einbeitt mér að því að bæta mig,“ segir Arna sem mun því keppa á EM í frjálsum í Amsterdam í júlí. „Ég hef aldrei keppt á stórmóti fullorðinna áður. Það er bara geðveikt að fá að keppa á svona stórmóti í fyrsta sinn,“ segir hún. Arna hefur lagt áherslu á 400 metra grindina. „Þetta er mjög opin grein og það er ekkert alltaf sá sem á besta tímann fyrir hlaupið sem vinnur. Maður þarf að pæla í hlutum eins og skrefum og vindi sem mér finnst gaman.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Arna Stefanía Guðmundsdóttir, tvítug hlaupadrottning úr FH, verður á meðal íslenskra keppenda á Norðurlandamóti innanhúss í Växjö í Svíþjóð um helgina. Hún getur ekki keppt í sinni sterkustu grein, 400 metra grindahlaupi, innanhúss en keppir þess í stað í 400 metra hlaupi og 4x200 metra hlaupi ásamt dönskum stúlkum. Ísland og Danmörk mæta með sameiginlegt lið til leiks á mótið. „Þetta eru ógeðslega flottar stelpur sem ég fæ að hlaupa með. Ein þeirra varð í fjórða sæti á HM síðasta sumar þannig að þetta verður bara ótrúlega gaman,“ segir Arna Stefanía, en hún var að skoða úrvalið í Fríhöfninni þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Arna Stefanía er skráð til leiks í boðhlaupssveitina ásamt fjórum dönskum stúlkum en aðeins fjórar hlaupa og ein þeirra verður Arna. „Danirnir eru búnir að vera ansi frekir á sín sæti sem er svo sem eðlilegt. En það er alveg búið að samþykkja að ég muni hlaupa því ég er, held ég, með þriðja besta tímann,“ segir Arna sem hefur engar áhyggjur af tungumálaörðugleikum. „Ég er betri í dönsku en ensku ef eitthvað er. Aðallega ætla ég bara að einbeita mér að því að koma keflinu til skila,“ segir hún og hlær. Arna hefur verið á miklum skriði undanfarin misseri og gengið vel eftir að hún skipti frá ÍR til FH. Hún vann fern gullverðlaun á 89. Meistaramóti Íslands síðasta sumar og setti svo mótsmet í 400 metra hlaupi á Reykjavíkurleikunum á dögunum. „Ég er rosalega glöð hjá FH; ánægð með þjálfarann og allt sem er í gangi hjá félaginu. Ég finn að mér líður vel og þegar andlega hliðin er í lagi þá smellur allt hitt. Mér finnst alltaf gaman að mæta á æfingar og ég nýt þess að gera það sem ég er að gera. Ég er að gera þetta fyrir sjálfa mig og finn að mér líður vel. Ef manni líður vel þá stendur maður sig vel,“ segir Arna Stefanía. Þessi tvítuga stúlka stóð sig frábærlega á ungmennamóti í Belgíu í lok ágúst á síðasta ári. Hún setti aldursflokkamet í 400 metra grindahlaupi og vann hlaupið. Arna var ánægð með árangurinn en síðar um haustið kom í ljós að tíminn sem hún náði var EM-lágmark. „Þjálfarinn minn sagði mér bara frá þessu á æfingu. Ég fór aldrei þarna út til að ná EM-lágmarki en ég er búin að hlaupa tvisvar undir því. Ég pældi ekki einu sinni í þessu þegar ég kom heim eftir mótið en það er gott að vera komin með lágmark og þurfa ekkert að hugsa meira um þetta. Ég get bara einbeitt mér að því að bæta mig,“ segir Arna sem mun því keppa á EM í frjálsum í Amsterdam í júlí. „Ég hef aldrei keppt á stórmóti fullorðinna áður. Það er bara geðveikt að fá að keppa á svona stórmóti í fyrsta sinn,“ segir hún. Arna hefur lagt áherslu á 400 metra grindina. „Þetta er mjög opin grein og það er ekkert alltaf sá sem á besta tímann fyrir hlaupið sem vinnur. Maður þarf að pæla í hlutum eins og skrefum og vindi sem mér finnst gaman.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira