Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grótta 23-24 | Sjóðheitir Gróttumenn tóku Valsmenn Stefán Árni Pálsson í Valshöllinni skrifar 11. febrúar 2016 20:45 Aron Dagur Pálsson var góður í liði Gróttu. vísir/vilhelm Grótta vann magnaðan sigur, 24-23, á Valsmönnum í Valshöllinni í kvöld. Frábær sigur hjá baráttuglöðum Gróttumönnum. Mikið jafnræði var á með liðunum í byrjun leiks og var jafnt á öllum tölum. Geir Guðmundsson bar uppi sóknarleik Vals og gerði hann sjö mörk í fyrri hálfleiknum. Leikmenn Gróttu réðu ekkert við hann en gestirnir voru aftur á móti að leika vel. Þeir stöðvuðu aðra leikmenn Vals og þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum var Grótta tveimur mörkum yfir 11-9. Þeir leiddi leikinn með einu í hálfleik, 14-13. Grótta byrjaði síðari hálfleikinn virkilega og voru ótrúlega ákveðnir í sínum aðgerðum sóknarlega. Lárus Helgi Ólafsson varð vel í marki gestanna og það gekk allt upp. Valsmenn aftur á móti voru að flýta sér allt of mikið og það var eins og þeir ætluðu sér að skora tvö mörk í hverri sókn. Þegar um þrettán mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum var staðan orðin 19-15 fyrir Gróttu. Gestirnir voru einfaldlega betri í þessum leik. Þeir voru frábærir varnarlega og Valsmenn réðu ekkert við þá. Lárus Helgi Ólafsson var flottur í markinu hjá Gróttu og að lokum vann Grótta eins marks sigur 24-23 en sigur þeirra var ekki í hættu undir lokin. Valsmenn minnkuðu muninn í eitt mark nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Aron Dagur Pálsson var góður í liði Gróttu með sex mörk en Geir Guðmundsson var með átta hjá Val. Grótta er því komið með 20 stig en Valsmenn með 30 stig. Gunnar: Náðum að stöðva hraðaupphlaupin þeirraGunnar Andrésson„Ég er alveg hrikalega sáttur með þennan sigur og bara hvernig liðið spilaði vel sem ein heild,“ segir Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, eftir leikinn. „Liðheildin var ótrúlega sterk. Við fórum inn í leikinn með ákveðið plan sem við héldum allan tímann. Það var vissulega byrjað að draga aðeins að okkur þegar tíu mínútur voru eftir og ég keyrði á frekar fáum mönnum.“ Gunnar segir að það hafði því verið ótrúlega vel gert að klára leikinn. „Við vissum fyrir leik að Valur væri með hrikalega sterkt hraðaupphlaupslið. Þegar við náum að taka þau vopn úr þeirra höndum þá eigum við góðan möguleika.“ Hann segir að liðið hafi æft gríðarlega vel í landsliðspásunni og ungu strákarnir eru að koma virkilega vel inn í liðið núna eftir áramót. Óskar: Þeir voru með frumkvæðið allan leikinnÓskar Bjarni.„Grótta var bara með frumkvæðið allan leikinn og þeir voru bara betri, þannig er það núna bara,“ sagði mjög svo svekktur þjálfari Vals, Óskar Bjarni Óskarsson. „Við náðum engum þéttaleika í varnarleikinn og náðum þar af leiðandi engum hraðaupphlaupum. Við náðum ekki að brjóta á þeim eða þvinga þá í erfið skot.“ Óskar segir að leikmenn Gróttu hafi bara stjórnað leiknum allan tímann. „Vörnin kom í seinni hálfleiknum en þá var bara sóknarleikurinn mjög lélegur. Lalli var síðan að verja vel hjá þeim. Það voru bara allt of fáir hjá okkur sem áttu góðan leik í dag, það var kannski Geir [Guðmundsson] í fyrri hálfleik og síðan ekki söguna meir.“ „Hvernig liðið spilaði sem heild sóknarlega var einnig ekki nægilega gott og það var bara margt sem var að í dag.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Grótta vann magnaðan sigur, 24-23, á Valsmönnum í Valshöllinni í kvöld. Frábær sigur hjá baráttuglöðum Gróttumönnum. Mikið jafnræði var á með liðunum í byrjun leiks og var jafnt á öllum tölum. Geir Guðmundsson bar uppi sóknarleik Vals og gerði hann sjö mörk í fyrri hálfleiknum. Leikmenn Gróttu réðu ekkert við hann en gestirnir voru aftur á móti að leika vel. Þeir stöðvuðu aðra leikmenn Vals og þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum var Grótta tveimur mörkum yfir 11-9. Þeir leiddi leikinn með einu í hálfleik, 14-13. Grótta byrjaði síðari hálfleikinn virkilega og voru ótrúlega ákveðnir í sínum aðgerðum sóknarlega. Lárus Helgi Ólafsson varð vel í marki gestanna og það gekk allt upp. Valsmenn aftur á móti voru að flýta sér allt of mikið og það var eins og þeir ætluðu sér að skora tvö mörk í hverri sókn. Þegar um þrettán mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum var staðan orðin 19-15 fyrir Gróttu. Gestirnir voru einfaldlega betri í þessum leik. Þeir voru frábærir varnarlega og Valsmenn réðu ekkert við þá. Lárus Helgi Ólafsson var flottur í markinu hjá Gróttu og að lokum vann Grótta eins marks sigur 24-23 en sigur þeirra var ekki í hættu undir lokin. Valsmenn minnkuðu muninn í eitt mark nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Aron Dagur Pálsson var góður í liði Gróttu með sex mörk en Geir Guðmundsson var með átta hjá Val. Grótta er því komið með 20 stig en Valsmenn með 30 stig. Gunnar: Náðum að stöðva hraðaupphlaupin þeirraGunnar Andrésson„Ég er alveg hrikalega sáttur með þennan sigur og bara hvernig liðið spilaði vel sem ein heild,“ segir Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, eftir leikinn. „Liðheildin var ótrúlega sterk. Við fórum inn í leikinn með ákveðið plan sem við héldum allan tímann. Það var vissulega byrjað að draga aðeins að okkur þegar tíu mínútur voru eftir og ég keyrði á frekar fáum mönnum.“ Gunnar segir að það hafði því verið ótrúlega vel gert að klára leikinn. „Við vissum fyrir leik að Valur væri með hrikalega sterkt hraðaupphlaupslið. Þegar við náum að taka þau vopn úr þeirra höndum þá eigum við góðan möguleika.“ Hann segir að liðið hafi æft gríðarlega vel í landsliðspásunni og ungu strákarnir eru að koma virkilega vel inn í liðið núna eftir áramót. Óskar: Þeir voru með frumkvæðið allan leikinnÓskar Bjarni.„Grótta var bara með frumkvæðið allan leikinn og þeir voru bara betri, þannig er það núna bara,“ sagði mjög svo svekktur þjálfari Vals, Óskar Bjarni Óskarsson. „Við náðum engum þéttaleika í varnarleikinn og náðum þar af leiðandi engum hraðaupphlaupum. Við náðum ekki að brjóta á þeim eða þvinga þá í erfið skot.“ Óskar segir að leikmenn Gróttu hafi bara stjórnað leiknum allan tímann. „Vörnin kom í seinni hálfleiknum en þá var bara sóknarleikurinn mjög lélegur. Lalli var síðan að verja vel hjá þeim. Það voru bara allt of fáir hjá okkur sem áttu góðan leik í dag, það var kannski Geir [Guðmundsson] í fyrri hálfleik og síðan ekki söguna meir.“ „Hvernig liðið spilaði sem heild sóknarlega var einnig ekki nægilega gott og það var bara margt sem var að í dag.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira