Heims- og Evrópumeistari fékk sænska ríkisfangið sitt með svikum og prettum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. febrúar 2016 21:30 Abeba Aregawi. Vísir/Getty Hin 25 ára gamla Abeba Aregawi hefur verið ein af bestu 1500 metra hlaupurum heimsins undanfarin ár og hún hefur keppt fyrir Svíþjóð frá og með árinu 2013. Svíar ættu því að vera stoltir af sinni konu en það er ekki svo. Í dag er Abeba Aregawi hinsvegar ein af umdeildustu íþróttamönnum sænsku þjóðarinnar og nýjar upplýsingar um búsetu, hjónaband og skattamál hennar hafa kallað fram hneykslun hjá mjög mörgum Svíum. Abeba Aregawi hefur unnið þrenn verðlaun á stórmótum, hún varð heimsmeistari bæði inni (2014) og úti (2013) og vann Evrópumeistaramót innanhúss 2013. Sænska blaðið Expressen hefur fjallað ítarlega um skattamál hennar og nú er komið fram í dagsljósið að Aregawi laug á umsókn sinni um sænskt ríkisfang. Þetta kom fram þegar skattayfirvöld í Svíþjóð tilkynntu að hún þyrfti ekki að greiða skatta í Svíþjóð þar sem að hún hafði aldrei búið í Svíþjóð.Annað kom þó fram í umsókn hennar um sænskt ríkisfang og í viðbót bættist við málamynda hjónaband hennar. „Hún sveik mig," sagði Anders Albertsson, fyrrum framkvæmdastjóri sænska frjálsíþróttasambandsins, við blaðamann Expressen en það var einmitt hann sem hjálpaði máli hennar í gegnum sænska kerfið. Abeba Aregawi giftist hinum sænsk-eþíópíska Henok Weldegebriel árið 2008 og sagðist í umsókn sinni hafa flutt til Svíþjóðar árið eftir giftinguna og verið með lögheimili í Svíþjóð síðan þá. „Ég hitti Ababa á hóteli í Svíþjóð. Þar lét hún mig fá bréf þar sem hún sóttist eftir því að keppa fyrir Svíþjóð. Ég hafði enga ástæðu til að efast um það að hún byggi í Svíþjóð," sagði Albertsson. Expressen hafði áður sagt frá því að hjónaband Abeba Aregawi og Henok Weldegebriel hafi aðeins verið til að hjálpa henni til að fá sænskt ríkisfang. Hún hélt síðan skilnaðinum leyndum fyrir þjálfurum og öðrum í tíu mánuði. Um leið og hún átti að fara borga skatta í Svíþjóð þá flutti hún aftur til Eþíópíu.Sænski blaðamaðurinn Elisabet Höglund er mjög ósátt með stöðu málsins og vill koma í veg fyrir að Abeba Aregawi keppi á HM innanhúss í Portland sem fer fram í mars. „Abeba Aregawi átti aldrei að fá sænskt ríkisfang. Hún vann gull á heimsmeistaramóti fyrir Svíþjóð en hún tilheyrði aldrei Svíþjóð," skrifaði Höglund á bloggsíðu sína. Frjálsar íþróttir Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sjá meira
Hin 25 ára gamla Abeba Aregawi hefur verið ein af bestu 1500 metra hlaupurum heimsins undanfarin ár og hún hefur keppt fyrir Svíþjóð frá og með árinu 2013. Svíar ættu því að vera stoltir af sinni konu en það er ekki svo. Í dag er Abeba Aregawi hinsvegar ein af umdeildustu íþróttamönnum sænsku þjóðarinnar og nýjar upplýsingar um búsetu, hjónaband og skattamál hennar hafa kallað fram hneykslun hjá mjög mörgum Svíum. Abeba Aregawi hefur unnið þrenn verðlaun á stórmótum, hún varð heimsmeistari bæði inni (2014) og úti (2013) og vann Evrópumeistaramót innanhúss 2013. Sænska blaðið Expressen hefur fjallað ítarlega um skattamál hennar og nú er komið fram í dagsljósið að Aregawi laug á umsókn sinni um sænskt ríkisfang. Þetta kom fram þegar skattayfirvöld í Svíþjóð tilkynntu að hún þyrfti ekki að greiða skatta í Svíþjóð þar sem að hún hafði aldrei búið í Svíþjóð.Annað kom þó fram í umsókn hennar um sænskt ríkisfang og í viðbót bættist við málamynda hjónaband hennar. „Hún sveik mig," sagði Anders Albertsson, fyrrum framkvæmdastjóri sænska frjálsíþróttasambandsins, við blaðamann Expressen en það var einmitt hann sem hjálpaði máli hennar í gegnum sænska kerfið. Abeba Aregawi giftist hinum sænsk-eþíópíska Henok Weldegebriel árið 2008 og sagðist í umsókn sinni hafa flutt til Svíþjóðar árið eftir giftinguna og verið með lögheimili í Svíþjóð síðan þá. „Ég hitti Ababa á hóteli í Svíþjóð. Þar lét hún mig fá bréf þar sem hún sóttist eftir því að keppa fyrir Svíþjóð. Ég hafði enga ástæðu til að efast um það að hún byggi í Svíþjóð," sagði Albertsson. Expressen hafði áður sagt frá því að hjónaband Abeba Aregawi og Henok Weldegebriel hafi aðeins verið til að hjálpa henni til að fá sænskt ríkisfang. Hún hélt síðan skilnaðinum leyndum fyrir þjálfurum og öðrum í tíu mánuði. Um leið og hún átti að fara borga skatta í Svíþjóð þá flutti hún aftur til Eþíópíu.Sænski blaðamaðurinn Elisabet Höglund er mjög ósátt með stöðu málsins og vill koma í veg fyrir að Abeba Aregawi keppi á HM innanhúss í Portland sem fer fram í mars. „Abeba Aregawi átti aldrei að fá sænskt ríkisfang. Hún vann gull á heimsmeistaramóti fyrir Svíþjóð en hún tilheyrði aldrei Svíþjóð," skrifaði Höglund á bloggsíðu sína.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sjá meira