Gatlin þurfti kalda til að slá heimsmet Bolts | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. febrúar 2016 19:00 Justin Gatlin með silfur og Usain Bolt með gull á HM í Peking í fyrra. vísir/getty Bandaríski spretthlauparinn Justin Gatlin, fyrrverandi heims- og Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi, sló heimsmet Usain Bolt í 100 metrunum í japönskum sjónvarpsþætti á dögunum. Gatlin hljóp 100 metrana á 9,45 sekúndum en met Bolts, sem Jamaíkumaðurinn setti á HM í Berlín 2009, eru 9,58 sekúndur. Metið var þó langt frá því að vera tekið gilt hjá Gatlin því hann hljóp undan vindvél sem hjálpaði honum að slá þetta sjö ára gamla met. Meðvindurinn mældist 8,9 metrar á sekúndu sem gera fimm vindstig samkvæmt gamla kerfinu, en á íslensku kallast það kaldi. Meðvindur má mest vera tveir metrar á sekúndu til að fá met tekin gild í frjálsíþróttum og var hann til samanburðar 0,9 metrar á sekúndu þegar Bolt settið heimsmetið í Berlín. Justin Gatlin er líklega eini maðurinn sem getur komið í veg fyrir að Bolt vinni ekki 100 metra hlaupið þriðju Ólympíuleikana í röð í Ríó í sumar. Bandaríkjamaðurinn, sem hefur tvívegis farið í keppnisbann vegna lyfjamisnotkunar, hefur verið helsti keppinautur Bolts undanfarin misseri. Hann varð í öðru sæti í 100 metra hlaupi á eftir Bolt á heimsmeistaramótinu í Peking síðasta sumar. Þar var Gatlin aðeins einum hundraðsta á eftir Jamaíkamanninum í mark. Myndband af Gatlin að slá heimsmetið í 100 metra hlaupi á ólöglegan máta má sjá hér að neðan. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Sjá meira
Bandaríski spretthlauparinn Justin Gatlin, fyrrverandi heims- og Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi, sló heimsmet Usain Bolt í 100 metrunum í japönskum sjónvarpsþætti á dögunum. Gatlin hljóp 100 metrana á 9,45 sekúndum en met Bolts, sem Jamaíkumaðurinn setti á HM í Berlín 2009, eru 9,58 sekúndur. Metið var þó langt frá því að vera tekið gilt hjá Gatlin því hann hljóp undan vindvél sem hjálpaði honum að slá þetta sjö ára gamla met. Meðvindurinn mældist 8,9 metrar á sekúndu sem gera fimm vindstig samkvæmt gamla kerfinu, en á íslensku kallast það kaldi. Meðvindur má mest vera tveir metrar á sekúndu til að fá met tekin gild í frjálsíþróttum og var hann til samanburðar 0,9 metrar á sekúndu þegar Bolt settið heimsmetið í Berlín. Justin Gatlin er líklega eini maðurinn sem getur komið í veg fyrir að Bolt vinni ekki 100 metra hlaupið þriðju Ólympíuleikana í röð í Ríó í sumar. Bandaríkjamaðurinn, sem hefur tvívegis farið í keppnisbann vegna lyfjamisnotkunar, hefur verið helsti keppinautur Bolts undanfarin misseri. Hann varð í öðru sæti í 100 metra hlaupi á eftir Bolt á heimsmeistaramótinu í Peking síðasta sumar. Þar var Gatlin aðeins einum hundraðsta á eftir Jamaíkamanninum í mark. Myndband af Gatlin að slá heimsmetið í 100 metra hlaupi á ólöglegan máta má sjá hér að neðan.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn