Ítölsk kona liggur með alvarlega áverka á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir bílveltu milli Stykkishólms og Búðardals í gær.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í gær eftir að bíll valt á á Stykkishólmsvegi austan við Álftafjörð. Voru sex erlendir ferðamenn í bílnum og voru þrír þeirra fluttir með þyrlunni til Reykjavíkur. Konan er sú eina sem er alvarlega slösuð eftir bílveltuna en líðan hennar stöðug.
