Lausna leitað í álversdeilunni hjá sáttasemjara í dag sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. febrúar 2016 11:25 Deilan í álverinu hefur staðið mánuðum saman. Vísir/GVA Samninganefndir Rio Tinto Alcan og starfsmanna álversins í Straumsvík koma saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag. Deiluaðilar virðast stál í stál og fátt bendir til að lausn finnist í bráð, að sögn Gylfa Ingvarssonar, talsmanns starfsmanna í álverinu. „Við hittumst fyrir helgi en ástandið er bara óbreytt. Við reyndum að finna út hvernig við gætum haldið áfram eftir því sem frá var horfið og virtist Rio Tinto hafa fengið einhverja heimild að utan til að halda áfram að tala við okkur. En að öðru leyti vitum við ekkert,“ segir Gylfi. Næsta skip til Straumsvíkur er væntanlegt í dag og á lestun þess að hefjast á morgun. Gylfi segir að þá muni reyna enn frekar á verkfallið, en að verkfallsverðir muni sjá til þess að öllum reglum verði fylgt. „Skipið er núna á ytri höfninni þannig að við reiknum með því að það verði komið upp úr klukkan tvö. Þá verður náttúrulega tekið og landað úr skipinu og það tekur svona um og yfir sólarhring,“ segir hann. „Það skýrist svo upp úr hádegi þegar búið er að losa skipið hvað það er sem má fara um borð og hvað ekki.“ Aðspurður segir hann hugsanlegt að yfirmenn muni reyna að ganga í störf verkamanna. „Það er alveg hugsanlegt. Þeir boðuðu líka að þeir ætluðu hugsanlega að kæra framkvæmdina en það hefur ekkert komið fram enn þá, en vonandi átta þeir sig á því að það þarf að setjast niður og leysa deiluna. Hún leysist ekkert í kærum sitt á hvað,“ segir Gylfi. Kjaradeila í Straumsvík Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31 Óvænt boðað til sáttafundar í álversdeilunni Ríkissáttasemjari hefur kallað deiluaðila í álverinu í Straumsvík til sáttafundar á mánudag. Næsta útskipun ætti að verða á þriðjudag. 27. febrúar 2016 14:54 Heldur til Rotterdam með einn tíunda af fyrirhuguðum farmi Flutningaskip sem átti að lesta ál í Straumsvík og er þar í höfninni verður gert sjóklárt með morgninum. 25. febrúar 2016 07:58 Langvarandi deilu er hvergi nærri lokið Engu hefur enn miðað í kjaraviðræðum starfsmanna Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í apríl í fyrra. 25. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Samninganefndir Rio Tinto Alcan og starfsmanna álversins í Straumsvík koma saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag. Deiluaðilar virðast stál í stál og fátt bendir til að lausn finnist í bráð, að sögn Gylfa Ingvarssonar, talsmanns starfsmanna í álverinu. „Við hittumst fyrir helgi en ástandið er bara óbreytt. Við reyndum að finna út hvernig við gætum haldið áfram eftir því sem frá var horfið og virtist Rio Tinto hafa fengið einhverja heimild að utan til að halda áfram að tala við okkur. En að öðru leyti vitum við ekkert,“ segir Gylfi. Næsta skip til Straumsvíkur er væntanlegt í dag og á lestun þess að hefjast á morgun. Gylfi segir að þá muni reyna enn frekar á verkfallið, en að verkfallsverðir muni sjá til þess að öllum reglum verði fylgt. „Skipið er núna á ytri höfninni þannig að við reiknum með því að það verði komið upp úr klukkan tvö. Þá verður náttúrulega tekið og landað úr skipinu og það tekur svona um og yfir sólarhring,“ segir hann. „Það skýrist svo upp úr hádegi þegar búið er að losa skipið hvað það er sem má fara um borð og hvað ekki.“ Aðspurður segir hann hugsanlegt að yfirmenn muni reyna að ganga í störf verkamanna. „Það er alveg hugsanlegt. Þeir boðuðu líka að þeir ætluðu hugsanlega að kæra framkvæmdina en það hefur ekkert komið fram enn þá, en vonandi átta þeir sig á því að það þarf að setjast niður og leysa deiluna. Hún leysist ekkert í kærum sitt á hvað,“ segir Gylfi.
Kjaradeila í Straumsvík Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31 Óvænt boðað til sáttafundar í álversdeilunni Ríkissáttasemjari hefur kallað deiluaðila í álverinu í Straumsvík til sáttafundar á mánudag. Næsta útskipun ætti að verða á þriðjudag. 27. febrúar 2016 14:54 Heldur til Rotterdam með einn tíunda af fyrirhuguðum farmi Flutningaskip sem átti að lesta ál í Straumsvík og er þar í höfninni verður gert sjóklárt með morgninum. 25. febrúar 2016 07:58 Langvarandi deilu er hvergi nærri lokið Engu hefur enn miðað í kjaraviðræðum starfsmanna Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í apríl í fyrra. 25. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31
Óvænt boðað til sáttafundar í álversdeilunni Ríkissáttasemjari hefur kallað deiluaðila í álverinu í Straumsvík til sáttafundar á mánudag. Næsta útskipun ætti að verða á þriðjudag. 27. febrúar 2016 14:54
Heldur til Rotterdam með einn tíunda af fyrirhuguðum farmi Flutningaskip sem átti að lesta ál í Straumsvík og er þar í höfninni verður gert sjóklárt með morgninum. 25. febrúar 2016 07:58
Langvarandi deilu er hvergi nærri lokið Engu hefur enn miðað í kjaraviðræðum starfsmanna Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í apríl í fyrra. 25. febrúar 2016 07:00