Gistirýmum á Airbnb fjölgaði um 126 prósent Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. febrúar 2016 10:28 Flestar íbúðirnar sem eru í virkri útleigu á Airbnb eru miðsvæðis í borginni. Vísir/Vilhelm Fjárfestingar í hótel-og gistirými hafa ekki fylgt eftir vextinum í fjölda ferðamanna og sérstaklega ekki á vinsælustu gistisvæðunum t.d. á höfuðborgarsvæðinu. Af þessum ástæðum hefur skapast grundvöllur fyrir mikinn vöxt deilihagkerfisins undanfarið. Til að mynda hefur skráðum gistirýmum á Airbnb fjölgað verulega. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um Íslenska ferðaþjónustu sem birt var í dag.Sjá einnig: Svona lítur Airbnb Reykjavík útÍ skýrslunni segir að gert sé ráð fyrir að 1,6 milljónir ferðamanna komi til Íslands í ár, sem yrði þá 29 prósent aukning frá árinu 2015. Hins vegar er áætlað að 290 ný hótelherbergi komi á markaðinn 2016 sem nemur 5,8 prósent aukningu á framboði hótelherbergja. Aukið framboð haldi því ekki í við aukna eftirspurn. Þetta leiði því til þess að nýting hótelherbergja mun að öllum líkindum verða hærri á árinu 2016 en á árinu 2015 og stærri hluti ferðamanna leita í aðra gistingu en hótelgistingu. í lok nóvember á árinu 2015 var fjöldi skráðra gistirýma á Airbnb í Reykjavík 2.681.Vísir/Vilhelm2,2 milljarða tekjur vegna Airbnb Í skýrslunni kemur fram að í lok nóvember á árinu 2015 var fjöldi skráðra gistirýma á Airbnb í Reykjavík 2.681 en þau voru 1.188 í desember á árinu 2014. Skráðum gistirýmum hefur því fjölgað um 126% á tæpu ári. Flest gistirýmin eru skráð í miðbænum og á nærliggjandi svæðum. Á 12 mánaða tímabili frá og með nóvember á árinu 2014 voru seldar um 89,5 þúsund nætur í gegnum Airbnb á þeim gistirýmum sem skráð eru í Reykjavík. Ef gert er ráð fyrir því að fjöldi gesta hafi verið samkvæmt leyfilegu hámarki hverju sinni má áætla að fjöldi gistinótta yfir áðurgreint 12 mánaða tímabil hafi verið 357,6 þúsund.Sjá einnig: Rúmlega tvöföldun í fjölda gistirýma á AirbnbTil samanburðar þá nam fjöldi gistinótta hótela á höfuðborgarsvæðinu yfir sama tímabil um 1.782 þúsundum. Seldar gistinætur í gegnum Airbnb voru því um 20% af gistinóttum á hótelum. Á þessu sama tímabili voru heildartekjur aðila með skráð gistirými á Airbnb í Reykjavík um 2,22 milljarðar króna. Tekjur hótela á höfuðborgarsvæðinu yfir sama tímabil námu 14,5 milljörðum. Nema tekjur í gegnum Airbnb yfir 12 mánaða tímabil því rúmlega 15% af þeim tekjum sem hótelmarkaðurinn aflaði yfir sama tímabil Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn sækja í einkabílaleigu Algengt er að fólk hafi 300.000 - 800.000 króna tekjur yfir sumarið við lán á bíl sínum. 22. febrúar 2016 11:27 Fjögur prósent íbúða leigð túristum Um fjögur prósent allra íbúða í Reykjavík eru í útleigu til ferðamanna samkvæmt nýrri skýrslu sem Háskólinn á Bifröst kynnti fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðherra í gær. 7. nóvember 2015 07:00 Rúmlega tvöföldun í fjölda gistirýma á Airbnb Rúmlega tvöfalt fleiri gistirými á Íslandi eru nú auglýst á Airbnb en fyrir ári síðan. 26. janúar 2016 15:09 Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Sjáðu hvernig leiguíbúðir á Airbnb teygja sig um allt höfuðborgarsvæðið. 11. nóvember 2015 10:30 Hótelin í borginni: „Það hefur verið skortur á hótelherbergjum“ Milljón ferðamenn koma til landsins og einhverstaðar þurfa þeir að gista. 12. nóvember 2015 10:00 Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Fjárfestingar í hótel-og gistirými hafa ekki fylgt eftir vextinum í fjölda ferðamanna og sérstaklega ekki á vinsælustu gistisvæðunum t.d. á höfuðborgarsvæðinu. Af þessum ástæðum hefur skapast grundvöllur fyrir mikinn vöxt deilihagkerfisins undanfarið. Til að mynda hefur skráðum gistirýmum á Airbnb fjölgað verulega. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um Íslenska ferðaþjónustu sem birt var í dag.Sjá einnig: Svona lítur Airbnb Reykjavík útÍ skýrslunni segir að gert sé ráð fyrir að 1,6 milljónir ferðamanna komi til Íslands í ár, sem yrði þá 29 prósent aukning frá árinu 2015. Hins vegar er áætlað að 290 ný hótelherbergi komi á markaðinn 2016 sem nemur 5,8 prósent aukningu á framboði hótelherbergja. Aukið framboð haldi því ekki í við aukna eftirspurn. Þetta leiði því til þess að nýting hótelherbergja mun að öllum líkindum verða hærri á árinu 2016 en á árinu 2015 og stærri hluti ferðamanna leita í aðra gistingu en hótelgistingu. í lok nóvember á árinu 2015 var fjöldi skráðra gistirýma á Airbnb í Reykjavík 2.681.Vísir/Vilhelm2,2 milljarða tekjur vegna Airbnb Í skýrslunni kemur fram að í lok nóvember á árinu 2015 var fjöldi skráðra gistirýma á Airbnb í Reykjavík 2.681 en þau voru 1.188 í desember á árinu 2014. Skráðum gistirýmum hefur því fjölgað um 126% á tæpu ári. Flest gistirýmin eru skráð í miðbænum og á nærliggjandi svæðum. Á 12 mánaða tímabili frá og með nóvember á árinu 2014 voru seldar um 89,5 þúsund nætur í gegnum Airbnb á þeim gistirýmum sem skráð eru í Reykjavík. Ef gert er ráð fyrir því að fjöldi gesta hafi verið samkvæmt leyfilegu hámarki hverju sinni má áætla að fjöldi gistinótta yfir áðurgreint 12 mánaða tímabil hafi verið 357,6 þúsund.Sjá einnig: Rúmlega tvöföldun í fjölda gistirýma á AirbnbTil samanburðar þá nam fjöldi gistinótta hótela á höfuðborgarsvæðinu yfir sama tímabil um 1.782 þúsundum. Seldar gistinætur í gegnum Airbnb voru því um 20% af gistinóttum á hótelum. Á þessu sama tímabili voru heildartekjur aðila með skráð gistirými á Airbnb í Reykjavík um 2,22 milljarðar króna. Tekjur hótela á höfuðborgarsvæðinu yfir sama tímabil námu 14,5 milljörðum. Nema tekjur í gegnum Airbnb yfir 12 mánaða tímabil því rúmlega 15% af þeim tekjum sem hótelmarkaðurinn aflaði yfir sama tímabil
Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn sækja í einkabílaleigu Algengt er að fólk hafi 300.000 - 800.000 króna tekjur yfir sumarið við lán á bíl sínum. 22. febrúar 2016 11:27 Fjögur prósent íbúða leigð túristum Um fjögur prósent allra íbúða í Reykjavík eru í útleigu til ferðamanna samkvæmt nýrri skýrslu sem Háskólinn á Bifröst kynnti fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðherra í gær. 7. nóvember 2015 07:00 Rúmlega tvöföldun í fjölda gistirýma á Airbnb Rúmlega tvöfalt fleiri gistirými á Íslandi eru nú auglýst á Airbnb en fyrir ári síðan. 26. janúar 2016 15:09 Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Sjáðu hvernig leiguíbúðir á Airbnb teygja sig um allt höfuðborgarsvæðið. 11. nóvember 2015 10:30 Hótelin í borginni: „Það hefur verið skortur á hótelherbergjum“ Milljón ferðamenn koma til landsins og einhverstaðar þurfa þeir að gista. 12. nóvember 2015 10:00 Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Erlendir ferðamenn sækja í einkabílaleigu Algengt er að fólk hafi 300.000 - 800.000 króna tekjur yfir sumarið við lán á bíl sínum. 22. febrúar 2016 11:27
Fjögur prósent íbúða leigð túristum Um fjögur prósent allra íbúða í Reykjavík eru í útleigu til ferðamanna samkvæmt nýrri skýrslu sem Háskólinn á Bifröst kynnti fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðherra í gær. 7. nóvember 2015 07:00
Rúmlega tvöföldun í fjölda gistirýma á Airbnb Rúmlega tvöfalt fleiri gistirými á Íslandi eru nú auglýst á Airbnb en fyrir ári síðan. 26. janúar 2016 15:09
Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Sjáðu hvernig leiguíbúðir á Airbnb teygja sig um allt höfuðborgarsvæðið. 11. nóvember 2015 10:30
Hótelin í borginni: „Það hefur verið skortur á hótelherbergjum“ Milljón ferðamenn koma til landsins og einhverstaðar þurfa þeir að gista. 12. nóvember 2015 10:00