Ragnheiður Ríkharðs: Líta Bændasamtökin ekki á alifugla- og svínaræktendur sem bændur? Ásgeir Erlendsson skrifar 28. febrúar 2016 19:00 Nýr búvörusamningur var undirritaður á dögunum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, hefur lýst yfir andstöðu sinni við samninginn. „Ég hef lýst yfir andstöðu yfir þá eins og þeir eru og koma fram í dag. Ég er hugsi yfir því sem þar stendur. Ég er líka hugsi yfir því sem ekki er þarna. “ Ragnheiður bendir á að lítið sem ekkert sé minnst á alífugla eða svínabændur í samningnum. „Eru það skilaboð frá Bændasamtökunum að þetta séu ekki bændur?“ Ragnheiður gagnrýnir einnig að ráðherranefnd sem hún hafi sjálf átt sæti í um búvörusamninga hafi aldrei komið saman. Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðarráðherra, segir að sú nefnd hafi verið sett á laggirnar vegna afmarkaða þátta er varðaði Mjólkursamsöluna. „Því máli er ekkert lokið og það hlýtur að vera til umfjöllunar hjá þessari nefnd sem átti að fjalla um þennan afmarkaða þátt. “ Gagnrýni Ragnheiðar Ríkharðsdóttur hefur einnig beinst að því að henni finnst sérkennilegt að í samningnum sé lítið sem ekkert fjallað um náttúruvernd og umhverfismál. „Í búvörusamningnum sjálfum er líka fjallað um umhverfismál. Þar á meðal stórfelld aukning í gæðastýringu í sauðfjárrækt sem snýst bara um umhverfismál.“Er rétt að binda hendur ríkisins til tíu ára, að hluta að minnsta kosti, og tveggja næstu ríkisstjórna með þessum samningi?,,Þetta er samningur til langs tíma. Um fyrirsjáanleika. Menn geti séð svolítið fyrir sér hvernig eigi að fara inn í fjárfestingar og tekist á við þær áskoranir sem uppi eru. Það eru tvær endurskoðanir sem koma til með að verða á sitthvoru kjörtímabilinu. Auðvitað eru menn að gefa sér að það sé eðlilegur stuðningur við það að styðja landbúnað eins og í öllum öðrum vestrænum löndum. En með hvaða hætti hafa ríkisstjórnirnir nákvæmlega tækifæri til að koma að viðeigandi skoðunum.“ Ragnheiði Ríkharðsdóttur finnst samningurinn vera of langur. „Ég hef sagt að þetta sé of langur tími. Ég stend nú við það. “ Segir Ragnheiður. Óánægjan úr röðum sjálfstæðismanna kemur Sigurði Inga ekki á óvart. „Nei ég get ekki sagt það.“ Segir Sigurður Ingi að lokum. Búvörusamningar Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Sjá meira
Nýr búvörusamningur var undirritaður á dögunum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, hefur lýst yfir andstöðu sinni við samninginn. „Ég hef lýst yfir andstöðu yfir þá eins og þeir eru og koma fram í dag. Ég er hugsi yfir því sem þar stendur. Ég er líka hugsi yfir því sem ekki er þarna. “ Ragnheiður bendir á að lítið sem ekkert sé minnst á alífugla eða svínabændur í samningnum. „Eru það skilaboð frá Bændasamtökunum að þetta séu ekki bændur?“ Ragnheiður gagnrýnir einnig að ráðherranefnd sem hún hafi sjálf átt sæti í um búvörusamninga hafi aldrei komið saman. Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðarráðherra, segir að sú nefnd hafi verið sett á laggirnar vegna afmarkaða þátta er varðaði Mjólkursamsöluna. „Því máli er ekkert lokið og það hlýtur að vera til umfjöllunar hjá þessari nefnd sem átti að fjalla um þennan afmarkaða þátt. “ Gagnrýni Ragnheiðar Ríkharðsdóttur hefur einnig beinst að því að henni finnst sérkennilegt að í samningnum sé lítið sem ekkert fjallað um náttúruvernd og umhverfismál. „Í búvörusamningnum sjálfum er líka fjallað um umhverfismál. Þar á meðal stórfelld aukning í gæðastýringu í sauðfjárrækt sem snýst bara um umhverfismál.“Er rétt að binda hendur ríkisins til tíu ára, að hluta að minnsta kosti, og tveggja næstu ríkisstjórna með þessum samningi?,,Þetta er samningur til langs tíma. Um fyrirsjáanleika. Menn geti séð svolítið fyrir sér hvernig eigi að fara inn í fjárfestingar og tekist á við þær áskoranir sem uppi eru. Það eru tvær endurskoðanir sem koma til með að verða á sitthvoru kjörtímabilinu. Auðvitað eru menn að gefa sér að það sé eðlilegur stuðningur við það að styðja landbúnað eins og í öllum öðrum vestrænum löndum. En með hvaða hætti hafa ríkisstjórnirnir nákvæmlega tækifæri til að koma að viðeigandi skoðunum.“ Ragnheiði Ríkharðsdóttur finnst samningurinn vera of langur. „Ég hef sagt að þetta sé of langur tími. Ég stend nú við það. “ Segir Ragnheiður. Óánægjan úr röðum sjálfstæðismanna kemur Sigurði Inga ekki á óvart. „Nei ég get ekki sagt það.“ Segir Sigurður Ingi að lokum.
Búvörusamningar Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Sjá meira