Bankarnir sæta enn rannsókn Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. febrúar 2016 07:00 Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins (SE) á meintri misnotkun á sameiginlegri markaðsráðandi stöðu stóru viðskiptabankanna þriggja er ennþá ólokið. Rannsóknin hófst vegna kvartana árið 2010. Kvartanirnar vörðuðu skilmála íbúðalána bankans, sem samkvæmt kvörtununum hindra einstaklinga í því að færa viðskipti sín til annarra banka og hamla þannig samkeppni. Vakin er athygli á rannsókninni í ársreikningi Arion banka fyrir árið 2015. „Umfang rannsóknarinnar og útkoma málsins er enn óviss, sem og hver áhrifin á samstæðuna verða. Komi til þess að niðurstaða SE verði á þann veg að samstæðan hafi brotið samkeppnislög gæti það haft í för með sér sekt,“ segir í ársreikningnum. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að rannsóknin sé enn í gangi. „Málinu var forgangsraðað aftur fyrir rannsókn á greiðslukortamarkaðnum sem lauk á síðasta ári með sekt á fyrirtækin. Þetta mál beið á meðan og við erum að taka ákvörðun um framhald málsins,“ segir Páll Gunnar. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins, Fjármálaþjónusta á krossgötum, er fjallað lítillega um rannsóknina. Í skýrslunni segir jafnframt að halda þurfi áfram að draga úr aðgangshindrunum á fjármálamarkaði með því að beita samkeppnislögum af festu. Í þeirri sömu skýrslu segir að rekstrarkostnaður bankanna á föstu verði hafi aukist verulega á hverju ári frá hruni. Rekstur 14 lánastofnana árið 2011 hafi kostaði 30% meira á föstu verði en rekstur 32 lánastofnana fyrir áratug. Að mati Samkeppniseftirlitsins gefur þetta til kynna að samkeppnisaðhaldi í bankaþjónustu sé áfátt því samkeppni hvetji fyrirtæki til hagræðingar. „Viðskiptavinir bankanna greiða rekstrarkostnaðinn dýru verði með óhagstæðum viðskiptakjörum. Mikill vaxtamunur í alþjóðlegu samhengi leggst þungt á heimili og fyrirtæki og dregur úr samkeppnishæfni hagkerfisins,“ segir í skýrslunni. Sá vandi sem endurspeglast í háum rekstrarkostnaði bankanna og þar með háum vaxtakostnaði heimila og fyrirtækja sé mikill og ekki auðleystur. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær var afkoma bankanna þriggja þó mjög góð á síðasta ári. Samanlagður hagnaður eftir skatta nam 106,8 milljörðum króna. Arion banki hagnaðist mest eða um tæpa fimmtíu milljarða króna. Afkoman markast mjög af óreglulegum liðum, einkum eignasölu í fimm félögum. Minna munaði milli bankanna í hagnaði af reglulegri starfsemi. Þar hagnaðist Arion banki um 16,8 milljarða, en Íslandsbanki um 16,2 milljarða króna. Mest lesið Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Sjá meira
Rannsókn Samkeppniseftirlitsins (SE) á meintri misnotkun á sameiginlegri markaðsráðandi stöðu stóru viðskiptabankanna þriggja er ennþá ólokið. Rannsóknin hófst vegna kvartana árið 2010. Kvartanirnar vörðuðu skilmála íbúðalána bankans, sem samkvæmt kvörtununum hindra einstaklinga í því að færa viðskipti sín til annarra banka og hamla þannig samkeppni. Vakin er athygli á rannsókninni í ársreikningi Arion banka fyrir árið 2015. „Umfang rannsóknarinnar og útkoma málsins er enn óviss, sem og hver áhrifin á samstæðuna verða. Komi til þess að niðurstaða SE verði á þann veg að samstæðan hafi brotið samkeppnislög gæti það haft í för með sér sekt,“ segir í ársreikningnum. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að rannsóknin sé enn í gangi. „Málinu var forgangsraðað aftur fyrir rannsókn á greiðslukortamarkaðnum sem lauk á síðasta ári með sekt á fyrirtækin. Þetta mál beið á meðan og við erum að taka ákvörðun um framhald málsins,“ segir Páll Gunnar. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins, Fjármálaþjónusta á krossgötum, er fjallað lítillega um rannsóknina. Í skýrslunni segir jafnframt að halda þurfi áfram að draga úr aðgangshindrunum á fjármálamarkaði með því að beita samkeppnislögum af festu. Í þeirri sömu skýrslu segir að rekstrarkostnaður bankanna á föstu verði hafi aukist verulega á hverju ári frá hruni. Rekstur 14 lánastofnana árið 2011 hafi kostaði 30% meira á föstu verði en rekstur 32 lánastofnana fyrir áratug. Að mati Samkeppniseftirlitsins gefur þetta til kynna að samkeppnisaðhaldi í bankaþjónustu sé áfátt því samkeppni hvetji fyrirtæki til hagræðingar. „Viðskiptavinir bankanna greiða rekstrarkostnaðinn dýru verði með óhagstæðum viðskiptakjörum. Mikill vaxtamunur í alþjóðlegu samhengi leggst þungt á heimili og fyrirtæki og dregur úr samkeppnishæfni hagkerfisins,“ segir í skýrslunni. Sá vandi sem endurspeglast í háum rekstrarkostnaði bankanna og þar með háum vaxtakostnaði heimila og fyrirtækja sé mikill og ekki auðleystur. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær var afkoma bankanna þriggja þó mjög góð á síðasta ári. Samanlagður hagnaður eftir skatta nam 106,8 milljörðum króna. Arion banki hagnaðist mest eða um tæpa fimmtíu milljarða króna. Afkoman markast mjög af óreglulegum liðum, einkum eignasölu í fimm félögum. Minna munaði milli bankanna í hagnaði af reglulegri starfsemi. Þar hagnaðist Arion banki um 16,8 milljarða, en Íslandsbanki um 16,2 milljarða króna.
Mest lesið Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent