Sigursteinn Másson: Ákvörðun Hvals hf að veiða ekki stórhvali í sumar mun stórbæta ímynd íslands sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. febrúar 2016 12:08 "Þetta eru mjög góðar fréttir," segir Sigursteinn Másson. Vísir Sigursteinn Másson, talsmaður Alþjóðadýraverndunarsjóðsins fagnar ákvörðun Hvals hf um að veiða ekki stórhvali hér við land í sumar og næstu sumur. Hann segir það eiga eftir að koma í ljós fljótlega hversu jákvæð þessi ákvörðun verður fyrir Ísland. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf, tilkynnti í gær að fyrirtækið myndi ekki veiða neina stórhvali í sumar né næstu sumur, nema Japanir liðki til í eftirlitskerfi sínu og taki upp nútímaleg vinnubrögð. Að öllu óbreyttu verði fyrirtækinu lokað og því engin starfsemi í Hvalstöðinni í Hvalfirði. „Þetta eru mjög góðar fréttir. Mjög jákvæðar fyrir Ísland, fyrir hvali, dýravelferð og dýravernd. Þessi ákvörðun hefur klárlega verið mjög erfið fyrir Kristján Loftsson og það er saga á bak við þetta fyrirtæki og áreiðanlega erfitt að fara í gegnum allt sem hann er að gera. En það sem er á heildina litið þá mun þessi ákvörðun verða til góðs fyrir sjávarútveginn á Íslandi og fyrir íslenska hagsmuni almennt,” segir Sigursteinn. Hann segir ákvörðunina eiga eftir að bæta ímynd Íslands til muna. „Ef hér er um varanlega ákvörðun að ræða þá er mér til efs að hægt sé að taka eina ákvörðun bætir jafn mikið ímynd Íslands eins og þessi. Það hafa verið vandræði í samskiptum, ekki bara við Bandaríkin heldur líka við Evrópu og ýmis önnur lönd, sem hafa litið þetta hornauga svo vægt sé til orða tekið. Með þessu þá er dýravelferð og dýravernd sett á þann stað á Íslandi sem þessi mál eiga að vera þannig að þetta er mjög afdrifarík ákvörðun sem mun koma fram tiltölulega fljótt hversu jákvæð hún er fyrir Ísland og íslenska hagsmuni,” segir hann. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. 25. febrúar 2016 08:24 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði ákærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Sigursteinn Másson, talsmaður Alþjóðadýraverndunarsjóðsins fagnar ákvörðun Hvals hf um að veiða ekki stórhvali hér við land í sumar og næstu sumur. Hann segir það eiga eftir að koma í ljós fljótlega hversu jákvæð þessi ákvörðun verður fyrir Ísland. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf, tilkynnti í gær að fyrirtækið myndi ekki veiða neina stórhvali í sumar né næstu sumur, nema Japanir liðki til í eftirlitskerfi sínu og taki upp nútímaleg vinnubrögð. Að öllu óbreyttu verði fyrirtækinu lokað og því engin starfsemi í Hvalstöðinni í Hvalfirði. „Þetta eru mjög góðar fréttir. Mjög jákvæðar fyrir Ísland, fyrir hvali, dýravelferð og dýravernd. Þessi ákvörðun hefur klárlega verið mjög erfið fyrir Kristján Loftsson og það er saga á bak við þetta fyrirtæki og áreiðanlega erfitt að fara í gegnum allt sem hann er að gera. En það sem er á heildina litið þá mun þessi ákvörðun verða til góðs fyrir sjávarútveginn á Íslandi og fyrir íslenska hagsmuni almennt,” segir Sigursteinn. Hann segir ákvörðunina eiga eftir að bæta ímynd Íslands til muna. „Ef hér er um varanlega ákvörðun að ræða þá er mér til efs að hægt sé að taka eina ákvörðun bætir jafn mikið ímynd Íslands eins og þessi. Það hafa verið vandræði í samskiptum, ekki bara við Bandaríkin heldur líka við Evrópu og ýmis önnur lönd, sem hafa litið þetta hornauga svo vægt sé til orða tekið. Með þessu þá er dýravelferð og dýravernd sett á þann stað á Íslandi sem þessi mál eiga að vera þannig að þetta er mjög afdrifarík ákvörðun sem mun koma fram tiltölulega fljótt hversu jákvæð hún er fyrir Ísland og íslenska hagsmuni,” segir hann.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. 25. febrúar 2016 08:24 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði ákærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. 25. febrúar 2016 08:24