Marsspá Siggu Kling – Sporðdreki: Þolinmæðin mun leysa vandamálin 26. febrúar 2016 09:00 Hjartans góði sporðdrekinn minn. Mikið ertu nú búinn að vera duglegur, dálítið þreyttur og pínulítið ringlaður líka en fyrst og fremst duglegur. Dugnaður er sterkasti krafturinn þinn í gegnum marsmánuð og þú þarft að vera í eins miklu jafnvægi og þú getur í öllum þessum dugnaði. Það er svo mikilvægt að sofa, hvíla sig, vakna hægt og rólega og vera eins mikið heima og þú getur, fyrir utan vinnu, eða skóla eða annað sem þú þarft að vera að brasa í þessum blessaða mánuði sem þú ert að hefja. Þolinmæði þín er að skila þér góðri útkomu. Og alveg sama hvaða vandamál eru í kringum þig núna þá er það þolinmæðin sem mun leysa þau fyrir þig. Þú ert hrókur alls fagnaðar og fólkið þitt elskar þig en þú hefur áhyggjur af því að aðrir dæmi þig út af þessu eða hinu og þess vegna er mottóið þitt í þessum mánuði: Það er bannað að dæma. Þeir sem dæma aðra eru með lítið sjálfstraust og alls ekki skemmtilega fólkið. Þú munt sýna öðrum hvað þú ert sterkur andlega með því að halda bara áfram sama hvað á móti blæs, því það er bara hraðahindrun og þú þarft aðeins að hægja á þér til þess að komast klakklaust yfir. Þú þarft að beina ástríðu þinni núna í nákvæmlega það sem þú vilt. Þú ert búinn að vera hugsa of mikið út og suður og finnast eins og þú þurfir að vera allstaðar og allt í öllu en einbeittu þér að einu í einu. Ef þú ert á lausu hjartað mitt þá skaltu vita það að ástin kemur á hárréttum tíma og þegar ástin kemur þá veistu hvað er rétt. Þú munt finna að þú verður alveg pollrólegur og öruggur með allt í kringum þig. Það er nefnilega ekki ást þegar að fæturnir kikna undan þér og þú færð illt í magann. Það er hræðsla. Í ástinni þarft þú að hafa besta vin sem maka því þú ert svo mikill bardagamaður að annað hæfir þér ekki. Þú ert að fara inn í farsælt tímabil með fjölskyldu þinni og viska þín mun gefa þér öryggi og skapa þér meiri vináttu. Ef það er búið að vera einhver deyfð yfir þér þá ert þú á rangri leið. Þú þarft að sjá hvað það er sem gerir þig hamingjusaman og þá færðu kraftinn til að finna réttu leiðina.Frægir sporðdrekar: Dísa í World Class, Helga Braga Jónsdóttir leikkona, Björk Guðmundsdóttir söngkona, Scarlett Johansson leikkona, Whoopie Goldberg leikkona, Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir sjónvarpskona, Emmsjé Gauti rappari. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
Hjartans góði sporðdrekinn minn. Mikið ertu nú búinn að vera duglegur, dálítið þreyttur og pínulítið ringlaður líka en fyrst og fremst duglegur. Dugnaður er sterkasti krafturinn þinn í gegnum marsmánuð og þú þarft að vera í eins miklu jafnvægi og þú getur í öllum þessum dugnaði. Það er svo mikilvægt að sofa, hvíla sig, vakna hægt og rólega og vera eins mikið heima og þú getur, fyrir utan vinnu, eða skóla eða annað sem þú þarft að vera að brasa í þessum blessaða mánuði sem þú ert að hefja. Þolinmæði þín er að skila þér góðri útkomu. Og alveg sama hvaða vandamál eru í kringum þig núna þá er það þolinmæðin sem mun leysa þau fyrir þig. Þú ert hrókur alls fagnaðar og fólkið þitt elskar þig en þú hefur áhyggjur af því að aðrir dæmi þig út af þessu eða hinu og þess vegna er mottóið þitt í þessum mánuði: Það er bannað að dæma. Þeir sem dæma aðra eru með lítið sjálfstraust og alls ekki skemmtilega fólkið. Þú munt sýna öðrum hvað þú ert sterkur andlega með því að halda bara áfram sama hvað á móti blæs, því það er bara hraðahindrun og þú þarft aðeins að hægja á þér til þess að komast klakklaust yfir. Þú þarft að beina ástríðu þinni núna í nákvæmlega það sem þú vilt. Þú ert búinn að vera hugsa of mikið út og suður og finnast eins og þú þurfir að vera allstaðar og allt í öllu en einbeittu þér að einu í einu. Ef þú ert á lausu hjartað mitt þá skaltu vita það að ástin kemur á hárréttum tíma og þegar ástin kemur þá veistu hvað er rétt. Þú munt finna að þú verður alveg pollrólegur og öruggur með allt í kringum þig. Það er nefnilega ekki ást þegar að fæturnir kikna undan þér og þú færð illt í magann. Það er hræðsla. Í ástinni þarft þú að hafa besta vin sem maka því þú ert svo mikill bardagamaður að annað hæfir þér ekki. Þú ert að fara inn í farsælt tímabil með fjölskyldu þinni og viska þín mun gefa þér öryggi og skapa þér meiri vináttu. Ef það er búið að vera einhver deyfð yfir þér þá ert þú á rangri leið. Þú þarft að sjá hvað það er sem gerir þig hamingjusaman og þá færðu kraftinn til að finna réttu leiðina.Frægir sporðdrekar: Dísa í World Class, Helga Braga Jónsdóttir leikkona, Björk Guðmundsdóttir söngkona, Scarlett Johansson leikkona, Whoopie Goldberg leikkona, Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir sjónvarpskona, Emmsjé Gauti rappari.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira