Ferðamenn fá kennslustund í íslenskum sundsiðareglum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. febrúar 2016 20:29 Ný herferð frá Inspired by Iceland leggur áherslu á að kenna ferðamönnum hvernig rétt sé að haga sér á Íslandi. Mynd/Skjáskot Erlendir ferðamenn fá leiðbeiningar um það hvernig rétt sé að þrífa sig áður en gengið er til sundlauga hér í landi í nýju myndbandi frá markaðsátakinu Inspired by Iceland. Myndbandið er hluti af nýrri herferð sem nefnist Iceland Academy. Það er Guðmundur, siðameistari sundferða, sem fer yfir sundferðir á Íslandi. Minnir hann á gagnsemi vísunnar Höfuð, herðar, hné og tær þegar kemur að því að muna eftir þeim svæðum sem nauðsynlegt er að þrífa áður en að farið er í sund, allt með aðstoð kviknakins hjálparkokks. Myndbandið, sem sjá má hér að neðan, er hluti af nýrri herferð Inspired by Iceland sem ætlað er að fræða ferðamenn um Ísland en ásamt sundferðamyndbandinu voru einnig gefin út þrjú önnur myndbönd. Hafa myndböndin vakið nokkra athygli ytra og fjallar bandaríski vefmiðilinn Mashable um þau í dag. Í umfjöllun vefsins segir að myndbandaherferðin snúist meira um að kynna ferðamönnum fyrir hvernig ferðast megi á Íslandi á öruggan hátt, fremur en að þeim sé ætlað að fjölga ferðamönnum líkt og fyrri herferðir Inspired by Iceland. Í öðru myndbandinu er farið yfir mikilvægi þess að keyra ekki utanvegar, ganga utan stíga eða byggja vörður. Þriðja myndbandið fer yfir möguleikana í vetraríþróttum á Íslandi og það fjórða leggur áherslu á hvað þurfi að hafa í huga ætli ferðamenn að ganga á fjöllum og lögð er áhersla á það að fara ekki á jökla án leiðsögumanna sem þekki vel til. Myndböndin má sjá hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dansandi ferðamenn á ísjökum í kynningarmyndbandi Inspired by Iceland Í kynningarmyndbandi sem framleitt var í tengslum við markaðsherferðina Inspired by Iceland sjást ferðamenn dansa á ísjökum á lóni sem er ekki svo ósvipað Jökulsárlóni. 19. febrúar 2016 12:27 Inspired by Iceland í Bankastræti Verslunin var áður í flugstöð Leifs Eiríkssonar. 26. september 2015 10:56 Áfangastaðurinn Ísland kynntur með nýrri mannlegri leitarvél Nýr áfangi markaðsverkefnisins Ísland - allt árið hefst í dag en þetta kemur fram í tilkynningu frá íslandsstofu. 28. apríl 2015 14:41 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Erlendir ferðamenn fá leiðbeiningar um það hvernig rétt sé að þrífa sig áður en gengið er til sundlauga hér í landi í nýju myndbandi frá markaðsátakinu Inspired by Iceland. Myndbandið er hluti af nýrri herferð sem nefnist Iceland Academy. Það er Guðmundur, siðameistari sundferða, sem fer yfir sundferðir á Íslandi. Minnir hann á gagnsemi vísunnar Höfuð, herðar, hné og tær þegar kemur að því að muna eftir þeim svæðum sem nauðsynlegt er að þrífa áður en að farið er í sund, allt með aðstoð kviknakins hjálparkokks. Myndbandið, sem sjá má hér að neðan, er hluti af nýrri herferð Inspired by Iceland sem ætlað er að fræða ferðamenn um Ísland en ásamt sundferðamyndbandinu voru einnig gefin út þrjú önnur myndbönd. Hafa myndböndin vakið nokkra athygli ytra og fjallar bandaríski vefmiðilinn Mashable um þau í dag. Í umfjöllun vefsins segir að myndbandaherferðin snúist meira um að kynna ferðamönnum fyrir hvernig ferðast megi á Íslandi á öruggan hátt, fremur en að þeim sé ætlað að fjölga ferðamönnum líkt og fyrri herferðir Inspired by Iceland. Í öðru myndbandinu er farið yfir mikilvægi þess að keyra ekki utanvegar, ganga utan stíga eða byggja vörður. Þriðja myndbandið fer yfir möguleikana í vetraríþróttum á Íslandi og það fjórða leggur áherslu á hvað þurfi að hafa í huga ætli ferðamenn að ganga á fjöllum og lögð er áhersla á það að fara ekki á jökla án leiðsögumanna sem þekki vel til. Myndböndin má sjá hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dansandi ferðamenn á ísjökum í kynningarmyndbandi Inspired by Iceland Í kynningarmyndbandi sem framleitt var í tengslum við markaðsherferðina Inspired by Iceland sjást ferðamenn dansa á ísjökum á lóni sem er ekki svo ósvipað Jökulsárlóni. 19. febrúar 2016 12:27 Inspired by Iceland í Bankastræti Verslunin var áður í flugstöð Leifs Eiríkssonar. 26. september 2015 10:56 Áfangastaðurinn Ísland kynntur með nýrri mannlegri leitarvél Nýr áfangi markaðsverkefnisins Ísland - allt árið hefst í dag en þetta kemur fram í tilkynningu frá íslandsstofu. 28. apríl 2015 14:41 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Dansandi ferðamenn á ísjökum í kynningarmyndbandi Inspired by Iceland Í kynningarmyndbandi sem framleitt var í tengslum við markaðsherferðina Inspired by Iceland sjást ferðamenn dansa á ísjökum á lóni sem er ekki svo ósvipað Jökulsárlóni. 19. febrúar 2016 12:27
Inspired by Iceland í Bankastræti Verslunin var áður í flugstöð Leifs Eiríkssonar. 26. september 2015 10:56
Áfangastaðurinn Ísland kynntur með nýrri mannlegri leitarvél Nýr áfangi markaðsverkefnisins Ísland - allt árið hefst í dag en þetta kemur fram í tilkynningu frá íslandsstofu. 28. apríl 2015 14:41