Elín Jóna: Skrítið að mæta Gróttu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. febrúar 2016 14:00 Elín Jóna hefur átt afbragðs tímabil í Hafnarfirðinum. vísir/stefán Markvörðurinn efnilegi, Elín Jóna Þorsteinsdóttir, verður í sérstakri stöðu í kvöld þegar Haukar mæta Gróttu í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í handbolta. Elín Jóna er uppalinn hjá Gróttu en var lánuð til Hauka fyrir tímabilið. Hún mætir því „sínu liði“, sem hún er samningsbundin, í kvöld. Elín Jóna viðurkennir að þetta sé ekki óskastaða. „Þetta leggst ágætlega í mig þótt það hafi ekki verið það skemmtilegasta að sjá Hauka og Gróttu dragast saman. En maður verður bara að gíra sig upp í leikinn og mæta 100% klár í hann,“ sagði Elín Jóna í samtali við Vísi í hádeginu. „Þetta verður smá stressandi en samt bara skemmtilegt. Auðvitað er skrítið að mæta Gróttu, ég er búinn að vera í félaginu í meira en 10 ár,“ bætti markvörðurinn við. Elín Jóna, sem er 19 ára gömul, hefur fundið sig vel með Haukum og átt stóran þátt í góðu gengi liðsins í vetur. Alfreð Örn Finnson, þjálfari Vals, gekk svo langt að segja að Elín Jóna hafi verið lykilinn að velgengni Haukanna þegar hann var beðinn um að spá í undanúrslitaleikina í Fréttablaðinu í dag.Elín Jóna mætir Gróttu öðru sinni í kvöld.vísir/stefánHaukar og Grótta hafa mæst einu sinni í vetur, þann 7. nóvember í Olís-deildinni. Þeim leik lyktaði með 21-21 jafntefli og Elín segist hafa fundið sig ágætlega í þeim leik. „Þetta gekk nokkuð vel þótt manni finnist maður alltaf eiga eitthvað inni,“ sagði Elín Jóna sem getur orðið bikarmeistari annað árið í röð. Hún kom inn á undir lokin þegar Grótta rústaði Val, 29-14, í úrslitaleiknum í fyrra og gerði sér lítið fyrir og varði sex af þeim sjö skotum sem hún fékk á sig. Elín Jóna hefur fulla trú á að Haukar geti lagt Íslands- og bikarmeistara Gróttu að velli og komist í úrslitaleikinn á laugardaginn. „Auðvitað, annars værum við ekki í þessu. Við gætum alveg eins verið heima og horft á leikinn í sjónvarpinu. Við höfum 100% trú á að við getum unnið þær,“ sagði Elín Jóna ákveðin að lokum.Leikur Gróttu og Hauka hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Markvörðurinn efnilegi, Elín Jóna Þorsteinsdóttir, verður í sérstakri stöðu í kvöld þegar Haukar mæta Gróttu í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í handbolta. Elín Jóna er uppalinn hjá Gróttu en var lánuð til Hauka fyrir tímabilið. Hún mætir því „sínu liði“, sem hún er samningsbundin, í kvöld. Elín Jóna viðurkennir að þetta sé ekki óskastaða. „Þetta leggst ágætlega í mig þótt það hafi ekki verið það skemmtilegasta að sjá Hauka og Gróttu dragast saman. En maður verður bara að gíra sig upp í leikinn og mæta 100% klár í hann,“ sagði Elín Jóna í samtali við Vísi í hádeginu. „Þetta verður smá stressandi en samt bara skemmtilegt. Auðvitað er skrítið að mæta Gróttu, ég er búinn að vera í félaginu í meira en 10 ár,“ bætti markvörðurinn við. Elín Jóna, sem er 19 ára gömul, hefur fundið sig vel með Haukum og átt stóran þátt í góðu gengi liðsins í vetur. Alfreð Örn Finnson, þjálfari Vals, gekk svo langt að segja að Elín Jóna hafi verið lykilinn að velgengni Haukanna þegar hann var beðinn um að spá í undanúrslitaleikina í Fréttablaðinu í dag.Elín Jóna mætir Gróttu öðru sinni í kvöld.vísir/stefánHaukar og Grótta hafa mæst einu sinni í vetur, þann 7. nóvember í Olís-deildinni. Þeim leik lyktaði með 21-21 jafntefli og Elín segist hafa fundið sig ágætlega í þeim leik. „Þetta gekk nokkuð vel þótt manni finnist maður alltaf eiga eitthvað inni,“ sagði Elín Jóna sem getur orðið bikarmeistari annað árið í röð. Hún kom inn á undir lokin þegar Grótta rústaði Val, 29-14, í úrslitaleiknum í fyrra og gerði sér lítið fyrir og varði sex af þeim sjö skotum sem hún fékk á sig. Elín Jóna hefur fulla trú á að Haukar geti lagt Íslands- og bikarmeistara Gróttu að velli og komist í úrslitaleikinn á laugardaginn. „Auðvitað, annars værum við ekki í þessu. Við gætum alveg eins verið heima og horft á leikinn í sjónvarpinu. Við höfum 100% trú á að við getum unnið þær,“ sagði Elín Jóna ákveðin að lokum.Leikur Gróttu og Hauka hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira