Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Haukar 30-29 | Seltirningar í úrslit eftir frábæran leik Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalshöll skrifar 25. febrúar 2016 23:00 Úr leiknum í kvöld. Vísir/Ernir Grótta mætir Stjörnunni í úrslitum Coca-Cola bikars kvenna í handbolta eftir eins marks sigur, 30-29, á Haukum í ótrúlegum leik í Laugardalshöllinni í kvöld.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari 365, var á vellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Tvær framlengingar þurfti til að knýja fram úrslit í þessum frábæra leik en Grótta hafði að lokum betur og er komin í úrslit. Liðið á því möguleika að verja bikarmeistaratitilinn sem það vann í fyrsta sinn í fyrra. Hin 16 ára Lovísa Thompson steig upp þegar mest á reyndi og skoraði sigurmark Gróttu. Haukar fengu gullið tækifæri til að jafna metin undir lok seinni framlengingarinnar en vítakast Vilborgar Pétursdóttir hafnaði í stönginni. Umrædd Lovísa fór mikinn á lokakafla venjulegs leiktíma þar sem hún skoraði tvö síðustu mörk Gróttu. Alls gerði þetta ofurbarn fimm mörk en fjögur þeirra komu á lokamínútum venjulegs leiktíma og í framlengingunum tveimur. Frábær frammistaða hjá þessum stórefnilega leikmanni sem virðist líða best á stærsta sviðinu. Íris Björk Símonardóttir var sömuleiðis stórkostleg á lokakaflanum en hún varði m.a. fjögur af síðustu sex vítum Hauka. Frábær frammistaða hjá Írisi sem líklega aldrei spilað betur en á þessu tímabili. Fyrirliðinn Laufey Ásta Guðmundsdóttir var einnig mögnuð og skoraði 12 mörk. Grótta byrjaði leikinn betur og komst í 3-1. Þá kom frábær 5-0 kafli hjá Haukum sem tóku völdin í leiknum og héldu þeim þar til langt fram í seinni hálfleik. Hafnfirðingar voru jafnan 2-4 mörkum yfir en breytt vörn Gróttu setti sóknarleik Hauka út af laginu. Seltirningar tóku Ramune Pekarskyte úr umferð nær allan leikinn og um miðjan seinni hálfleik fór Grótta einnig að taka hina portúgölsku Mariu Ines De Silve Pereira úr umferð. Grótta fór að éta upp forskot Hauka og Lovísa jafnaði metin í 23-23 en það var í fyrsta sinn sem það var jafnt frá því í stöðunni 3-3. Lovísa kom svo bikarmeisturunum yfir, 24-23, með sínu fjórða marki. Í kjölfarið sótti Ragnheiður Ragnarsdóttir vítakast og fiskaði Sunnu Maríu Einarsdóttir af velli. Karen fór sjálf á vítalínuna en Íris varði. Haukar náðu hins vegar frákastinu og Maria tryggði Hafnfirðingum framlengingu þegar hún jafnaði metin í 24-24 þegar um 15 sekúndur voru eftir. Einum fleiri byrjuðu Haukar framlenginguna betur og náðu í tvígang tveggja marka forystu. En Seltirningar gáfust ekki upp, skoruðu þrjú mörk í röð og breyttu stöðunni í 28-27. Ramune jafnaði metin í 28-28 og Haukar fengu úrvalsfæri til að vinna leikinn undir lok fyrri framlengarinnar en Íris Björk varði í frábærlega í tvígang, fyrst hraðaupphlaup frá Mariu og svo víti frá Ramune. Hvorugu liðinu tókst að skora í fyrri hálfleik seinni framlengingarinnar þar sem þreytan virtist bera leikmenn ofurliði. Maria skoraði fyrsta markið í seinni framlengingunni en Sunna María jafnaði metin í 29-29. Haukar fengu svo enn eitt vítakastið en Íris Björk sá við Mariu. Í næstu sókn skoraði Lovísa 30. mark Gróttu og sigurinn virtist í höfn. En Haukar tóku hraða miðju og Ragnheiður Sveinsdóttir fékk dauðafæri á línunni en Íris varði með tilþrifum. Hafnfirðingar hirtu þó frákastið og Karen Helga fiskaði víti þegar 18 sekúndur voru eftir. Óskar Ármannsson, þjálfari Hauka, tók athyglisverða ákvörðun og sendi Vilborgu Pétursdóttur á línuna en hún hafði spilað lítið í leiknum. Að þessu sinni varði Íris ekki en skot Vilborgar hafnaði í stönginni. Grótta spilaði síðustu sekúndurnar af skynsemi og fagnaði sigri og sæti í úrslitaleiknum. Laufey Ásta Guðmundsdóttir var markahæst í liði Gróttu en hún skoraði 12 mörk, þar af fimm af vítalínunni. Fyrirliðinn var sérstaklega mikilvæg þegar Seltirningar unnu sig aftur inn í leikinn í seinni hálfleik og skoraði þá mikilvæg mörk. Lovísa og Sunna María komu næstar með fimm mörk hvor. Ramune skoraði 10 mörk fyrir Hauka og Maria sex. Þá átti Jóna Sigríður Halldórsdóttir skínandi leik í vinstra horninu og skoraði fimm mörk. Karen Helga gerði fjögur mörk en það dró mikið af henni eftir því sem leið á leikinn, enda fékk hún litla hvíld.Kári: Aldrei spilað þessa vörn áður "Varstu farinn að geispa?" sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, í léttum dúr við blaðamann Vísis eftir ótrúlegan sigur hans stelpna á Haukum, 30-29, í tvíframlengdum leik í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í handbolta í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun og æsispennandi en Grótta var þó í vandræðum lengi vel og Haukar leiddu jafnan með 2-4 mörkum. "Við vorum í vandræðum á löngum köflum í leiknum. Fyrstu mínúturnar vorum við í vandræðum með Ramune (Pekarskyte) sem var þess valdandi að við fórum að taka hana úr umferð," sagði Kári sem hrósaði sínum stelpum fyrir frammistöðuna í leiknum. "Íris Björk (Símonardóttir) og Lovísa (Thompson) voru frábærar, Laufey Ásta (Guðmundsdóttir) dró vagninn og Anna Úrsúla (Guðmundsdóttir) gaf allt í leikinn þrátt fyrir að vera hálf veik. Þetta var sigur liðsheildarinnar." Kári breytti vörn Gróttu um miðbik seinni hálfleik en Seltirningar tóku þá tvo leikmenn Hauka úr umferð. Þjálfarinn kvaðst ánægður með hvernig til tókst. "Ég held að það hafi hleypt smá lífi í þetta. Við byrjuðum á að taka Ramune úr umferð en þá kom Maria (Ines Da Silve Pereira) trekk í trekk á flata vörnina og skoraði. "Þannig að við ákváðum að láta reyna á þetta. Við höfum aldrei gert þetta áður og spilum alltaf okkar 6-0 vörn," sagði Kári og bætti því við að Grótta hafi lítið sem ekkert æft þetta varnarafbrigði. Grótta mætir Stjörnunni í úrslitaleiknum á laugardaginn. Og þrátt fyrir tvíframlengdan leik í kvöld vonast hann til að þreytan muni ekki há sínum stelpum í úrslitaleiknum. "Það verður alveg þreyta í liðinu en ég náði að rúlla á einhverjum 10-11 leikmönnum í kvöld og það munar um það. Ég vona að við náum góðri endurheimt á morgun og svo er enginn þreyttur í bikarúrslitum," sagði Kári að lokum.Óskar: Vorum sannarlega betri aðilinn í leiknum Þrátt fyrir sárgrætilegt tap gegn Gróttu í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í kvöld kvaðst Óskar Ármannsson, þjálfari Hauka, ánægður með sitt lið. "Þetta var spenna í á annan tíma, maður er aðeins ná sér niður. Við erum auðvitað svekktar að hafa ekki klárað þetta því við vorum sannarlega betri aðilinn í leiknum," sagði Óskar og bætti við: "En þetta var einn af þeim leikjum þar sem það dugir ekki til." Haukar fóru á köflum illa að ráði sínu í leiknum og klúðruðu m.a. fimm vítaköstum sem reyndist dýrt þegar uppi var staðið. "Það var rándýrt og skildi á milli. En svona er þetta, ég get ekkert kvartað yfir mínu liði. "Við spiluðum ekki illa, þær lögðu sig allar fram og það gekk einhvern veginn allt sem við lögðum upp með. Ég er ánægður með leikinn sem slíkan," sagði Óskar sem hafði ýmislegt við dómgæsluna að athuga. "Þegar við náðum að losa Ramune (Pekarskyte) og Mariu (Ines De Silve Pereira) fannst mér alltof fáir dómar falla okkur í hag. Það er rándýrt og telur í svona leik. Á meðan fengum við dæmda á okkur ruðninga fyrir ekki neitt. "En þegar uppi var staðið vil ég ekki vera að spá í það. Það var margt annað - dauðafæri, vítanýting - sem skildi á milli," sagði Óskar að endingu.Lovísa: Magnað að vera með svona markmann Lovísa Thompson, leikmaður Gróttu, var merkilega róleg eftir að Seltirningar tryggðu sér sæti í bikarúrslitum með 30-29 sigri á Haukum í tvíframlengdum leik í kvöld. Lovísa lét lítið fyrir sér fara framan af leik en hún steig upp á lokakaflanum, skoraði tvö síðustu mörk Gróttu í venjulegum leiktíma og svo sigurmark liðsins undir lok seinni framlengingarinnar. "Ég veit ekki hvað skal segja, mér finnst þetta allavega gaman," sagði Lovísa hin rólegasta eftir leik. Haukar leiddu megnið af leiknum en með breyttri og bættri vörn náði Grótta að jafna metin og tryggja sér framlengingu. "Vörnin, karakterinn í liðinu og breytt hugarfar," sagði Lovísa aðspurð hvað hafi skilað Gróttu sigrinum. Íris Björk Símonardóttir átti einnig frábæran leik í marki Gróttu og varði m.a. fjögur víti á lokakaflanum. "Það er magnað að vera með svona markmann og algjör forréttindi," sagði Lovísa sem virtist eiga nóg eftir á tankinum undir lokin þegar aðrir leikmenn voru farnir að þreytast. "Ég spilaði bara vörn til að byrja með en fékk smá útrás í sókninni," sagði Lovísa hin glaðasta að lokum.Lovísa steig upp þegar mest á reyndi.vísir/ernirKári segir sínum stelpum til.vísir/ernirÓskar var ekki sáttur með dómgæsluna í kvöld.vísir/ernir Olís-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Grótta mætir Stjörnunni í úrslitum Coca-Cola bikars kvenna í handbolta eftir eins marks sigur, 30-29, á Haukum í ótrúlegum leik í Laugardalshöllinni í kvöld.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari 365, var á vellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Tvær framlengingar þurfti til að knýja fram úrslit í þessum frábæra leik en Grótta hafði að lokum betur og er komin í úrslit. Liðið á því möguleika að verja bikarmeistaratitilinn sem það vann í fyrsta sinn í fyrra. Hin 16 ára Lovísa Thompson steig upp þegar mest á reyndi og skoraði sigurmark Gróttu. Haukar fengu gullið tækifæri til að jafna metin undir lok seinni framlengingarinnar en vítakast Vilborgar Pétursdóttir hafnaði í stönginni. Umrædd Lovísa fór mikinn á lokakafla venjulegs leiktíma þar sem hún skoraði tvö síðustu mörk Gróttu. Alls gerði þetta ofurbarn fimm mörk en fjögur þeirra komu á lokamínútum venjulegs leiktíma og í framlengingunum tveimur. Frábær frammistaða hjá þessum stórefnilega leikmanni sem virðist líða best á stærsta sviðinu. Íris Björk Símonardóttir var sömuleiðis stórkostleg á lokakaflanum en hún varði m.a. fjögur af síðustu sex vítum Hauka. Frábær frammistaða hjá Írisi sem líklega aldrei spilað betur en á þessu tímabili. Fyrirliðinn Laufey Ásta Guðmundsdóttir var einnig mögnuð og skoraði 12 mörk. Grótta byrjaði leikinn betur og komst í 3-1. Þá kom frábær 5-0 kafli hjá Haukum sem tóku völdin í leiknum og héldu þeim þar til langt fram í seinni hálfleik. Hafnfirðingar voru jafnan 2-4 mörkum yfir en breytt vörn Gróttu setti sóknarleik Hauka út af laginu. Seltirningar tóku Ramune Pekarskyte úr umferð nær allan leikinn og um miðjan seinni hálfleik fór Grótta einnig að taka hina portúgölsku Mariu Ines De Silve Pereira úr umferð. Grótta fór að éta upp forskot Hauka og Lovísa jafnaði metin í 23-23 en það var í fyrsta sinn sem það var jafnt frá því í stöðunni 3-3. Lovísa kom svo bikarmeisturunum yfir, 24-23, með sínu fjórða marki. Í kjölfarið sótti Ragnheiður Ragnarsdóttir vítakast og fiskaði Sunnu Maríu Einarsdóttir af velli. Karen fór sjálf á vítalínuna en Íris varði. Haukar náðu hins vegar frákastinu og Maria tryggði Hafnfirðingum framlengingu þegar hún jafnaði metin í 24-24 þegar um 15 sekúndur voru eftir. Einum fleiri byrjuðu Haukar framlenginguna betur og náðu í tvígang tveggja marka forystu. En Seltirningar gáfust ekki upp, skoruðu þrjú mörk í röð og breyttu stöðunni í 28-27. Ramune jafnaði metin í 28-28 og Haukar fengu úrvalsfæri til að vinna leikinn undir lok fyrri framlengarinnar en Íris Björk varði í frábærlega í tvígang, fyrst hraðaupphlaup frá Mariu og svo víti frá Ramune. Hvorugu liðinu tókst að skora í fyrri hálfleik seinni framlengingarinnar þar sem þreytan virtist bera leikmenn ofurliði. Maria skoraði fyrsta markið í seinni framlengingunni en Sunna María jafnaði metin í 29-29. Haukar fengu svo enn eitt vítakastið en Íris Björk sá við Mariu. Í næstu sókn skoraði Lovísa 30. mark Gróttu og sigurinn virtist í höfn. En Haukar tóku hraða miðju og Ragnheiður Sveinsdóttir fékk dauðafæri á línunni en Íris varði með tilþrifum. Hafnfirðingar hirtu þó frákastið og Karen Helga fiskaði víti þegar 18 sekúndur voru eftir. Óskar Ármannsson, þjálfari Hauka, tók athyglisverða ákvörðun og sendi Vilborgu Pétursdóttur á línuna en hún hafði spilað lítið í leiknum. Að þessu sinni varði Íris ekki en skot Vilborgar hafnaði í stönginni. Grótta spilaði síðustu sekúndurnar af skynsemi og fagnaði sigri og sæti í úrslitaleiknum. Laufey Ásta Guðmundsdóttir var markahæst í liði Gróttu en hún skoraði 12 mörk, þar af fimm af vítalínunni. Fyrirliðinn var sérstaklega mikilvæg þegar Seltirningar unnu sig aftur inn í leikinn í seinni hálfleik og skoraði þá mikilvæg mörk. Lovísa og Sunna María komu næstar með fimm mörk hvor. Ramune skoraði 10 mörk fyrir Hauka og Maria sex. Þá átti Jóna Sigríður Halldórsdóttir skínandi leik í vinstra horninu og skoraði fimm mörk. Karen Helga gerði fjögur mörk en það dró mikið af henni eftir því sem leið á leikinn, enda fékk hún litla hvíld.Kári: Aldrei spilað þessa vörn áður "Varstu farinn að geispa?" sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, í léttum dúr við blaðamann Vísis eftir ótrúlegan sigur hans stelpna á Haukum, 30-29, í tvíframlengdum leik í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í handbolta í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun og æsispennandi en Grótta var þó í vandræðum lengi vel og Haukar leiddu jafnan með 2-4 mörkum. "Við vorum í vandræðum á löngum köflum í leiknum. Fyrstu mínúturnar vorum við í vandræðum með Ramune (Pekarskyte) sem var þess valdandi að við fórum að taka hana úr umferð," sagði Kári sem hrósaði sínum stelpum fyrir frammistöðuna í leiknum. "Íris Björk (Símonardóttir) og Lovísa (Thompson) voru frábærar, Laufey Ásta (Guðmundsdóttir) dró vagninn og Anna Úrsúla (Guðmundsdóttir) gaf allt í leikinn þrátt fyrir að vera hálf veik. Þetta var sigur liðsheildarinnar." Kári breytti vörn Gróttu um miðbik seinni hálfleik en Seltirningar tóku þá tvo leikmenn Hauka úr umferð. Þjálfarinn kvaðst ánægður með hvernig til tókst. "Ég held að það hafi hleypt smá lífi í þetta. Við byrjuðum á að taka Ramune úr umferð en þá kom Maria (Ines Da Silve Pereira) trekk í trekk á flata vörnina og skoraði. "Þannig að við ákváðum að láta reyna á þetta. Við höfum aldrei gert þetta áður og spilum alltaf okkar 6-0 vörn," sagði Kári og bætti því við að Grótta hafi lítið sem ekkert æft þetta varnarafbrigði. Grótta mætir Stjörnunni í úrslitaleiknum á laugardaginn. Og þrátt fyrir tvíframlengdan leik í kvöld vonast hann til að þreytan muni ekki há sínum stelpum í úrslitaleiknum. "Það verður alveg þreyta í liðinu en ég náði að rúlla á einhverjum 10-11 leikmönnum í kvöld og það munar um það. Ég vona að við náum góðri endurheimt á morgun og svo er enginn þreyttur í bikarúrslitum," sagði Kári að lokum.Óskar: Vorum sannarlega betri aðilinn í leiknum Þrátt fyrir sárgrætilegt tap gegn Gróttu í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í kvöld kvaðst Óskar Ármannsson, þjálfari Hauka, ánægður með sitt lið. "Þetta var spenna í á annan tíma, maður er aðeins ná sér niður. Við erum auðvitað svekktar að hafa ekki klárað þetta því við vorum sannarlega betri aðilinn í leiknum," sagði Óskar og bætti við: "En þetta var einn af þeim leikjum þar sem það dugir ekki til." Haukar fóru á köflum illa að ráði sínu í leiknum og klúðruðu m.a. fimm vítaköstum sem reyndist dýrt þegar uppi var staðið. "Það var rándýrt og skildi á milli. En svona er þetta, ég get ekkert kvartað yfir mínu liði. "Við spiluðum ekki illa, þær lögðu sig allar fram og það gekk einhvern veginn allt sem við lögðum upp með. Ég er ánægður með leikinn sem slíkan," sagði Óskar sem hafði ýmislegt við dómgæsluna að athuga. "Þegar við náðum að losa Ramune (Pekarskyte) og Mariu (Ines De Silve Pereira) fannst mér alltof fáir dómar falla okkur í hag. Það er rándýrt og telur í svona leik. Á meðan fengum við dæmda á okkur ruðninga fyrir ekki neitt. "En þegar uppi var staðið vil ég ekki vera að spá í það. Það var margt annað - dauðafæri, vítanýting - sem skildi á milli," sagði Óskar að endingu.Lovísa: Magnað að vera með svona markmann Lovísa Thompson, leikmaður Gróttu, var merkilega róleg eftir að Seltirningar tryggðu sér sæti í bikarúrslitum með 30-29 sigri á Haukum í tvíframlengdum leik í kvöld. Lovísa lét lítið fyrir sér fara framan af leik en hún steig upp á lokakaflanum, skoraði tvö síðustu mörk Gróttu í venjulegum leiktíma og svo sigurmark liðsins undir lok seinni framlengingarinnar. "Ég veit ekki hvað skal segja, mér finnst þetta allavega gaman," sagði Lovísa hin rólegasta eftir leik. Haukar leiddu megnið af leiknum en með breyttri og bættri vörn náði Grótta að jafna metin og tryggja sér framlengingu. "Vörnin, karakterinn í liðinu og breytt hugarfar," sagði Lovísa aðspurð hvað hafi skilað Gróttu sigrinum. Íris Björk Símonardóttir átti einnig frábæran leik í marki Gróttu og varði m.a. fjögur víti á lokakaflanum. "Það er magnað að vera með svona markmann og algjör forréttindi," sagði Lovísa sem virtist eiga nóg eftir á tankinum undir lokin þegar aðrir leikmenn voru farnir að þreytast. "Ég spilaði bara vörn til að byrja með en fékk smá útrás í sókninni," sagði Lovísa hin glaðasta að lokum.Lovísa steig upp þegar mest á reyndi.vísir/ernirKári segir sínum stelpum til.vísir/ernirÓskar var ekki sáttur með dómgæsluna í kvöld.vísir/ernir
Olís-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira