Kínverskt tákn fyrir hættu á nýjum skiltum í Reynisfjöru Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. febrúar 2016 23:38 Svona munu nýju skiltin sem komið verður fyrir í Reynisfjöru líta út. mynd/efla Tveimur nýjum viðvörunarskiltum verður komið upp í Reynisfjöru á morgun, fimmtudag, en eins og greint hefur verið frá lauk vakt lögreglunnar á svæðinu í dag en vaktinni var komið á í kjölfar banaslyss sem varð í fjörunni fyrir tveimur vikum. Unnin var öryggisúttekt af verkfræðistofunni EFLU í samvinnu við lögregluna á Suðurlandi og heimamenn í Reynishverfi en að sögn Böðvars Tómassonar, fagstjóra öryggismála hjá EFLU, var fyrst farið í að vinna að bráðaaðgerðum á svæðinu. „Þær felast í að setja upp þessi tvö nýju skilti, bæði við gönguleiðina í fjöruna og þar sem menn keyra að bílastæðinu. Þetta miðar að því að koma betri upplýsingum á framfæri við ferðamennina en nýja skiltið við gönguleiðina verður til dæmis á öðrum stað en það gamla, það er fjörumegin og mun snúa þannig að það sé meira áberandi en verið hefur,“ segir Böðvar í samtali við Vísi.Keðjur settar upp Fyrir nýju skiltin hannaði EFLA nýtt varnaðarmerki vegna öldugangs sem byggir á alþjóðlegum stöðlum. Þá er jafnframt kínverskt tákn á fyrir hættu á nýju skiltunum sem hefur verið áður á skiltum í Reynisfjöru en ferðamaður sem fórst í fjörunni í byrjun mánaðarins var einmitt frá Kína. Auk þessa verða á næstu dögum settar upp keðjur og merkingar til beina ferðamönnum rétta leið inn á svæðið þannig að allir muni fara sömu leið að fjörunni. Á vormánuðum munu verða svo sett upp fleiri skilti sem munu meðal annars skýra nánar út öldulagið í Reynisfjöru með skýringarmynd og ítarlegum upplýsingum. „Við höfum verið að vinna svolitla grunnvinnu þarna í Reynisfjöru varðandi hvernig svona skilti geta verið og vonumst til að þessi vinna geti nýst á öðrum ferðamannastöðum og verið leiðbeinandi fyrir önnur viðvörunarskilti,“ segir Böðvar. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lögreglan hætt að vakta Reynisfjöru „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“ 24. febrúar 2016 15:51 Viðvörunarbjöllurnar klingja sem aldrei fyrr Ofan í umræðu um öryggi erlendra ferðamanna staðfestir Ferðamálastofa að fjölgun ferðamanna á milli ára var þrjátíu prósent. Sérfræðingur segir að treysta verði og byggja upp flesta innviði í landinu til að mæta fjölguninni. 16. febrúar 2016 07:00 Stóð á steini og tók myndir þegar aldan greip hann Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins. 10. febrúar 2016 20:22 Ætluðu að stinga sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru Lögreglan á Suðurlandi hefur nú í viku verið með vakt í Reynisfjöru í kjölfar þess að kínverskur ferðamaður lést í fjörunni. 18. febrúar 2016 14:46 Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Tveimur nýjum viðvörunarskiltum verður komið upp í Reynisfjöru á morgun, fimmtudag, en eins og greint hefur verið frá lauk vakt lögreglunnar á svæðinu í dag en vaktinni var komið á í kjölfar banaslyss sem varð í fjörunni fyrir tveimur vikum. Unnin var öryggisúttekt af verkfræðistofunni EFLU í samvinnu við lögregluna á Suðurlandi og heimamenn í Reynishverfi en að sögn Böðvars Tómassonar, fagstjóra öryggismála hjá EFLU, var fyrst farið í að vinna að bráðaaðgerðum á svæðinu. „Þær felast í að setja upp þessi tvö nýju skilti, bæði við gönguleiðina í fjöruna og þar sem menn keyra að bílastæðinu. Þetta miðar að því að koma betri upplýsingum á framfæri við ferðamennina en nýja skiltið við gönguleiðina verður til dæmis á öðrum stað en það gamla, það er fjörumegin og mun snúa þannig að það sé meira áberandi en verið hefur,“ segir Böðvar í samtali við Vísi.Keðjur settar upp Fyrir nýju skiltin hannaði EFLA nýtt varnaðarmerki vegna öldugangs sem byggir á alþjóðlegum stöðlum. Þá er jafnframt kínverskt tákn á fyrir hættu á nýju skiltunum sem hefur verið áður á skiltum í Reynisfjöru en ferðamaður sem fórst í fjörunni í byrjun mánaðarins var einmitt frá Kína. Auk þessa verða á næstu dögum settar upp keðjur og merkingar til beina ferðamönnum rétta leið inn á svæðið þannig að allir muni fara sömu leið að fjörunni. Á vormánuðum munu verða svo sett upp fleiri skilti sem munu meðal annars skýra nánar út öldulagið í Reynisfjöru með skýringarmynd og ítarlegum upplýsingum. „Við höfum verið að vinna svolitla grunnvinnu þarna í Reynisfjöru varðandi hvernig svona skilti geta verið og vonumst til að þessi vinna geti nýst á öðrum ferðamannastöðum og verið leiðbeinandi fyrir önnur viðvörunarskilti,“ segir Böðvar.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lögreglan hætt að vakta Reynisfjöru „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“ 24. febrúar 2016 15:51 Viðvörunarbjöllurnar klingja sem aldrei fyrr Ofan í umræðu um öryggi erlendra ferðamanna staðfestir Ferðamálastofa að fjölgun ferðamanna á milli ára var þrjátíu prósent. Sérfræðingur segir að treysta verði og byggja upp flesta innviði í landinu til að mæta fjölguninni. 16. febrúar 2016 07:00 Stóð á steini og tók myndir þegar aldan greip hann Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins. 10. febrúar 2016 20:22 Ætluðu að stinga sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru Lögreglan á Suðurlandi hefur nú í viku verið með vakt í Reynisfjöru í kjölfar þess að kínverskur ferðamaður lést í fjörunni. 18. febrúar 2016 14:46 Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Lögreglan hætt að vakta Reynisfjöru „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“ 24. febrúar 2016 15:51
Viðvörunarbjöllurnar klingja sem aldrei fyrr Ofan í umræðu um öryggi erlendra ferðamanna staðfestir Ferðamálastofa að fjölgun ferðamanna á milli ára var þrjátíu prósent. Sérfræðingur segir að treysta verði og byggja upp flesta innviði í landinu til að mæta fjölguninni. 16. febrúar 2016 07:00
Stóð á steini og tók myndir þegar aldan greip hann Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins. 10. febrúar 2016 20:22
Ætluðu að stinga sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru Lögreglan á Suðurlandi hefur nú í viku verið með vakt í Reynisfjöru í kjölfar þess að kínverskur ferðamaður lést í fjörunni. 18. febrúar 2016 14:46
Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent