Stuðningur við bændur skilað lægsta matvöruverði á Norðurlöndum Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2016 19:15 Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðarráðherra vísir/ernir Landbúnaðarráðherra segir stuðning við bændur hafa komið íslenskum neytendum til góða og skilað lægsta matvöruverði á Norðurlöndunum. Nýr búvörusamningur miði meðal annars að því að afnema kvótakerfi í landbúnaði og auðvelda nýliðun. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar hóf sérstaka umræðu um nýjan búvörusamning á Alþingi í dag. Í 140 milljarða samningi væri illa farið með tækifæri til framfara í landbúnaði. „Þar sem að mestu leyti er framlengd úrelt niðurgreiðslupólitík. Sú pólitík skilar hvorki bændum né neytendum í landinu árangri,“ sagði Helgi. Kostnaðurinn fari fyrst og fremst í milliliði og það sé gagnrýnivert að samningurinn bindi hendur Alþingis í tíu ár. Vinda þurfi hraðar ofan af kvótakerfi í landbúnaði sem geri ungum bændum erfitt fyrir að hasla sér völl í greininni og leggi þungar byrðar á búin. Ýmis kostnaður í landbúnaðinum leiði af einokun og fákeppni. Helgi segir um 100 milljónir fara samkvæmt samningum til meðal mjólkurbús á tíu árum. „Ég er sannfærður um það að við gætum notað þá fjármuni miklu betur fyrir bændur og fyrir neytendur. Vegna þess að þessar 100 milljónir eru ekki að fara til bænda. Þær eru að fara í kvótakaup, þær eru að fara í óhóflegan vaxtakostnað, þær eru að fara í dýra úrvinnslu og þær eru að fara í fákeppni á matvörumarkaði,“ sagði Helgi. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra sagði meira samráð hafa verið haft um þennan samning en fyrri búvörusamninga. Mikilsverð stefnubreyting felist í því að hverfa frá kvótakerfi í landbúnaði á samningstímanum og eðlilegt að gefa bændum tíma til þess. Þá sagði ráðherra löggjafann hafa settt auknar kröfur um verndun og aðbúnað dýra sem feli í sér stofnkostnað hjá bændum. Stuðningur við bændur hafi minnkað úr 5% af landsframleiðslu árið 1986 í 1,1 prósent árið 2014. „Og svo er spurt; hefur þessi stuðningur verið góður? Já hann hefur verið góður. Hann hefur komið neytendum verulega til góða. Í EuroStat í desember 2015 var matarverð á Íslandi það lægsta á Norðurlöndunum. Þannig að þetta hefur gengið eftir,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson. Búvörusamningar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Landbúnaðarráðherra segir stuðning við bændur hafa komið íslenskum neytendum til góða og skilað lægsta matvöruverði á Norðurlöndunum. Nýr búvörusamningur miði meðal annars að því að afnema kvótakerfi í landbúnaði og auðvelda nýliðun. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar hóf sérstaka umræðu um nýjan búvörusamning á Alþingi í dag. Í 140 milljarða samningi væri illa farið með tækifæri til framfara í landbúnaði. „Þar sem að mestu leyti er framlengd úrelt niðurgreiðslupólitík. Sú pólitík skilar hvorki bændum né neytendum í landinu árangri,“ sagði Helgi. Kostnaðurinn fari fyrst og fremst í milliliði og það sé gagnrýnivert að samningurinn bindi hendur Alþingis í tíu ár. Vinda þurfi hraðar ofan af kvótakerfi í landbúnaði sem geri ungum bændum erfitt fyrir að hasla sér völl í greininni og leggi þungar byrðar á búin. Ýmis kostnaður í landbúnaðinum leiði af einokun og fákeppni. Helgi segir um 100 milljónir fara samkvæmt samningum til meðal mjólkurbús á tíu árum. „Ég er sannfærður um það að við gætum notað þá fjármuni miklu betur fyrir bændur og fyrir neytendur. Vegna þess að þessar 100 milljónir eru ekki að fara til bænda. Þær eru að fara í kvótakaup, þær eru að fara í óhóflegan vaxtakostnað, þær eru að fara í dýra úrvinnslu og þær eru að fara í fákeppni á matvörumarkaði,“ sagði Helgi. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra sagði meira samráð hafa verið haft um þennan samning en fyrri búvörusamninga. Mikilsverð stefnubreyting felist í því að hverfa frá kvótakerfi í landbúnaði á samningstímanum og eðlilegt að gefa bændum tíma til þess. Þá sagði ráðherra löggjafann hafa settt auknar kröfur um verndun og aðbúnað dýra sem feli í sér stofnkostnað hjá bændum. Stuðningur við bændur hafi minnkað úr 5% af landsframleiðslu árið 1986 í 1,1 prósent árið 2014. „Og svo er spurt; hefur þessi stuðningur verið góður? Já hann hefur verið góður. Hann hefur komið neytendum verulega til góða. Í EuroStat í desember 2015 var matarverð á Íslandi það lægsta á Norðurlöndunum. Þannig að þetta hefur gengið eftir,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson.
Búvörusamningar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira