Skuggi sögunnar Sigríður Jónsdóttir skrifar 24. febrúar 2016 11:00 Leikhópurinn í Illsku, þau Hannes Óli Ágústsson, Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Fréttablaðið/Pjetur Leikhús Illska Óskabörn ógæfunnar Borgarleikhúsið Höfundar: Óskabörn ógæfunnar, byggt á samnefndri skáldsögu Eiríks Arnar Norðdahl Leikstjóri: Vignir Rafn Valþórsson Aðstoðarleikstjóri: Pétur Ármannsson Leikarar: Hannes Óli Ágústsson, Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson Ungliðahreyfing ógæfunnar: Andrea Vilhjálmsdóttir, Embla Huld Þorleifsdóttir, Fannar Arnarson, Hildur Ýr Jónsdóttir, Jónas Alfreð Birkisson, Telma Huld Jóhannesdóttir og Vilhelm Þór Neto Leikmyndahönnuður: Brynja Björnsdóttir Sviðshreyfingar: Brogan Davidson Búningar: Guðmundur Jörundsson Myndvinnsla: Frosti Jón Runólfsson Hljóðmynd: Garðar Borgþórsson Skriðþungi mannskynssögunnar er ofsafenginn. Nýleg rannsókn staðhæfði að börn eftirlifenda helfararinnar séu líklegri en annað fólk til að berjast við þunglyndi og aðra andlega kröm. Ástæðan er svokölluð formaukningararfleifð sem á hversdagsmáli þýðir einfaldlega: Börn geta erft áföll foreldra sinna, erfðamengið sér til þess. Síðastliðinn fimmtudag var leikverkið Illska frumsýnt í Borgarleikhúsinu, byggt á skáldsögu Eiríks Arnar Norðdahl en textinn er endurunninn af leikhópnum Óskabörn ógæfunnar. Ástarþríhyrningur Agnesar, Ómars og Arnórs myndar kjarna verksins en helförin og upprisa hægrisinnaðra öfgahópa í Evrópu mynda umgjörð framvindunnar. Agnes er úr Kópavoginum, dóttir innflytjenda frá Litháen. Ómar er frá Selfossi en flúði í höfuðborgina eftir voðaverk. Arnór kemur frá Ísafirði en yfirgefur bæjarfélagið í leit að öryggi, sem hann finnur í nasismanum. Þau eru andlegt flóttafólk; alls staðar á jaðrinum, finna hvergi stöðugleika og stjórnast af örvæntingu. Sólveig Guðmundsdóttir leikur Agnesi, tengiliðinn í ástarþríhyrningnum, og skilar gamansömu atriðunum vel. Hún er bráðfyndin þegar Agnes snýr ofurölvi heim og tímasetningarnar hennar hitta í mark. Aftur á móti dvína áhrifin í dramatískari senum. Hinn umkomulausa Ómar leikur Hannes Óli Ágústsson af næmni og nákvæmni. Hann er utanveltu í lífinu en finnur jarðsamband með Agnesi. Hannes Óli gerir Ómar aumkunarverðan án þess að gera hann aumingjalegan. Nýnasistinn Arnór, sem Sveinn Ólafur Gunnarsson leikur af kunnáttu, verður hins vegar einum of kómískur með sínum óteljandi kækjum og fornu máli. Af þeim sökum verður persóna Arnórs og hans hugmyndafræði nánast hlægileg. Uppgangur öfgahægrisinna í Evrópu, þar á meðal Íslandi, er ógnvænleg staðreynd. Ungliðar sýningarinnar missa marks. Þótt þau framkvæmi sín verkefni vel þá virðast þau vera frekar til skrauts en dýpka ekki verkið, sviðsverur sem táknmyndir frekar en mannlegar myndir. Sviðshreyfingarnar eru í höndum Brogan Davison og gerir hún vel en úrvinnslan er á skjön við verkið heldur en að styðja það og styrkja. Leikhandritið er ekki nægilega vel unnið en höfundar ákveða að gera söguna línulega og meitla textann utan um aðalpersónurnar þrjár. Málsgreinar verða að einræðum og upplýsingar settar í eins konar skemmtidagskrá. Gallinn er sá að persónurnar einangrast, nánast samhengislausar við íslenskt samfélag og brotthvarf Ómars til meginlands Evrópu kemst ekki til skila. Íslenskar leikgerðir treysta ætíð of mikið á að áhorfendur hafi lesið upphaflega skáldverkið. Veikleikar sýningarinnar varða ekki bara handritið heldur líka leikstjórn og sviðsmynd. Brynja Björnsdóttir er hæfileikaríkur sviðshönnuður en yfirgnæfandi hvítu tröppurnar eru til trafala. Erfitt er að finna fókuspunkt, leikararnir verða að klöngrast upp og niður þrepin og öll spenna á milli persónanna fer þá fyrir lítið. Vignir Rafn Valþórsson reiðir sig á uppbrot, húmor og kaldhæðni frekar en leggja áherslu á tilfinningalega þungamiðju sögunnar. Kabarettinn svífur yfir vötnum en er aldrei nægilega vel útfærður á sviðinu. Hér er treyst um of á tónlistina til að skapa andrúmsloft, hljóðmynd sem sækir frekar í kímni en alvöru. Búningar Guðmundar Jörundssonar eru sérlega fallegir en vafamál hvort þeir hæfi persónum verksins. Þau eru nemar, atvinnuleysingjar og pítsusendlar, einstaklega vel saumuð jakkaföt og samfestingar eru ekki í þeirra fataskáp. Háir hælar Agnesar hamla henni alltof mikið í stigaprílinu. Ljósahönnun Jóhanns Friðriks Ágústssonar var aftur á móti áhrifamikil og hún kveikti líf á sviðinu í annars erfiðri leikmynd. En spyrja má hvort myndvinnslu Frosta Jóns Runólfssonar sé ofaukið, þrátt fyrir ágæta hönnun þá bætti hún litlu við. Þrátt fyrir fína frammistöðu leikaranna þá týnist sú tilfinningalega alvara sem er kjarni verksins í húmor og látalátum. Leikstjórnin veldur því að áhorfendur ná litlu sambandi við persónurnar og botninn dettur úr sýningunni eftir hlé. Sá boðskapur sem verkinu er ætlað að flytja og brennur á samtíma okkar fer þá fyrir lítið. Niðurstaða: Þreytandi kaldhæðni ræður ríkjum í Illsku. Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leikhús Illska Óskabörn ógæfunnar Borgarleikhúsið Höfundar: Óskabörn ógæfunnar, byggt á samnefndri skáldsögu Eiríks Arnar Norðdahl Leikstjóri: Vignir Rafn Valþórsson Aðstoðarleikstjóri: Pétur Ármannsson Leikarar: Hannes Óli Ágústsson, Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson Ungliðahreyfing ógæfunnar: Andrea Vilhjálmsdóttir, Embla Huld Þorleifsdóttir, Fannar Arnarson, Hildur Ýr Jónsdóttir, Jónas Alfreð Birkisson, Telma Huld Jóhannesdóttir og Vilhelm Þór Neto Leikmyndahönnuður: Brynja Björnsdóttir Sviðshreyfingar: Brogan Davidson Búningar: Guðmundur Jörundsson Myndvinnsla: Frosti Jón Runólfsson Hljóðmynd: Garðar Borgþórsson Skriðþungi mannskynssögunnar er ofsafenginn. Nýleg rannsókn staðhæfði að börn eftirlifenda helfararinnar séu líklegri en annað fólk til að berjast við þunglyndi og aðra andlega kröm. Ástæðan er svokölluð formaukningararfleifð sem á hversdagsmáli þýðir einfaldlega: Börn geta erft áföll foreldra sinna, erfðamengið sér til þess. Síðastliðinn fimmtudag var leikverkið Illska frumsýnt í Borgarleikhúsinu, byggt á skáldsögu Eiríks Arnar Norðdahl en textinn er endurunninn af leikhópnum Óskabörn ógæfunnar. Ástarþríhyrningur Agnesar, Ómars og Arnórs myndar kjarna verksins en helförin og upprisa hægrisinnaðra öfgahópa í Evrópu mynda umgjörð framvindunnar. Agnes er úr Kópavoginum, dóttir innflytjenda frá Litháen. Ómar er frá Selfossi en flúði í höfuðborgina eftir voðaverk. Arnór kemur frá Ísafirði en yfirgefur bæjarfélagið í leit að öryggi, sem hann finnur í nasismanum. Þau eru andlegt flóttafólk; alls staðar á jaðrinum, finna hvergi stöðugleika og stjórnast af örvæntingu. Sólveig Guðmundsdóttir leikur Agnesi, tengiliðinn í ástarþríhyrningnum, og skilar gamansömu atriðunum vel. Hún er bráðfyndin þegar Agnes snýr ofurölvi heim og tímasetningarnar hennar hitta í mark. Aftur á móti dvína áhrifin í dramatískari senum. Hinn umkomulausa Ómar leikur Hannes Óli Ágústsson af næmni og nákvæmni. Hann er utanveltu í lífinu en finnur jarðsamband með Agnesi. Hannes Óli gerir Ómar aumkunarverðan án þess að gera hann aumingjalegan. Nýnasistinn Arnór, sem Sveinn Ólafur Gunnarsson leikur af kunnáttu, verður hins vegar einum of kómískur með sínum óteljandi kækjum og fornu máli. Af þeim sökum verður persóna Arnórs og hans hugmyndafræði nánast hlægileg. Uppgangur öfgahægrisinna í Evrópu, þar á meðal Íslandi, er ógnvænleg staðreynd. Ungliðar sýningarinnar missa marks. Þótt þau framkvæmi sín verkefni vel þá virðast þau vera frekar til skrauts en dýpka ekki verkið, sviðsverur sem táknmyndir frekar en mannlegar myndir. Sviðshreyfingarnar eru í höndum Brogan Davison og gerir hún vel en úrvinnslan er á skjön við verkið heldur en að styðja það og styrkja. Leikhandritið er ekki nægilega vel unnið en höfundar ákveða að gera söguna línulega og meitla textann utan um aðalpersónurnar þrjár. Málsgreinar verða að einræðum og upplýsingar settar í eins konar skemmtidagskrá. Gallinn er sá að persónurnar einangrast, nánast samhengislausar við íslenskt samfélag og brotthvarf Ómars til meginlands Evrópu kemst ekki til skila. Íslenskar leikgerðir treysta ætíð of mikið á að áhorfendur hafi lesið upphaflega skáldverkið. Veikleikar sýningarinnar varða ekki bara handritið heldur líka leikstjórn og sviðsmynd. Brynja Björnsdóttir er hæfileikaríkur sviðshönnuður en yfirgnæfandi hvítu tröppurnar eru til trafala. Erfitt er að finna fókuspunkt, leikararnir verða að klöngrast upp og niður þrepin og öll spenna á milli persónanna fer þá fyrir lítið. Vignir Rafn Valþórsson reiðir sig á uppbrot, húmor og kaldhæðni frekar en leggja áherslu á tilfinningalega þungamiðju sögunnar. Kabarettinn svífur yfir vötnum en er aldrei nægilega vel útfærður á sviðinu. Hér er treyst um of á tónlistina til að skapa andrúmsloft, hljóðmynd sem sækir frekar í kímni en alvöru. Búningar Guðmundar Jörundssonar eru sérlega fallegir en vafamál hvort þeir hæfi persónum verksins. Þau eru nemar, atvinnuleysingjar og pítsusendlar, einstaklega vel saumuð jakkaföt og samfestingar eru ekki í þeirra fataskáp. Háir hælar Agnesar hamla henni alltof mikið í stigaprílinu. Ljósahönnun Jóhanns Friðriks Ágústssonar var aftur á móti áhrifamikil og hún kveikti líf á sviðinu í annars erfiðri leikmynd. En spyrja má hvort myndvinnslu Frosta Jóns Runólfssonar sé ofaukið, þrátt fyrir ágæta hönnun þá bætti hún litlu við. Þrátt fyrir fína frammistöðu leikaranna þá týnist sú tilfinningalega alvara sem er kjarni verksins í húmor og látalátum. Leikstjórnin veldur því að áhorfendur ná litlu sambandi við persónurnar og botninn dettur úr sýningunni eftir hlé. Sá boðskapur sem verkinu er ætlað að flytja og brennur á samtíma okkar fer þá fyrir lítið. Niðurstaða: Þreytandi kaldhæðni ræður ríkjum í Illsku.
Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira