Stefnt að vopnahléi á laugardag Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. febrúar 2016 07:00 Íbúi Damaskusborgar gengur fram hjá veggspjaldi með mynd af Bashar al Assad Sýrlandsforseta. Nordicphotos/AFP Stefnt er að því að vopnahlé hefjist í Sýrlandi á laugardaginn kemur. Bæði uppreisnarmenn og stjórnarherinn í Sýrlandi hafa fallist á þetta. Átökin við Íslamska ríkið, DAISH-samtökin svonefndu, halda þó áfram enda hefur ekki verið reynt að semja við þau um vopnahlé. Sama gildir um Jabhat al Nusra og fleiri hópa, sem Sameinuðu þjóðirnar flokka sem hryðjuverkasamtök. Rússar og Bandaríkjamenn hafa ákveðið að hafa eftirlit með þessu vopnahléi og sjá til þess að það haldi. Þetta kom fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá þeim á mánudag. Sama dag skýrði Bashar al Assad, forseti Sýrlands, frá því að þingkosningar verði haldnar 13. apríl, innan tæpra tveggja mánaða. Af yfirlýsingu Assads verður þó ekki ráðið, að með þessu sé hann að bregðast við yfirlýsingum um vopnahlé, því reglubundið fjögurra ára kjörtímabil þingsins rennur hvort eð er út nú í vor. Síðast var kosið til þings í Sýrlandi í maí árið 2012. Víða eru miklar efasemdir um að vopnahlé verði að veruleika í Sýrlandi, eftir linnulaus átök árum saman. Það vekur hins vegar nokkrar vonir að Vladimír Pútín skuli leggja áherslu á að vopnahlé verði að veruleika. Þannig hafði hann frumkvæði að símtali við Barack Obama Bandaríkjaforseta á þriðjudaginn, þar sem þeir ræddu framkvæmdaratriði í tengslum við vopnahléið. Pútín er að mörgu leyti í lykilstöðu til þess að hafa áhrif á þróun mála í Sýrlandi. Að minnsta kosti getur hann líklega fremur en nokkur annar beitt þrýstingi á Bashar al Assad Sýrlandsforseta. Assad ætti erfitt með að neita, kjósi Pútín að beita hann þrýstingi. „Ég er sannfærður um að þær sameiginlegu aðgerðir sem samið hefur verið um við Bandaríkin muni duga til þess að umsnúa með róttækum hætti neyðarástandinu sem ríkt hefur í Sýrlandi,“ sagði Pútín í gær. Í framhaldinu verði brýnast að koma af stað friðarviðræðum í Genf undir stjórn Sameinuðu þjóðanna. Stríðsátök hafa nú geisað í Sýrlandi í nærri fimm ár og kostað meira en 250 þúsund manns lífið. Meira en níu milljónir manna hafa hrakist að heiman, þar af eru meira en þrjár milljónir á flótta utan landsteinanna. Um 300 þúsund sýrlenskir flóttamenn eru komnir til Evrópu, og eru þeir nærri þriðjungur allra þeirra flóttamanna sem komu til Evrópu á síðasta ári. Nærri tvær milljónir sýrlenskra flóttamanna eru síðan í Tyrklandi, rúmlega ein milljón í Líbanon og meira en 600 þúsund í Jórdaníu. Mið-Austurlönd Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Stefnt er að því að vopnahlé hefjist í Sýrlandi á laugardaginn kemur. Bæði uppreisnarmenn og stjórnarherinn í Sýrlandi hafa fallist á þetta. Átökin við Íslamska ríkið, DAISH-samtökin svonefndu, halda þó áfram enda hefur ekki verið reynt að semja við þau um vopnahlé. Sama gildir um Jabhat al Nusra og fleiri hópa, sem Sameinuðu þjóðirnar flokka sem hryðjuverkasamtök. Rússar og Bandaríkjamenn hafa ákveðið að hafa eftirlit með þessu vopnahléi og sjá til þess að það haldi. Þetta kom fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá þeim á mánudag. Sama dag skýrði Bashar al Assad, forseti Sýrlands, frá því að þingkosningar verði haldnar 13. apríl, innan tæpra tveggja mánaða. Af yfirlýsingu Assads verður þó ekki ráðið, að með þessu sé hann að bregðast við yfirlýsingum um vopnahlé, því reglubundið fjögurra ára kjörtímabil þingsins rennur hvort eð er út nú í vor. Síðast var kosið til þings í Sýrlandi í maí árið 2012. Víða eru miklar efasemdir um að vopnahlé verði að veruleika í Sýrlandi, eftir linnulaus átök árum saman. Það vekur hins vegar nokkrar vonir að Vladimír Pútín skuli leggja áherslu á að vopnahlé verði að veruleika. Þannig hafði hann frumkvæði að símtali við Barack Obama Bandaríkjaforseta á þriðjudaginn, þar sem þeir ræddu framkvæmdaratriði í tengslum við vopnahléið. Pútín er að mörgu leyti í lykilstöðu til þess að hafa áhrif á þróun mála í Sýrlandi. Að minnsta kosti getur hann líklega fremur en nokkur annar beitt þrýstingi á Bashar al Assad Sýrlandsforseta. Assad ætti erfitt með að neita, kjósi Pútín að beita hann þrýstingi. „Ég er sannfærður um að þær sameiginlegu aðgerðir sem samið hefur verið um við Bandaríkin muni duga til þess að umsnúa með róttækum hætti neyðarástandinu sem ríkt hefur í Sýrlandi,“ sagði Pútín í gær. Í framhaldinu verði brýnast að koma af stað friðarviðræðum í Genf undir stjórn Sameinuðu þjóðanna. Stríðsátök hafa nú geisað í Sýrlandi í nærri fimm ár og kostað meira en 250 þúsund manns lífið. Meira en níu milljónir manna hafa hrakist að heiman, þar af eru meira en þrjár milljónir á flótta utan landsteinanna. Um 300 þúsund sýrlenskir flóttamenn eru komnir til Evrópu, og eru þeir nærri þriðjungur allra þeirra flóttamanna sem komu til Evrópu á síðasta ári. Nærri tvær milljónir sýrlenskra flóttamanna eru síðan í Tyrklandi, rúmlega ein milljón í Líbanon og meira en 600 þúsund í Jórdaníu.
Mið-Austurlönd Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira