Ólík sýn á nýsköpun í búvörusamningum Snærós Sindradóttir skrifar 24. febrúar 2016 07:00 Íslenski geitarstofninn er í útrýmingarhættu en það skuldbindur stjórnvöld til að styðja sérstaklega við hann í nýjum búvörusamningum. Fimmtán milljónir á ári renna til geitfjárræktar. vísir/vilhelm „Þú kæfir ekki neitt sem hefur ekki verið komið af stað,“ segir Guðmundur Jón Guðmundsson, formaður Beint frá býli, um ummæli Þórólfs Matthíassonar hagfræðiprófessors í Fréttablaðinu í gær. Þar sagði Þórólfur: „Allur þessi beint-frá-býli hugsunarháttur er algjörlega fyrir utan þetta og það er verið að kæfa hann næstu tíu árin með þessu.“ Málið snýr að nýjum búvörusamningum. Þórólfur vill meina að með samningunum sé bændum haldið í kerfi þar sem nýsköpun sé hindruð. Guðmundur getur að einhverju leyti tekið undir þetta og segir að lítill stuðningur sé á meðal bændaforystunnar við verkefnið Beint frá býli. Pólitískur vilji frá atvinnuvegaráðuneytinu sé þó til staðar og án ráðuneytisins væri verkefnið orðið að engu. „Það vantar eitthvað í þetta. Þetta er vaxtarbroddur en einhverra hluta vegna hefur það ekki náð flugi að styðja við bakið á mönnum til að koma sér af stað.“ Samkvæmt nýjum búvörusamningum fær Framleiðnisjóður landbúnaðarins 128 milljónir á ári fram til ársins 2026. Það er meira en síðustu ár en samkvæmt fyrri samningum átti sjóðurinn að fá 140 milljónir árið 2017. Beint frá býli hefur, að sögn Guðmundar, fengið sinn stuðning frá Framleiðnisjóðnum en hlutverk sjóðsins er að veita styrki og lán til framleiðniaukningar og hagræðingar í landbúnaði. Hann segir jákvætt að nú sé föst greiðsla bundin sjóðnum. Ragnhildur Helga Jónsdóttir, aðjúnkt við Landbúnaðarháskóla Íslands, er ósammála Þórólfi og segir að í nýjum búvörusamningum sé stutt við margs konar nýsköpun. „Það eru settir peningar í lífræna framleiðslu sem hefur ekki verið gert áður.“ Eftirspurn sé eftir lífrænum vörum, þá sérstaklega mjólk. Mikill kostnaður geti fylgt því að fara úr hefðbundnum landbúnaði í lífrænan.Ragnhildur Helga Jónsdóttir„Það er alls ekki hægt að segja að þetta sé bull og kjaftæði og engum til góða. Það er verið að koma inn byggðasjónarmiði og styrkja byggðir sem standa veikari. Það er líka liður um sjálfbæra þróun og landnýtingu sem er til bóta.“ Þá skuldbindi útrýmingarhætta íslensku geitarinnar stjórnvöld til að grípa í taumana varðandi geitastofninn. „Auk þess er eftirspurn á markaði eftir vörum frá þeim. Með því að styðja við geitaræktina er frekar lagður grundvöllur fyrir því að geitaostur komist á markað.“ Búvörusamningar Tengdar fréttir Nýr búvörusamningur: Vill að neytendur fái sömu leiðréttingu og bændur Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir að verið sé að stoppa í gat sem bændur óttaðist að gætu komið í tollmúrana. 22. febrúar 2016 12:08 Kallar búvörusamninginn glórulausan fjáraustur Helgi Hjörvar segir búvörusamnnginn ekki vera til hagsbóta fyrir bændur og neytendur og fela í sér glórulausn fjáraustur. 23. febrúar 2016 19:15 Nýr samningur skapi smjörfjöll Hagfræðiprófessor býst við offramleiðslu mjólkur í kjölfar nýrra búvörusamninga. Bændur verði festir í kerfi sem hefti nýsköpun og lítt sé hugað að hag neytenda. Íbúar SV-lands niðurgreiði mjólk fyrir aðra. 23. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
„Þú kæfir ekki neitt sem hefur ekki verið komið af stað,“ segir Guðmundur Jón Guðmundsson, formaður Beint frá býli, um ummæli Þórólfs Matthíassonar hagfræðiprófessors í Fréttablaðinu í gær. Þar sagði Þórólfur: „Allur þessi beint-frá-býli hugsunarháttur er algjörlega fyrir utan þetta og það er verið að kæfa hann næstu tíu árin með þessu.“ Málið snýr að nýjum búvörusamningum. Þórólfur vill meina að með samningunum sé bændum haldið í kerfi þar sem nýsköpun sé hindruð. Guðmundur getur að einhverju leyti tekið undir þetta og segir að lítill stuðningur sé á meðal bændaforystunnar við verkefnið Beint frá býli. Pólitískur vilji frá atvinnuvegaráðuneytinu sé þó til staðar og án ráðuneytisins væri verkefnið orðið að engu. „Það vantar eitthvað í þetta. Þetta er vaxtarbroddur en einhverra hluta vegna hefur það ekki náð flugi að styðja við bakið á mönnum til að koma sér af stað.“ Samkvæmt nýjum búvörusamningum fær Framleiðnisjóður landbúnaðarins 128 milljónir á ári fram til ársins 2026. Það er meira en síðustu ár en samkvæmt fyrri samningum átti sjóðurinn að fá 140 milljónir árið 2017. Beint frá býli hefur, að sögn Guðmundar, fengið sinn stuðning frá Framleiðnisjóðnum en hlutverk sjóðsins er að veita styrki og lán til framleiðniaukningar og hagræðingar í landbúnaði. Hann segir jákvætt að nú sé föst greiðsla bundin sjóðnum. Ragnhildur Helga Jónsdóttir, aðjúnkt við Landbúnaðarháskóla Íslands, er ósammála Þórólfi og segir að í nýjum búvörusamningum sé stutt við margs konar nýsköpun. „Það eru settir peningar í lífræna framleiðslu sem hefur ekki verið gert áður.“ Eftirspurn sé eftir lífrænum vörum, þá sérstaklega mjólk. Mikill kostnaður geti fylgt því að fara úr hefðbundnum landbúnaði í lífrænan.Ragnhildur Helga Jónsdóttir„Það er alls ekki hægt að segja að þetta sé bull og kjaftæði og engum til góða. Það er verið að koma inn byggðasjónarmiði og styrkja byggðir sem standa veikari. Það er líka liður um sjálfbæra þróun og landnýtingu sem er til bóta.“ Þá skuldbindi útrýmingarhætta íslensku geitarinnar stjórnvöld til að grípa í taumana varðandi geitastofninn. „Auk þess er eftirspurn á markaði eftir vörum frá þeim. Með því að styðja við geitaræktina er frekar lagður grundvöllur fyrir því að geitaostur komist á markað.“
Búvörusamningar Tengdar fréttir Nýr búvörusamningur: Vill að neytendur fái sömu leiðréttingu og bændur Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir að verið sé að stoppa í gat sem bændur óttaðist að gætu komið í tollmúrana. 22. febrúar 2016 12:08 Kallar búvörusamninginn glórulausan fjáraustur Helgi Hjörvar segir búvörusamnnginn ekki vera til hagsbóta fyrir bændur og neytendur og fela í sér glórulausn fjáraustur. 23. febrúar 2016 19:15 Nýr samningur skapi smjörfjöll Hagfræðiprófessor býst við offramleiðslu mjólkur í kjölfar nýrra búvörusamninga. Bændur verði festir í kerfi sem hefti nýsköpun og lítt sé hugað að hag neytenda. Íbúar SV-lands niðurgreiði mjólk fyrir aðra. 23. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
Nýr búvörusamningur: Vill að neytendur fái sömu leiðréttingu og bændur Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir að verið sé að stoppa í gat sem bændur óttaðist að gætu komið í tollmúrana. 22. febrúar 2016 12:08
Kallar búvörusamninginn glórulausan fjáraustur Helgi Hjörvar segir búvörusamnnginn ekki vera til hagsbóta fyrir bændur og neytendur og fela í sér glórulausn fjáraustur. 23. febrúar 2016 19:15
Nýr samningur skapi smjörfjöll Hagfræðiprófessor býst við offramleiðslu mjólkur í kjölfar nýrra búvörusamninga. Bændur verði festir í kerfi sem hefti nýsköpun og lítt sé hugað að hag neytenda. Íbúar SV-lands niðurgreiði mjólk fyrir aðra. 23. febrúar 2016 07:00