Stephen Curry og Andre Iguodala spila á Augusta National í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2016 18:00 Stephen Curry og Andre Iguodala fögnuðu ekki bara NBA-titlinum í júní því þeir vissu þa líka að þeir fengu að spila á Augusta National. Vísir/EPA Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, lofaði tveimur miklum golfáhugamönnum í liðinu sínu að redda þeim einum golfhring á Augusta-vellinum ef að liðið yrði NBA-meistari. Kerr ætlar að standa við þetta loforð sitt því þeir Stephen Curry og Andre Iguodala fá að spila á Augusta National í dag. „Þegar við unnum þá var ég öskra á Step: Við erum að fara að spila á Augusta," sagði Andre Iguodala við ESPN eftir að Golden State Warriors vann titilinn í júní. „Það fara alltaf allir í Disneyland en við erum að fara til Augusta," bætti Iguodala við. Golden State Warriors varð í nótt fljótasta liðið til að vinna 50 leiki á NBA-tímabili þegar liðið vann Atlanta Hawks 102-92 á útivelli. Liðið hefur nú unnið 50 af fyrstu 55 leikjum tímabilsins. Warriors-liðið er því statt í Georgíufylki og þar sem liðið á frí í kvöld fengu leikmennirnir tveir leyfi til þess að spila golf á hinum eftirsótta Augusta National golfvelli í dag. Það tók aðeins tvo tíma að ferðast frá íþróttahölli Atlanta Hawks til Augusta og það passaði því vel að nýta ferðina. Steve Kerr mun ekki spilað með þeim félögum því hann flýgur strax til Miami þar sem liðið spilar næst á miðvikudagskvöldið. Curry og Iguodala munu aftur á móti spila hringinn með framkvæmdastjóranum Jerry West og eigandanum Joe Lacob. Stephen Curry og Andre Iguodala eru báðir miklir golfáhugamenn og þá sérstaklega Curry sem þykir vera mjög liðtækur með kylfuna. Stephen Curry stóð sig vel í ágúst þegar hann spilaði með Barack Obama Bandaríkjaforseta en hann fór hringinn á golfvellinum í Kaliforníu á 76 höggum. Það getur ekki hver sem er spilað á Augusta National golfvellinum og flesta kylfinga dreymir um að fá að spila þar. Mastersmóttið fer fram á vellinum og mótið í ár hefst 7. apríl næstkomandi. Golf NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Sport Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, lofaði tveimur miklum golfáhugamönnum í liðinu sínu að redda þeim einum golfhring á Augusta-vellinum ef að liðið yrði NBA-meistari. Kerr ætlar að standa við þetta loforð sitt því þeir Stephen Curry og Andre Iguodala fá að spila á Augusta National í dag. „Þegar við unnum þá var ég öskra á Step: Við erum að fara að spila á Augusta," sagði Andre Iguodala við ESPN eftir að Golden State Warriors vann titilinn í júní. „Það fara alltaf allir í Disneyland en við erum að fara til Augusta," bætti Iguodala við. Golden State Warriors varð í nótt fljótasta liðið til að vinna 50 leiki á NBA-tímabili þegar liðið vann Atlanta Hawks 102-92 á útivelli. Liðið hefur nú unnið 50 af fyrstu 55 leikjum tímabilsins. Warriors-liðið er því statt í Georgíufylki og þar sem liðið á frí í kvöld fengu leikmennirnir tveir leyfi til þess að spila golf á hinum eftirsótta Augusta National golfvelli í dag. Það tók aðeins tvo tíma að ferðast frá íþróttahölli Atlanta Hawks til Augusta og það passaði því vel að nýta ferðina. Steve Kerr mun ekki spilað með þeim félögum því hann flýgur strax til Miami þar sem liðið spilar næst á miðvikudagskvöldið. Curry og Iguodala munu aftur á móti spila hringinn með framkvæmdastjóranum Jerry West og eigandanum Joe Lacob. Stephen Curry og Andre Iguodala eru báðir miklir golfáhugamenn og þá sérstaklega Curry sem þykir vera mjög liðtækur með kylfuna. Stephen Curry stóð sig vel í ágúst þegar hann spilaði með Barack Obama Bandaríkjaforseta en hann fór hringinn á golfvellinum í Kaliforníu á 76 höggum. Það getur ekki hver sem er spilað á Augusta National golfvellinum og flesta kylfinga dreymir um að fá að spila þar. Mastersmóttið fer fram á vellinum og mótið í ár hefst 7. apríl næstkomandi.
Golf NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Sport Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira