Styðjum endurreisn Kára Kristinn H. Gunnarsson skrifar 23. febrúar 2016 00:00 Undirskriftasöfnunin á Endurreisn.is er ákall um betra heilbrigðiskerfi. Það verður því aðeins betra að ríkið verji auknu fé til þess. Frá 2008 hefur þróunin verið í öfuga átt. Dregið hefur verið úr fjárveitingum. Samkvæmt yfirliti útgjalda velferðarráðuneytisins 2008–2015 dags. í júní 2015 voru rekstrarútgjöld heilbrigðisráðuneytisins 6% lægri árið 2015 en þau voru 2008 reiknuð á föstu verðlagi. Öll árin þar á milli voru útgjöldin lægri en 2008, allt niður í 9% lægri árið 2012. Samdrátturinn í útgjöldum til almennrar sjúkrahúsþjónustu árið 2015 var 13% frá 2008 og 10% til sérstæðrar sjúkrahúsþjónustu. Rétt er að skoða líka útgjöldin á föstu verðlagi per mann. Þá er tekið tillit til íbúafjöldaþróunar á tímabilinu 2008–2015. Í skýrslu velferðarráðuneytisins kemur fram að útgjöld ríkisins hafi verið 473,7 þúsund kr./mann árið 2008 en 429,4 þúsund kr./mann árið 2015. Lækkunin er rúmar 44 þúsund kr/mann eða 9%. Tölur velferðarráðuneytisins staðfesta að dregið hefur verið úr útgjöldum frá 2008. Þetta er hlutur ríkisins og þá á eftir að skoða þróunina á hlut sjúklinga sem hafa greitt beint um 17–20% af heildarútgjöldunum. Undirskriftasöfnunin sem Kári Stefánsson hratt af stað er ekki bara ákall um meira opinbert fé til heilbrigðismála. Hún er líka ákall um breytt hugarfar til málaflokksins. Allt frá sameiningu spítalanna á höfuðborgarsvæðinu hefur sjónarhorn ríkisins fyrst og fremst verið rekstrarlegt. Allt frá fjárlögum 2004 hefur þess verið krafist að sameiningin skilaði beinum fjárhagslegum sparnaði. Heilbrigðiskerfið hefur verið sett undir sama hatt og venjulegur atvinnurekstur. Því hefur verið ákvörðuð fjárveiting og svo á að veita þjónustu sem rúmast innan þess ramma. Of lengi hefur of langt verið gengið í þessa átt. Þjónustan sem heilbrigðiskerfinu er ætlað að veita eru réttindi einstaklinganna og hlutverk Alþingis og ríkisstjórnar er að útvega nægilegt fé til þess að uppfylla réttindin. Dómurinn sem sagði að rétturinn til túlkaþjónustu heyrnarlausra væri ofar fjárveitingum endurómar inntakið í þjóðarátaki Kára Stefánssonar. Það skulum við öll styðja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Sjá meira
Undirskriftasöfnunin á Endurreisn.is er ákall um betra heilbrigðiskerfi. Það verður því aðeins betra að ríkið verji auknu fé til þess. Frá 2008 hefur þróunin verið í öfuga átt. Dregið hefur verið úr fjárveitingum. Samkvæmt yfirliti útgjalda velferðarráðuneytisins 2008–2015 dags. í júní 2015 voru rekstrarútgjöld heilbrigðisráðuneytisins 6% lægri árið 2015 en þau voru 2008 reiknuð á föstu verðlagi. Öll árin þar á milli voru útgjöldin lægri en 2008, allt niður í 9% lægri árið 2012. Samdrátturinn í útgjöldum til almennrar sjúkrahúsþjónustu árið 2015 var 13% frá 2008 og 10% til sérstæðrar sjúkrahúsþjónustu. Rétt er að skoða líka útgjöldin á föstu verðlagi per mann. Þá er tekið tillit til íbúafjöldaþróunar á tímabilinu 2008–2015. Í skýrslu velferðarráðuneytisins kemur fram að útgjöld ríkisins hafi verið 473,7 þúsund kr./mann árið 2008 en 429,4 þúsund kr./mann árið 2015. Lækkunin er rúmar 44 þúsund kr/mann eða 9%. Tölur velferðarráðuneytisins staðfesta að dregið hefur verið úr útgjöldum frá 2008. Þetta er hlutur ríkisins og þá á eftir að skoða þróunina á hlut sjúklinga sem hafa greitt beint um 17–20% af heildarútgjöldunum. Undirskriftasöfnunin sem Kári Stefánsson hratt af stað er ekki bara ákall um meira opinbert fé til heilbrigðismála. Hún er líka ákall um breytt hugarfar til málaflokksins. Allt frá sameiningu spítalanna á höfuðborgarsvæðinu hefur sjónarhorn ríkisins fyrst og fremst verið rekstrarlegt. Allt frá fjárlögum 2004 hefur þess verið krafist að sameiningin skilaði beinum fjárhagslegum sparnaði. Heilbrigðiskerfið hefur verið sett undir sama hatt og venjulegur atvinnurekstur. Því hefur verið ákvörðuð fjárveiting og svo á að veita þjónustu sem rúmast innan þess ramma. Of lengi hefur of langt verið gengið í þessa átt. Þjónustan sem heilbrigðiskerfinu er ætlað að veita eru réttindi einstaklinganna og hlutverk Alþingis og ríkisstjórnar er að útvega nægilegt fé til þess að uppfylla réttindin. Dómurinn sem sagði að rétturinn til túlkaþjónustu heyrnarlausra væri ofar fjárveitingum endurómar inntakið í þjóðarátaki Kára Stefánssonar. Það skulum við öll styðja.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun