Erlent

Tala látinna á Fiji hækkar

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Fellibylurinn er sá stærsti sem gengið hefur yfir landið.
Fellibylurinn er sá stærsti sem gengið hefur yfir landið. vísir/epa
Tala látinna eftir fellibylinn sem reið yfir Fiji-eyjar um helgina er komin upp í tuttugu og níu. Óttast er að hún muni hækka enn frekar þar sem enn er unnið að því að grafa fólk úr rústunum.

Alls hafa 8500 manns hrakist frá heimilum sínum og leita nú skjóls í neyðarskýlum sem sett hafa verið upp víða. Þá er stór hluti eyjanna enn rafmagnslaus.

Stormurinn er sá stærsti sem gengið hefur yfir eyjarnar en hann náði allt að níutíu metrum á sekúndu í mestu hviðunum og fór ölduhæð upp í allt að tólf metra. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir enda eyðileggingin sem hlaust af veðurhamnum gríðarleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×