Erlent

Hjúkrunarfræðingar vilja eftirlit frá Sameinuðu þjóðunum með kosningum

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Landssamband hjúkrunarfræðinga skorar á Bernie Sanders að krefjast kosningaeftirlits frá Sameinuðu þjóðunum.
Landssamband hjúkrunarfræðinga skorar á Bernie Sanders að krefjast kosningaeftirlits frá Sameinuðu þjóðunum. Nordicphotos/Getty
Landssamband hjúkrunarfræðinga í Bandaríkjunum skoraði í gær á framboð Bernie Sanders til forseta í forkosningum demókrata að fara fram á að kosningaeftirlitsmenn frá Sameinuðu þjóðunum vaktaði kjörstaði forkosninganna til að koma í veg fyrir svindl.

Áskorun sambandsins, sem er stærsta stéttarfélag hjúkrunarfræðinga í landinu, er tilkomin eftir að hópur stuðningsmanna andstæðings Sanders, Hillary Clinton, mætti á kjörstað í Nevada um helgina í rauðum bolum, keimlíkum einkennisklæðnaði sambandsins. Vakti þetta reiði forsvarsmanna sambandsins, sem hefur lýst yfir stuðningi við Sanders. Vilja þeir meina að stuðningsmenn Clinton reyni þar að villa á sér heimildir.

Talsmaður sambandsins, Chuck Idelson, sagði í samtali við fréttamiðla vestanhafs að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem framboð Clinton gerðist sekt um slíkt. Segir hann að um leið og meðlimir stéttarfélagsins hafi bent fjölmiðlum á stuðningsmenn Clinton hafi þeir verið fljótir að skipta í bláa boli, merkta framboði hennar.

Clinton bar sigur úr býtum í forkosningunum í Nevada. Hlaut hún rúm 52 prósent atkvæða en Sanders rúm 47. Næst verður kosið í Suður-Karólínu á laugardaginn.


Tengdar fréttir

Ungar konur styðja Sanders

Það eru fleiri hlutir en kyn sem valda því að ungar konur styðja frekar Bernie Sanders en Hillary Clinton í baráttu demókrata. Þær virðast trúa að Sanders muni knýja fram breytingar sem Clinton sé ófær um.

Sá ríkasti eyðir minnstu í baráttuna

Donald Trump vann stórsigur í forkosningum repúblikana í Suður-Karólínu. Jeb Bush dregur framboð sitt til baka eftir að hafa eytt milljörðum. Hillary Clinton bar sigur úr býtum í forkosningum demókrata í Nevada og hefur því unnið tvö




Fleiri fréttir

Sjá meira


×