Hafa lokað birgðaleið hersins til Aleppo Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2016 13:57 Bardagar í og við Aleppo hafa verið harðir undanfarnar vikur. Vísir/AFP Vígamenn Íslamska ríkisins og annarra samtaka íslamista hafa nú lokarð mikilvægari birgðaleið stjórnarhers Sýrlands til borgarinnar Aleppo. Undanfarnar vikur hefur stjórnarherinn, studdur af Rússum, Íran og Hezbollah, sótt fram gegn uppreisnar- og vígahópum norður af borginni. Sókn ISIS mun líklega hægja á sókn hersins og jafnvel stöðva hana, takist ekki að ná birgðaleiðinni fljótt aftur. Þar að auki mun tap birgðaleiðarinnar gera líf almennra borgara í Aleppo verra. Draga mun enn frekar úr aðgengi þeirra að nauðsynjum eins og mat og vatni. Vígamennirnir hófu í morgun sókn að bænum Khanaser, sem birgðaleiðin umrædda liggur í gegnum. Bærinn er nú nærri umkringdur og hafa nærliggjandi þorp fallið til ISIS.AFP fréttaveitan hefur eftir forsvarsmanni Syrian Observatory for Human Rights að vígamennirnir komi að mestu frá Kákasusfjöllum og vesturhluta Kína, sem tilheyri samtökunum Jund al-Aqsa. Þeir hafi gert skyndisókn suður af Khanaser og í kjölfar þess hafi ISIS gert árás á bæinn. Síðustu tvö ár hafa þúsundir erlendra vígamanna gengið til liðs við ISIS, Al-Nusra Front (al-Qaeda í Sýrlandi) og Jund al-Aqsa, sem voru stofnuð sem nokkurs konar systursamtök Nusra Front. Seinna slitnaði upp úr samstarfi samtakanna, meðal annars vegna deilna Nusra Front og ISIS. Þetta er í minnst þriðja sinn á þremur árum sem birgðaleiðin fellur úr höndum stjórnarhersins. Herinn hefur þó alltaf áður náð henni aftur. Hægt er að fylgjast með framvindu mála í Sýrlandi á korti hér. Mið-Austurlönd Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Vígamenn Íslamska ríkisins og annarra samtaka íslamista hafa nú lokarð mikilvægari birgðaleið stjórnarhers Sýrlands til borgarinnar Aleppo. Undanfarnar vikur hefur stjórnarherinn, studdur af Rússum, Íran og Hezbollah, sótt fram gegn uppreisnar- og vígahópum norður af borginni. Sókn ISIS mun líklega hægja á sókn hersins og jafnvel stöðva hana, takist ekki að ná birgðaleiðinni fljótt aftur. Þar að auki mun tap birgðaleiðarinnar gera líf almennra borgara í Aleppo verra. Draga mun enn frekar úr aðgengi þeirra að nauðsynjum eins og mat og vatni. Vígamennirnir hófu í morgun sókn að bænum Khanaser, sem birgðaleiðin umrædda liggur í gegnum. Bærinn er nú nærri umkringdur og hafa nærliggjandi þorp fallið til ISIS.AFP fréttaveitan hefur eftir forsvarsmanni Syrian Observatory for Human Rights að vígamennirnir komi að mestu frá Kákasusfjöllum og vesturhluta Kína, sem tilheyri samtökunum Jund al-Aqsa. Þeir hafi gert skyndisókn suður af Khanaser og í kjölfar þess hafi ISIS gert árás á bæinn. Síðustu tvö ár hafa þúsundir erlendra vígamanna gengið til liðs við ISIS, Al-Nusra Front (al-Qaeda í Sýrlandi) og Jund al-Aqsa, sem voru stofnuð sem nokkurs konar systursamtök Nusra Front. Seinna slitnaði upp úr samstarfi samtakanna, meðal annars vegna deilna Nusra Front og ISIS. Þetta er í minnst þriðja sinn á þremur árum sem birgðaleiðin fellur úr höndum stjórnarhersins. Herinn hefur þó alltaf áður náð henni aftur. Hægt er að fylgjast með framvindu mála í Sýrlandi á korti hér.
Mið-Austurlönd Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira